Innlent

Vill bætur eftir 13 daga í haldi

Ingvar Haraldsson skrifar
Maðurinn var ekki ákærður í málinu.
Maðurinn var ekki ákærður í málinu. vísir/Stefán
Svanur Birkir Tryggvason hefur stefnt íslenska ríkinu og krefur það um tvær milljónir í skaðabætur eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi og einangrun í þrettán daga sumarið 2013 vegna Stokkseyrarmálsins. Svanur var ekki ákærður en var kallaður til sem vitni við aðalmeðferðina.

Svanur var í október dæmdur í 14 mánaða fangelsi í Hæstarétti Íslands fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu þeirra, fjársvik, tilraun til fjársvika, þjófnað auk þess að hafa veist að þremur lögreglumönnum og hótað þeim líkamsmeiðingum.

Stokkseyrarmálið vakti talsverða athygli vegna ofbeldis sem þótti einkar hrottalegt. Í því voru Stefán Logi Sívarsson og Stefán Blackburn dæmdir í sex ára fangelsi í febrúar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×