Tyrkir munu ekki biðja Rússa afsökunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 18:09 Forsætisráðherra Tyrklands Ahmet Davutoglu segir að Tyrkir muni ekki biðjast afsökunar á að hafa grandað rússnesku herþotunni í liðinni viku. Davutoglu segir að þrátt fyrir að atvikið hafi verið óheppilegt sé mikilvægt að líta til þess að Tyrkland hafi rétt og skyldu til að verja landamæri sín. Hann vonast einnig til þess að Rússar endurskoði efnhagsþvinganir sínar gegn landinu.Sjá einnig: Rússar líta árásina mjög alvarlegum augum Tyrkenski ferðamannabærinn Antalya sé mörgum rússneskum ferðalöngum sem „annað heimili.“ Þrátt fyrir þessar beiðni segir Davutoglu að varnarhagsmunum Tyrkja verði ekki hnikað.Flugvélin kom niður á yfirráðasvæði uppreisnarmanna og var flugmaðurinn á flótta í tólf tímavísir/epa„Enginn tyrkneskur forsætisráðherra, ekki frekar en nokkur annar ráðherra, mun biðjast afsökunar vegna skyldu okkar,” er haft eftir Davutoglu á vef New York Times en hann lét ummælin falla eftir fund með framkvæmdastjóra NATO, Jens Stoltenberg, í Brussel. „Vernd tyrkneskrar lofthelgi og landamæra er okkar ríkislega skylda og herinn okkar gerði skyldu sína við að verja lofthelgina. En ef Rússar vilja tala, og koma í veg fyrir fleiri ófyrirséða atburði sem þessa, þá erum við til í viðræður.”Sjá einnig: Pútín: „Atburðir dagsins munu hafa alvarlegar afleiðingar“ Líki annars flugmannsins sem fórst í grandi rússnesku vélarinnar á mánudag hefur verið flutt til Rússlands. Rússneskir embættismenn tóku á móti líkinu á flugvelli í Ankara, höfuðborg Tyrklands í gær. Hinn flugmaður vélarinnar komst undan uppreisnarmönnum og var á flótta í tólf tíma. Honum var bjargað af sýrlenskum sérsveitarmönnum. Hann þverneitar fyrir að Tyrkir hafi varað flugmennina við áður en vél þeirra var skotin niður. Tyrkir eru á öðru máli segja flugvélinni hafa verið flogið inn í lofthelgi sína og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. Rússar segja hins vegar að flugvélin hafi verið yfir Sýrlandi þegar hún var skotin niður. Yfirvöld í Moskvu segja að um skipulagt atvik hafi verið að ræða og beita Tyrki nú þvingunum að margvíslegum toga. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Sjá meira
Forsætisráðherra Tyrklands Ahmet Davutoglu segir að Tyrkir muni ekki biðjast afsökunar á að hafa grandað rússnesku herþotunni í liðinni viku. Davutoglu segir að þrátt fyrir að atvikið hafi verið óheppilegt sé mikilvægt að líta til þess að Tyrkland hafi rétt og skyldu til að verja landamæri sín. Hann vonast einnig til þess að Rússar endurskoði efnhagsþvinganir sínar gegn landinu.Sjá einnig: Rússar líta árásina mjög alvarlegum augum Tyrkenski ferðamannabærinn Antalya sé mörgum rússneskum ferðalöngum sem „annað heimili.“ Þrátt fyrir þessar beiðni segir Davutoglu að varnarhagsmunum Tyrkja verði ekki hnikað.Flugvélin kom niður á yfirráðasvæði uppreisnarmanna og var flugmaðurinn á flótta í tólf tímavísir/epa„Enginn tyrkneskur forsætisráðherra, ekki frekar en nokkur annar ráðherra, mun biðjast afsökunar vegna skyldu okkar,” er haft eftir Davutoglu á vef New York Times en hann lét ummælin falla eftir fund með framkvæmdastjóra NATO, Jens Stoltenberg, í Brussel. „Vernd tyrkneskrar lofthelgi og landamæra er okkar ríkislega skylda og herinn okkar gerði skyldu sína við að verja lofthelgina. En ef Rússar vilja tala, og koma í veg fyrir fleiri ófyrirséða atburði sem þessa, þá erum við til í viðræður.”Sjá einnig: Pútín: „Atburðir dagsins munu hafa alvarlegar afleiðingar“ Líki annars flugmannsins sem fórst í grandi rússnesku vélarinnar á mánudag hefur verið flutt til Rússlands. Rússneskir embættismenn tóku á móti líkinu á flugvelli í Ankara, höfuðborg Tyrklands í gær. Hinn flugmaður vélarinnar komst undan uppreisnarmönnum og var á flótta í tólf tíma. Honum var bjargað af sýrlenskum sérsveitarmönnum. Hann þverneitar fyrir að Tyrkir hafi varað flugmennina við áður en vél þeirra var skotin niður. Tyrkir eru á öðru máli segja flugvélinni hafa verið flogið inn í lofthelgi sína og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. Rússar segja hins vegar að flugvélin hafi verið yfir Sýrlandi þegar hún var skotin niður. Yfirvöld í Moskvu segja að um skipulagt atvik hafi verið að ræða og beita Tyrki nú þvingunum að margvíslegum toga.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Sjá meira