Innlent

Hollenski fanginn ber Hreiðari og Magnúsi vel söguna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fangelsið Kvíabryggja.
Fangelsið Kvíabryggja. Vísir/Pjetur

Tuttugu og sjö ára gamall Hollendingur sem hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni er kominn á Kvíabryggju.

Maðurinn, sem er greindarskertur, sætir gæsluvarðhaldi vegna aðildar að smygli á 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins.

„Það fékkst heimild frá Fangelsismálastofnun til að flytja hann upp á Kvíabryggju,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins.

Hann segir að Hollendingnum hafi verið ekið þangað á föstudaginn og hann dvelji nú í húsi með Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg.

„Þeir hafa tekið mjög vel á móti honum,“ segir Ómar og bætir við að það sama eigi við um aðra fanga á Kvíabryggju. „Hann er ótrúlega sáttur við að vera kominn þangað og líður vel,“ segir hann. Ómar býst við að rannsókn á fíkniefnamálinu ljúki fljótlega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×