Bandaríkin tilbúin til að hjálpa frekar í orrustunni um Ramadi Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2015 22:38 Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin séu tilbúin til að senda Írökum frekari hjálp í orrustunni um Ramadi. Sú hjálp fæli meðal annars í sér fleiri hernaðarráðgjafa og árásarþyrlur. Íraskar sveitir hafa umkringt borgina og á síðustu vikum og mánuðum og sækja nú að miðju hennar. Hjálpin mun þó ekki berast óumbeðin. „Ef aðstæður kalla á slíka hjálp og forsætisráðherra Írak, Haider al-Abadi, biður um hana.“ Carter svaraði spurningum frá meðlimum þingnefndar sem hefur eftirlit með herafla Bandaríkjanna í dag. Vígamenn Íslamska ríkisins tóku borgina í leiftursókn í maí. Íraski herinn var niðurlægður af falli borgarinnar og er talið að um 200 vígamenn hafi tekið borgina af um tvö þúsund hermönnum.Sjá einnig: Leynivopn Íslamska ríkisinsCarter sagðist eiga von á hörðum átökum í borginni, en sagði íraskar sveitir hafa sýnt dug gegn gagnsóknum ISIS. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain, formaður nefndarinnar, sagðist ekki sannfærður um að árásir úr lofti gætu einar og sér haldið aftur af ISIS og talaði um að senda hermenn þangað. Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarin misseri og segja margir að engin áætlun sé til um hvernig berjast eigi gegn ISIS. Stríðinu væri ekki lokið fyrr en Raqqa félli úr höndum þeirra. Enn væri enginn herafli til staðar sem hefði getu né vilja til að sækja gegn borginni og ekki væri útlit fyrir að slíkur afli yrði myndaður á næstunni.Carter sagði aftur á móti að til lengri tíma væri það slæm ákvörðun að senda hermenn til Írak og Sýrlands þar sem vera Bandaríkjamanna þar gæti leitt til mikillar fjölgunar vígamanna ISIS. Þá yrði það mikið vandamál að halda svæðinu til lengri tíma. Mið-Austurlönd Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin séu tilbúin til að senda Írökum frekari hjálp í orrustunni um Ramadi. Sú hjálp fæli meðal annars í sér fleiri hernaðarráðgjafa og árásarþyrlur. Íraskar sveitir hafa umkringt borgina og á síðustu vikum og mánuðum og sækja nú að miðju hennar. Hjálpin mun þó ekki berast óumbeðin. „Ef aðstæður kalla á slíka hjálp og forsætisráðherra Írak, Haider al-Abadi, biður um hana.“ Carter svaraði spurningum frá meðlimum þingnefndar sem hefur eftirlit með herafla Bandaríkjanna í dag. Vígamenn Íslamska ríkisins tóku borgina í leiftursókn í maí. Íraski herinn var niðurlægður af falli borgarinnar og er talið að um 200 vígamenn hafi tekið borgina af um tvö þúsund hermönnum.Sjá einnig: Leynivopn Íslamska ríkisinsCarter sagðist eiga von á hörðum átökum í borginni, en sagði íraskar sveitir hafa sýnt dug gegn gagnsóknum ISIS. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain, formaður nefndarinnar, sagðist ekki sannfærður um að árásir úr lofti gætu einar og sér haldið aftur af ISIS og talaði um að senda hermenn þangað. Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarin misseri og segja margir að engin áætlun sé til um hvernig berjast eigi gegn ISIS. Stríðinu væri ekki lokið fyrr en Raqqa félli úr höndum þeirra. Enn væri enginn herafli til staðar sem hefði getu né vilja til að sækja gegn borginni og ekki væri útlit fyrir að slíkur afli yrði myndaður á næstunni.Carter sagði aftur á móti að til lengri tíma væri það slæm ákvörðun að senda hermenn til Írak og Sýrlands þar sem vera Bandaríkjamanna þar gæti leitt til mikillar fjölgunar vígamanna ISIS. Þá yrði það mikið vandamál að halda svæðinu til lengri tíma.
Mið-Austurlönd Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira