„Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 10:50 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Mynd/Landspítalinn Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist hafa mætt mikilli ókurteisi af hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis. Hann segir mikilvægt að þessi mál séu rædd á faglegum grundvelli – ekki persónulegum. „Þetta mál snýst ekki um ánægju. Þetta er ekki mál á þeim persónulega level. Þetta snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur, eða mína eða nokkurs annars. Þetta snýst um miklu stærri hlut, sem er hagur þjóðarsjúkrahússins sem þjóðin skýrt segir að hún vilji fá í forgang,“ sagði Páll í Bítinu í morgun.Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - Fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís Hauksdóttir, formaður nefndarinnar, líkti orðum hans við andlegt ofbeldi. Í Bítinu var hann spurður út í þessa framkomu. Hann sagðist þó ekki sjá ástæðu til að fara ítarlea út í þau mál. „Þetta er framkoma sem ég myndi ekki vilja sína. Ég vil taka þetta upp af þessu persónulega leveli, því þetta snýst um prinsipp. Þessi umræða á að snúast um þarfir. Við komum fram með gögn og tölur og þá vil ég bara fá eitthvað á móti ef fólk þykist hafa það sem þarf til að afsanna þá fullyrðingu okkar, sem er rétt, að það vanti enn töluvert upp á.“Var þetta ókurteisi? „Já, ég hugsa að amma mín hefði kallað það það,“ svaraði Páll. Hann sagði að mikilvægt væri að hugsa til framtíðar. Ekki sé hægt að bæta stöðu Landspítalans til fulls á einu eða tveimur árum. Óásættanlegt sé að stjórnendur spítalans þurfi nánast að betla svo þeim verði kleift að reka grunnheilbrigðisþjónustu. Aðspurður hvað verði, fái spítalinn ekki það fjármagn sem hann þurfi á að halda, segir Páll að þá þurfi ákveðin verkefni að mæta afgangi. „Þá náttúrulega verður viðhald að bíða, það er bara þannig,“ sagði hann. Raunveruleikinn sé hins vegar sá að starsfólk hrekist á milli húsa sökum raka og myglu. Páll kallar að lokum eftir raunhæfum fjárlögum. „Fólk á Landspítalanum veit hvað þarf til og það eru vonbrigði ef því er mætt með tortryggni, því allur alþjóðlegur samanburður styður okkar málflutning“Hlusta á má viðtalið við Pál í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist hafa mætt mikilli ókurteisi af hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis. Hann segir mikilvægt að þessi mál séu rædd á faglegum grundvelli – ekki persónulegum. „Þetta mál snýst ekki um ánægju. Þetta er ekki mál á þeim persónulega level. Þetta snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur, eða mína eða nokkurs annars. Þetta snýst um miklu stærri hlut, sem er hagur þjóðarsjúkrahússins sem þjóðin skýrt segir að hún vilji fá í forgang,“ sagði Páll í Bítinu í morgun.Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - Fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís Hauksdóttir, formaður nefndarinnar, líkti orðum hans við andlegt ofbeldi. Í Bítinu var hann spurður út í þessa framkomu. Hann sagðist þó ekki sjá ástæðu til að fara ítarlea út í þau mál. „Þetta er framkoma sem ég myndi ekki vilja sína. Ég vil taka þetta upp af þessu persónulega leveli, því þetta snýst um prinsipp. Þessi umræða á að snúast um þarfir. Við komum fram með gögn og tölur og þá vil ég bara fá eitthvað á móti ef fólk þykist hafa það sem þarf til að afsanna þá fullyrðingu okkar, sem er rétt, að það vanti enn töluvert upp á.“Var þetta ókurteisi? „Já, ég hugsa að amma mín hefði kallað það það,“ svaraði Páll. Hann sagði að mikilvægt væri að hugsa til framtíðar. Ekki sé hægt að bæta stöðu Landspítalans til fulls á einu eða tveimur árum. Óásættanlegt sé að stjórnendur spítalans þurfi nánast að betla svo þeim verði kleift að reka grunnheilbrigðisþjónustu. Aðspurður hvað verði, fái spítalinn ekki það fjármagn sem hann þurfi á að halda, segir Páll að þá þurfi ákveðin verkefni að mæta afgangi. „Þá náttúrulega verður viðhald að bíða, það er bara þannig,“ sagði hann. Raunveruleikinn sé hins vegar sá að starsfólk hrekist á milli húsa sökum raka og myglu. Páll kallar að lokum eftir raunhæfum fjárlögum. „Fólk á Landspítalanum veit hvað þarf til og það eru vonbrigði ef því er mætt með tortryggni, því allur alþjóðlegur samanburður styður okkar málflutning“Hlusta á má viðtalið við Pál í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42
Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18