Mikil óvissa ríkir um framtíðina hjá Yahoo Sæunn Gísladóttir skrifar 9. desember 2015 09:00 Marissa Mayer gæti fengið allt að 14,2 milljarða króna út úr starfslokasamningi ef henni er sagt upp hjá Yahoo. Fréttablaðið/Getty Gamli netrisinn Yahoo hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og er nú verið að skoða það að selja grunnrekstur fyrirtækisins. Reuters greindi frá því nýverið að fjarskiptafyrirtækið Verizon Communications sé að íhuga það að kaupa grunnrekstur Yahoo, þar á meðal tölvupósthlutann, frétta- og íþróttasíður, ásamt auglýsingatækni fyrirtækisins. Stjórnin hefur þó enn ekki tilkynnt um neina ákvörðun um sölu og er framtíð fyrirtækisins því enn óljós. Yahoo hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin árin. Melissa Mayer, ung framakona og fyrrverandi starfsmaður Google, var ráðin forstjóri árið 2012 í von um að henni myndi takast aðkoma starfseminni á réttan kjöl. Þær vonir hafa hins vegar ekki gengið eftir. Gengi hlutabréfa í Yahoo hafa lækkað um 31 prósent það sem af er ári. Stjórn og helstu hluthafar Yahoo komu saman í síðustu viku til að ræða framtíð fyrirtækisins og funduðu í þrjá daga. Meðal þess sem var rætt á fundinum var sala á grunnrekstri fyrirtækisins, þar á meðal Tumblr, sem hefur átt í rekstrarerfiðleikum. Talið er að verðmæti grunnrekstursins nemi 4,6 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 600 milljörðum íslenskra króna. Meðal áhugasamra kaupenda eru fjarskiptafyrirtækið Verizon, sem keypti AOL síðasta sumar. Ef salan gengur eftir er óvíst hvort Mayer verði áfram við stýrið. En ef henni verður sagt upp störfum vegna sölu fyrirtækisins mun hún fá allt að 110 milljónir dollara, jafnvirði 14,2 milljarða íslenskra króna í starfslokasamningi. Hún á rétt á að minnsta kosti 25,8 milljónum dollara samkvæmt starfslokasamningi ef hún er rekin af stjórninni áður en sala fer fram. Yahoo var netrisi á tíunda áratugnum og einn helsti samkeppnisaðili Google. Fyrirtækinu var farið að ganga illa þegar Mayer tók við, bæði vegna taps á auglýsingamarkaði í samkeppninni við Google og minni áhuga á fréttasíðum Yahoo þegar fréttaveitur á Facebook fóru að verða helsta fréttasíða notenda. Sérfræðingar óttast nú að ekki verði aftur snúið í verri afkomu fyrirtækisins. Spáð er því að hagnaður ársins muni vera helmingur hagnaðarins árið 2012, þegar Mayer tók við. Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Gamli netrisinn Yahoo hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og er nú verið að skoða það að selja grunnrekstur fyrirtækisins. Reuters greindi frá því nýverið að fjarskiptafyrirtækið Verizon Communications sé að íhuga það að kaupa grunnrekstur Yahoo, þar á meðal tölvupósthlutann, frétta- og íþróttasíður, ásamt auglýsingatækni fyrirtækisins. Stjórnin hefur þó enn ekki tilkynnt um neina ákvörðun um sölu og er framtíð fyrirtækisins því enn óljós. Yahoo hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin árin. Melissa Mayer, ung framakona og fyrrverandi starfsmaður Google, var ráðin forstjóri árið 2012 í von um að henni myndi takast aðkoma starfseminni á réttan kjöl. Þær vonir hafa hins vegar ekki gengið eftir. Gengi hlutabréfa í Yahoo hafa lækkað um 31 prósent það sem af er ári. Stjórn og helstu hluthafar Yahoo komu saman í síðustu viku til að ræða framtíð fyrirtækisins og funduðu í þrjá daga. Meðal þess sem var rætt á fundinum var sala á grunnrekstri fyrirtækisins, þar á meðal Tumblr, sem hefur átt í rekstrarerfiðleikum. Talið er að verðmæti grunnrekstursins nemi 4,6 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 600 milljörðum íslenskra króna. Meðal áhugasamra kaupenda eru fjarskiptafyrirtækið Verizon, sem keypti AOL síðasta sumar. Ef salan gengur eftir er óvíst hvort Mayer verði áfram við stýrið. En ef henni verður sagt upp störfum vegna sölu fyrirtækisins mun hún fá allt að 110 milljónir dollara, jafnvirði 14,2 milljarða íslenskra króna í starfslokasamningi. Hún á rétt á að minnsta kosti 25,8 milljónum dollara samkvæmt starfslokasamningi ef hún er rekin af stjórninni áður en sala fer fram. Yahoo var netrisi á tíunda áratugnum og einn helsti samkeppnisaðili Google. Fyrirtækinu var farið að ganga illa þegar Mayer tók við, bæði vegna taps á auglýsingamarkaði í samkeppninni við Google og minni áhuga á fréttasíðum Yahoo þegar fréttaveitur á Facebook fóru að verða helsta fréttasíða notenda. Sérfræðingar óttast nú að ekki verði aftur snúið í verri afkomu fyrirtækisins. Spáð er því að hagnaður ársins muni vera helmingur hagnaðarins árið 2012, þegar Mayer tók við.
Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira