Sport

Þið eruð ekki nógu góðir til að spila með mér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ndamukong Suh.
Ndamukong Suh. vísir/getty
Hvatningarræða hins umdeilda leikmanns Miami Dolphins, Ndamukong Suh, í gær var afar sérstök.

Suh þykir vera einn grófasti leikmaður deildarinnar en góður varnarmaður er hann einnig. Hann var leikmaður Detroit Lions en fékk risasamning við Dolphins og fór þangað fyrir tímabilið.

Það hefur ekki gengið nógu vel hjá Miami í vetur og Suh reyndi að rífa menn upp fyrir leikinn gegn NY Jets í gær með ræðu.

„Suh á að hafa sagt við félaga sína að hann yrði hjá félaginu næstu fimm árin en það væri engin trygging að félagar hans yrðu það líka. Aðeins örfáir þeirra væru nógu góðir til þess að spila með honum," sagði hinn virti NFL-blaðamaður Ian Rapoport.

Suh var allt annað en ánægður með þessa frétt hjá Rapoport og kallaði hann heimskan á Instagram í gærkvöldi.

Ræðan skilaði annars engu því Höfrungarnir steinlágu í leiknum.

#IanRapoport

A photo posted by Ndamukong Suh (@ndamukong_suh) on

NFL

Tengdar fréttir

Broncos stöðvaði sigurgöngu Tom Brady og félaga

Carolina Panthers er eina ósigraða liðið í NFL-deildinni eftir að New England Patriots tapaði gegn Denver Broncos í framlengdum leik í nótt. Tíu leikja sigurgöngu meistaranna er þar með lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×