Öll spjót standa nú á Vigdísi Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2015 16:31 Nú er þjarmað að Vigdísi úr öllum áttum, hún er atyrt jafnvel af fyrrverandi þingmönnum Framsóknarflokksins. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins vandar Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, ekki kveðjurnar og telur freistandi að reyna að sjúkdómsgreina hana. Um er að ræða Helgu Sigrúnu Harðardóttur en hún sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2008 til 2009.Ekki fundafært vegna VigdísarNú standa öll spjót á Vigdísi en svo virðist sem orð hennar um Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans, þess efnis að hann væri að beita sig andlegu ofbeldi þegar hann hefur verið að fara fram á aukið fjármagn til starfssemi spítalans, hafi orðið til að soðið er uppúr. Tveir fyrrverandi þingmenn, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir hafa lýst framgöngu Vigdísar á nefndarfundum, að það hafi vart verið fundarfært vegna framkomu Vigdísar. „Hún hnussaði hástöfum, stundi, dæsti, fórnaði höndum, greip fram í, ranghvolfdi augum, hækkaði málróminn þannig að hún beitti sér og truflaði ... hún notaði öll þessi skítatrikk sem fantar nota til að gera nærstadda órólega,“ segir Margrét. RÚV greinir frá þessu.Skorar á Framsókna að finna Vigdísi annað að geraStjórnarandstæðingar beina nú spjótum sínum að Vigdísi, eins og Vísir greindi frá fyrir stundu og heldur er farið að þrengjast um þegar fyrrum samherjar þjarma að henni, líkt og Helga Sigrún gerir: „Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna og þetta fárveika egó. Aðallega freistar það mín þó að hún finni sér eitthvað annað að gera. Framkoma hennar og yfirlýsingar í framhaldi fundar með forstjóra LSH var kornið sem fyllti mælinn hvað mig varðar. Ég get ekki meira. Ég hef reynslu af LSH. Hún var ekki góð. Það er ekki vegna þess að þar starfi svo glatað fólk. Það er vegna þess að spítalinn er fjársveltur og hefur ekki burði til að takast á við verkefnin sem að honum steðja. Vegna þess líður fólk kvalir, það fær ekki rétta meðhöndlun og jafnvel deyr. Þessari konu er alveg sama... líklega þó aðeins þar til það fer að bíta hana sjálfa... Ég tel mig ekki hafa efni á að hafa þessa konu í vinnu lengur. Ég skora á gamla félaga í Framsóknarflokknum að axla ábyrgð og finna henni annað að gera. Núna strax.“Kosningaloforðin hennar Vigdísar Önnur sem hefur sent Vigdísi tóninn í gegnum tíðina er Lára Hanna Einarsdóttir bloggari, en hún hefur talið þetta tilefni til að setja í dreifingu klippu frá kosningasjónvarpi RÚV, í kosningabaráttunni, þar sem Vigdís tjáir sig um málefni Landsspítalans, en þar kveður heldur við annan tón en nú.Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna...Posted by Helga Sigrún Harðardóttir on 30. nóvember 2015 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins vandar Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, ekki kveðjurnar og telur freistandi að reyna að sjúkdómsgreina hana. Um er að ræða Helgu Sigrúnu Harðardóttur en hún sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2008 til 2009.Ekki fundafært vegna VigdísarNú standa öll spjót á Vigdísi en svo virðist sem orð hennar um Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans, þess efnis að hann væri að beita sig andlegu ofbeldi þegar hann hefur verið að fara fram á aukið fjármagn til starfssemi spítalans, hafi orðið til að soðið er uppúr. Tveir fyrrverandi þingmenn, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir hafa lýst framgöngu Vigdísar á nefndarfundum, að það hafi vart verið fundarfært vegna framkomu Vigdísar. „Hún hnussaði hástöfum, stundi, dæsti, fórnaði höndum, greip fram í, ranghvolfdi augum, hækkaði málróminn þannig að hún beitti sér og truflaði ... hún notaði öll þessi skítatrikk sem fantar nota til að gera nærstadda órólega,“ segir Margrét. RÚV greinir frá þessu.Skorar á Framsókna að finna Vigdísi annað að geraStjórnarandstæðingar beina nú spjótum sínum að Vigdísi, eins og Vísir greindi frá fyrir stundu og heldur er farið að þrengjast um þegar fyrrum samherjar þjarma að henni, líkt og Helga Sigrún gerir: „Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna og þetta fárveika egó. Aðallega freistar það mín þó að hún finni sér eitthvað annað að gera. Framkoma hennar og yfirlýsingar í framhaldi fundar með forstjóra LSH var kornið sem fyllti mælinn hvað mig varðar. Ég get ekki meira. Ég hef reynslu af LSH. Hún var ekki góð. Það er ekki vegna þess að þar starfi svo glatað fólk. Það er vegna þess að spítalinn er fjársveltur og hefur ekki burði til að takast á við verkefnin sem að honum steðja. Vegna þess líður fólk kvalir, það fær ekki rétta meðhöndlun og jafnvel deyr. Þessari konu er alveg sama... líklega þó aðeins þar til það fer að bíta hana sjálfa... Ég tel mig ekki hafa efni á að hafa þessa konu í vinnu lengur. Ég skora á gamla félaga í Framsóknarflokknum að axla ábyrgð og finna henni annað að gera. Núna strax.“Kosningaloforðin hennar Vigdísar Önnur sem hefur sent Vigdísi tóninn í gegnum tíðina er Lára Hanna Einarsdóttir bloggari, en hún hefur talið þetta tilefni til að setja í dreifingu klippu frá kosningasjónvarpi RÚV, í kosningabaráttunni, þar sem Vigdís tjáir sig um málefni Landsspítalans, en þar kveður heldur við annan tón en nú.Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna...Posted by Helga Sigrún Harðardóttir on 30. nóvember 2015
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira