Tyrkir munu ekki biðja Rússa afsökunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 18:09 Forsætisráðherra Tyrklands Ahmet Davutoglu segir að Tyrkir muni ekki biðjast afsökunar á að hafa grandað rússnesku herþotunni í liðinni viku. Davutoglu segir að þrátt fyrir að atvikið hafi verið óheppilegt sé mikilvægt að líta til þess að Tyrkland hafi rétt og skyldu til að verja landamæri sín. Hann vonast einnig til þess að Rússar endurskoði efnhagsþvinganir sínar gegn landinu.Sjá einnig: Rússar líta árásina mjög alvarlegum augum Tyrkenski ferðamannabærinn Antalya sé mörgum rússneskum ferðalöngum sem „annað heimili.“ Þrátt fyrir þessar beiðni segir Davutoglu að varnarhagsmunum Tyrkja verði ekki hnikað.Flugvélin kom niður á yfirráðasvæði uppreisnarmanna og var flugmaðurinn á flótta í tólf tímavísir/epa„Enginn tyrkneskur forsætisráðherra, ekki frekar en nokkur annar ráðherra, mun biðjast afsökunar vegna skyldu okkar,” er haft eftir Davutoglu á vef New York Times en hann lét ummælin falla eftir fund með framkvæmdastjóra NATO, Jens Stoltenberg, í Brussel. „Vernd tyrkneskrar lofthelgi og landamæra er okkar ríkislega skylda og herinn okkar gerði skyldu sína við að verja lofthelgina. En ef Rússar vilja tala, og koma í veg fyrir fleiri ófyrirséða atburði sem þessa, þá erum við til í viðræður.”Sjá einnig: Pútín: „Atburðir dagsins munu hafa alvarlegar afleiðingar“ Líki annars flugmannsins sem fórst í grandi rússnesku vélarinnar á mánudag hefur verið flutt til Rússlands. Rússneskir embættismenn tóku á móti líkinu á flugvelli í Ankara, höfuðborg Tyrklands í gær. Hinn flugmaður vélarinnar komst undan uppreisnarmönnum og var á flótta í tólf tíma. Honum var bjargað af sýrlenskum sérsveitarmönnum. Hann þverneitar fyrir að Tyrkir hafi varað flugmennina við áður en vél þeirra var skotin niður. Tyrkir eru á öðru máli segja flugvélinni hafa verið flogið inn í lofthelgi sína og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. Rússar segja hins vegar að flugvélin hafi verið yfir Sýrlandi þegar hún var skotin niður. Yfirvöld í Moskvu segja að um skipulagt atvik hafi verið að ræða og beita Tyrki nú þvingunum að margvíslegum toga. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Forsætisráðherra Tyrklands Ahmet Davutoglu segir að Tyrkir muni ekki biðjast afsökunar á að hafa grandað rússnesku herþotunni í liðinni viku. Davutoglu segir að þrátt fyrir að atvikið hafi verið óheppilegt sé mikilvægt að líta til þess að Tyrkland hafi rétt og skyldu til að verja landamæri sín. Hann vonast einnig til þess að Rússar endurskoði efnhagsþvinganir sínar gegn landinu.Sjá einnig: Rússar líta árásina mjög alvarlegum augum Tyrkenski ferðamannabærinn Antalya sé mörgum rússneskum ferðalöngum sem „annað heimili.“ Þrátt fyrir þessar beiðni segir Davutoglu að varnarhagsmunum Tyrkja verði ekki hnikað.Flugvélin kom niður á yfirráðasvæði uppreisnarmanna og var flugmaðurinn á flótta í tólf tímavísir/epa„Enginn tyrkneskur forsætisráðherra, ekki frekar en nokkur annar ráðherra, mun biðjast afsökunar vegna skyldu okkar,” er haft eftir Davutoglu á vef New York Times en hann lét ummælin falla eftir fund með framkvæmdastjóra NATO, Jens Stoltenberg, í Brussel. „Vernd tyrkneskrar lofthelgi og landamæra er okkar ríkislega skylda og herinn okkar gerði skyldu sína við að verja lofthelgina. En ef Rússar vilja tala, og koma í veg fyrir fleiri ófyrirséða atburði sem þessa, þá erum við til í viðræður.”Sjá einnig: Pútín: „Atburðir dagsins munu hafa alvarlegar afleiðingar“ Líki annars flugmannsins sem fórst í grandi rússnesku vélarinnar á mánudag hefur verið flutt til Rússlands. Rússneskir embættismenn tóku á móti líkinu á flugvelli í Ankara, höfuðborg Tyrklands í gær. Hinn flugmaður vélarinnar komst undan uppreisnarmönnum og var á flótta í tólf tíma. Honum var bjargað af sýrlenskum sérsveitarmönnum. Hann þverneitar fyrir að Tyrkir hafi varað flugmennina við áður en vél þeirra var skotin niður. Tyrkir eru á öðru máli segja flugvélinni hafa verið flogið inn í lofthelgi sína og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. Rússar segja hins vegar að flugvélin hafi verið yfir Sýrlandi þegar hún var skotin niður. Yfirvöld í Moskvu segja að um skipulagt atvik hafi verið að ræða og beita Tyrki nú þvingunum að margvíslegum toga.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira