Tyrkir munu ekki biðja Rússa afsökunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 18:09 Forsætisráðherra Tyrklands Ahmet Davutoglu segir að Tyrkir muni ekki biðjast afsökunar á að hafa grandað rússnesku herþotunni í liðinni viku. Davutoglu segir að þrátt fyrir að atvikið hafi verið óheppilegt sé mikilvægt að líta til þess að Tyrkland hafi rétt og skyldu til að verja landamæri sín. Hann vonast einnig til þess að Rússar endurskoði efnhagsþvinganir sínar gegn landinu.Sjá einnig: Rússar líta árásina mjög alvarlegum augum Tyrkenski ferðamannabærinn Antalya sé mörgum rússneskum ferðalöngum sem „annað heimili.“ Þrátt fyrir þessar beiðni segir Davutoglu að varnarhagsmunum Tyrkja verði ekki hnikað.Flugvélin kom niður á yfirráðasvæði uppreisnarmanna og var flugmaðurinn á flótta í tólf tímavísir/epa„Enginn tyrkneskur forsætisráðherra, ekki frekar en nokkur annar ráðherra, mun biðjast afsökunar vegna skyldu okkar,” er haft eftir Davutoglu á vef New York Times en hann lét ummælin falla eftir fund með framkvæmdastjóra NATO, Jens Stoltenberg, í Brussel. „Vernd tyrkneskrar lofthelgi og landamæra er okkar ríkislega skylda og herinn okkar gerði skyldu sína við að verja lofthelgina. En ef Rússar vilja tala, og koma í veg fyrir fleiri ófyrirséða atburði sem þessa, þá erum við til í viðræður.”Sjá einnig: Pútín: „Atburðir dagsins munu hafa alvarlegar afleiðingar“ Líki annars flugmannsins sem fórst í grandi rússnesku vélarinnar á mánudag hefur verið flutt til Rússlands. Rússneskir embættismenn tóku á móti líkinu á flugvelli í Ankara, höfuðborg Tyrklands í gær. Hinn flugmaður vélarinnar komst undan uppreisnarmönnum og var á flótta í tólf tíma. Honum var bjargað af sýrlenskum sérsveitarmönnum. Hann þverneitar fyrir að Tyrkir hafi varað flugmennina við áður en vél þeirra var skotin niður. Tyrkir eru á öðru máli segja flugvélinni hafa verið flogið inn í lofthelgi sína og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. Rússar segja hins vegar að flugvélin hafi verið yfir Sýrlandi þegar hún var skotin niður. Yfirvöld í Moskvu segja að um skipulagt atvik hafi verið að ræða og beita Tyrki nú þvingunum að margvíslegum toga. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Forsætisráðherra Tyrklands Ahmet Davutoglu segir að Tyrkir muni ekki biðjast afsökunar á að hafa grandað rússnesku herþotunni í liðinni viku. Davutoglu segir að þrátt fyrir að atvikið hafi verið óheppilegt sé mikilvægt að líta til þess að Tyrkland hafi rétt og skyldu til að verja landamæri sín. Hann vonast einnig til þess að Rússar endurskoði efnhagsþvinganir sínar gegn landinu.Sjá einnig: Rússar líta árásina mjög alvarlegum augum Tyrkenski ferðamannabærinn Antalya sé mörgum rússneskum ferðalöngum sem „annað heimili.“ Þrátt fyrir þessar beiðni segir Davutoglu að varnarhagsmunum Tyrkja verði ekki hnikað.Flugvélin kom niður á yfirráðasvæði uppreisnarmanna og var flugmaðurinn á flótta í tólf tímavísir/epa„Enginn tyrkneskur forsætisráðherra, ekki frekar en nokkur annar ráðherra, mun biðjast afsökunar vegna skyldu okkar,” er haft eftir Davutoglu á vef New York Times en hann lét ummælin falla eftir fund með framkvæmdastjóra NATO, Jens Stoltenberg, í Brussel. „Vernd tyrkneskrar lofthelgi og landamæra er okkar ríkislega skylda og herinn okkar gerði skyldu sína við að verja lofthelgina. En ef Rússar vilja tala, og koma í veg fyrir fleiri ófyrirséða atburði sem þessa, þá erum við til í viðræður.”Sjá einnig: Pútín: „Atburðir dagsins munu hafa alvarlegar afleiðingar“ Líki annars flugmannsins sem fórst í grandi rússnesku vélarinnar á mánudag hefur verið flutt til Rússlands. Rússneskir embættismenn tóku á móti líkinu á flugvelli í Ankara, höfuðborg Tyrklands í gær. Hinn flugmaður vélarinnar komst undan uppreisnarmönnum og var á flótta í tólf tíma. Honum var bjargað af sýrlenskum sérsveitarmönnum. Hann þverneitar fyrir að Tyrkir hafi varað flugmennina við áður en vél þeirra var skotin niður. Tyrkir eru á öðru máli segja flugvélinni hafa verið flogið inn í lofthelgi sína og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. Rússar segja hins vegar að flugvélin hafi verið yfir Sýrlandi þegar hún var skotin niður. Yfirvöld í Moskvu segja að um skipulagt atvik hafi verið að ræða og beita Tyrki nú þvingunum að margvíslegum toga.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira