Formaður HSÍ: Anton gerði ekkert rangt Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. desember 2015 06:00 Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru fremsta dómarapar Íslands og það eina sem var á HM. Vísir/Stefán „Við erum mjög svekktir með þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, við Fréttablaðið um ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, að vísa íslenska dómaraparinu, Antoni Gylfi Pálssyni og Jónasi Elíassyni, frá störfum á HM kvenna sem nú stendur yfir í Danmörku. Anton dæmdi mark í stöðunni 6-6 í leik Frakklands og Suður-Kóreu þegar síðarnefnda liðið skaut að marki. Ákvörðunin var rétt hjá Antoni, en einhverra hluta vegna, kannski að hans frumkvæði, var ákveðið að skoða skotið með marklínutækni. Danskur eftirlitsmaður leiksins fékk ekki senda á skjá sinn nógu skýra mynd þótt boltinn væri augljóslega langt inni í markinu og var markið ekki skráð. Leiknum lyktaði með jafntefli, 22-22, og höfðu þessi mistök því mikil áhrif. IHF leysti málið með því að vísa öllum starfsmönnum leiksins frá störfum á HM, allt frá dómurum til eftirlitsmanns og ritara. Þar að auki fór sambandið í algjöra vörn og ákvað að nota marklínutæknina ekki oftar á mótinu. „Anton gerir ekkert rangt. Hann dæmir mark og virðist vilja fá það skoðað betur en til þess er nú tæknin. Hann leitar fulltingis myndavélarinnar til að vera öruggur í sinni ákvörðun og þar liggja mistökin. Við erum mjög ósátt við að okkar mönnum sé refsað fyrir þetta því þetta er á engan hátt þeim að kenna. Fyrir mér er þetta bara fljótfærni eftirlitsmannsins og þetta kallaði ekki eftir uppsögnum,“ segir Guðmundur. Anton Gylfi og Jónas eru fremsta dómarapar landsins og hafa dæmt nokkra stórleiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hún heyrir undir evrópska handboltasambandið en þá voru þeir líka í stóru verkefni á vegum IHF í Katar fyrr á árinu. Guðmundur segir sambandið ætla að passa upp á að þeir fái ekki mínus í kladdann fyrir þessi mistök sem þeim urðu ekki á. „Við munum vinna örugglega í því að tryggja innan IHF að þetta hafi engin áhrif á þeirra störf. Við munum styðja þá í öllu og byrja á því að ræða við IHF til að fá einhverjar skýringar á því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. Að mínu mati eru þetta ekki þeirra mistök,“ segir Guðmundur, sem hafði ekkert heyrt í forráðamönnum alþjóðasambandsins í gær. „Það er stjórnarfundur hjá okkur á morgun [í dag]. Þar tökum við þetta fyrir og munum óska eftir svörum frá IHF og mótmæla þessari ákvörðun,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. – tom Handbolti Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira
„Við erum mjög svekktir með þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, við Fréttablaðið um ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, að vísa íslenska dómaraparinu, Antoni Gylfi Pálssyni og Jónasi Elíassyni, frá störfum á HM kvenna sem nú stendur yfir í Danmörku. Anton dæmdi mark í stöðunni 6-6 í leik Frakklands og Suður-Kóreu þegar síðarnefnda liðið skaut að marki. Ákvörðunin var rétt hjá Antoni, en einhverra hluta vegna, kannski að hans frumkvæði, var ákveðið að skoða skotið með marklínutækni. Danskur eftirlitsmaður leiksins fékk ekki senda á skjá sinn nógu skýra mynd þótt boltinn væri augljóslega langt inni í markinu og var markið ekki skráð. Leiknum lyktaði með jafntefli, 22-22, og höfðu þessi mistök því mikil áhrif. IHF leysti málið með því að vísa öllum starfsmönnum leiksins frá störfum á HM, allt frá dómurum til eftirlitsmanns og ritara. Þar að auki fór sambandið í algjöra vörn og ákvað að nota marklínutæknina ekki oftar á mótinu. „Anton gerir ekkert rangt. Hann dæmir mark og virðist vilja fá það skoðað betur en til þess er nú tæknin. Hann leitar fulltingis myndavélarinnar til að vera öruggur í sinni ákvörðun og þar liggja mistökin. Við erum mjög ósátt við að okkar mönnum sé refsað fyrir þetta því þetta er á engan hátt þeim að kenna. Fyrir mér er þetta bara fljótfærni eftirlitsmannsins og þetta kallaði ekki eftir uppsögnum,“ segir Guðmundur. Anton Gylfi og Jónas eru fremsta dómarapar landsins og hafa dæmt nokkra stórleiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hún heyrir undir evrópska handboltasambandið en þá voru þeir líka í stóru verkefni á vegum IHF í Katar fyrr á árinu. Guðmundur segir sambandið ætla að passa upp á að þeir fái ekki mínus í kladdann fyrir þessi mistök sem þeim urðu ekki á. „Við munum vinna örugglega í því að tryggja innan IHF að þetta hafi engin áhrif á þeirra störf. Við munum styðja þá í öllu og byrja á því að ræða við IHF til að fá einhverjar skýringar á því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. Að mínu mati eru þetta ekki þeirra mistök,“ segir Guðmundur, sem hafði ekkert heyrt í forráðamönnum alþjóðasambandsins í gær. „Það er stjórnarfundur hjá okkur á morgun [í dag]. Þar tökum við þetta fyrir og munum óska eftir svörum frá IHF og mótmæla þessari ákvörðun,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. – tom
Handbolti Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira