Lítill drengur með alvarlegan hjartagalla sendur aftur til Albaníu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 9. desember 2015 20:15 Hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla eru í hópi Albana og fólks frá Makedóníu sem Útlendingastofnun ætlar að senda úr landi annað kvöld. Þau hafa búið hér í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn. Slík harka sé ekki óalgeng í Albaníu og fjölskyldur geri oft upp sín mál á þess að leita til annarra enda sé kerfið í molum.Drengurinn fæddist með alvarlegan hjartagalla og þarfnast skurðaðgerðar og lyfja.Hann segist líka hafa komið hingað í von um að geta bjargað syni sínum sem hafi fæðst með alvarlegan hjartagalla og þarfnist skurðaðgerðar og lyfja. Hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð í Albaníu en þar sé fólk látið deyja ef það eigi ekki næga peninga til að greiða fyrir þjónustuna.Vafasamt að senda veikt fólk úr landi Þau hafa fengið synjun um hæli frá Útlendingastofnun en ákváðu að áfrýja. Þau drógu hins vegar áfrýjunina til baka og samþykktu að yfirgefa landið. Það segjast þau hafa gert þar sem þeim hafi verið sagt að sonur þeirra fengi ekki að gangast undir aðgerð hér á landi. Þau vilji því frekar reyna að freista þess að gera það sem hægt sé í Albaníu. Það sé hins vegar óljóst hvað það sé. Björn Teitsson talsmaður Rauða krossins segir örfá dæmi um að hælisleitendur komi hingað sérstaklega í leit að heilbrigðisþjónustu. Það séu þó örfá dæmi um það. Hann segir hins vegar Útlendingastofnun túlka heimild sína til að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum afar þröngt. Þetta sé umdeilt mál en að hans dómi sé vafasamt sé að senda veikt fólk úr landi ef að það sé hægt að veita betri heilbrigðisþjónustu hér en á áfangastað. Flóttamenn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla eru í hópi Albana og fólks frá Makedóníu sem Útlendingastofnun ætlar að senda úr landi annað kvöld. Þau hafa búið hér í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn. Slík harka sé ekki óalgeng í Albaníu og fjölskyldur geri oft upp sín mál á þess að leita til annarra enda sé kerfið í molum.Drengurinn fæddist með alvarlegan hjartagalla og þarfnast skurðaðgerðar og lyfja.Hann segist líka hafa komið hingað í von um að geta bjargað syni sínum sem hafi fæðst með alvarlegan hjartagalla og þarfnist skurðaðgerðar og lyfja. Hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð í Albaníu en þar sé fólk látið deyja ef það eigi ekki næga peninga til að greiða fyrir þjónustuna.Vafasamt að senda veikt fólk úr landi Þau hafa fengið synjun um hæli frá Útlendingastofnun en ákváðu að áfrýja. Þau drógu hins vegar áfrýjunina til baka og samþykktu að yfirgefa landið. Það segjast þau hafa gert þar sem þeim hafi verið sagt að sonur þeirra fengi ekki að gangast undir aðgerð hér á landi. Þau vilji því frekar reyna að freista þess að gera það sem hægt sé í Albaníu. Það sé hins vegar óljóst hvað það sé. Björn Teitsson talsmaður Rauða krossins segir örfá dæmi um að hælisleitendur komi hingað sérstaklega í leit að heilbrigðisþjónustu. Það séu þó örfá dæmi um það. Hann segir hins vegar Útlendingastofnun túlka heimild sína til að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum afar þröngt. Þetta sé umdeilt mál en að hans dómi sé vafasamt sé að senda veikt fólk úr landi ef að það sé hægt að veita betri heilbrigðisþjónustu hér en á áfangastað.
Flóttamenn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira