Færri jólagjafir úr H&M í ár Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 9. desember 2015 00:01 Verslunarferðir til útlanda hafa verið vinsælar hjá Íslendingum undanfarin ár. Þar eru jólagjafa- og jólafatakaupin afgreidd hratt og örugglega en það hefur skilið innlenda verslun eftir með heldur lítinn bita af jólakökunni. Þetta virðist þó vera að breytast ef marka má „H&M vísitöluna“. Í flestum þessara verslunarferða er sænski fatarisinn heimsóttur og þar eru keyptar helstu nauðsynjar. Hver kannast ekki við sænsku náttfatajólin þar sem hver gjöfin á fætur annarri er með merkimiða úr H&M? Gleðin fölnar á andlitum barnanna þegar enn einn sænskur mjúkur pakkinn er dreginn undan jólatrénu. Þessi þróun virðist þó vera að snúast við, því Íslendingar hafa verslað 22% minna í H&M í september, október og nóvember í ár en á síðasta ári samkvæmt greiningum úr Markaðsvakt Meniga. Ef verslun Íslendinga í verslunum Primark er skoðuð má sjá að hún er sex prósentum minni. Rúmlega 17 þúsund notendur Meniga eru í úrtakinu sem skoðað var en aldrei er unnið með persónugreinanlegar upplýsingar í greiningum Markaðsvaktar Meniga.Hvar verslum við þá? Þegar 20 söluhæstu fataverslanir landsins eru skoðaðar má sjá að meirihluti þeirra bætir við sig í sölu þessa þrjá mánuði samanborið við sömu mánuði í fyrra og í heildina er 7,8% meiri innlend fataverslun. Það er því líklegt að mjúkir pakkar verði á sínum stað undir jólatrjám landsmanna þó að færri verði í sænsku fánalitunum.Góður desember í vændum Verslun dregst þó saman hjá einhverjum íslensku verslananna sl. þrjá mánuði eins og gengur og gerist. Verslunareigendur geta þó verið vongóðir um að desember verði góður þar sem Íslendingar virðast hafa keypt minna af jólagjöfum og jólafötum í utanlandsferðum sínum sl. þrjá mánuði en þeir gerðu í sömu mánuðum í fyrra.Bara byrjunin? Það verður spennandi að fylgjast með þessari þróun sérstaklega þegar boðaðar tollaniðurfellingar taka gildi um áramótin. Ekki er ósennilegt að þær hafi haft einhver áhrif á minni verslun í H&M og Primark þar sem sumar innlendar verslanir hafa lækkað verð sín nú þegar. Íslendingar ættu því að geta gert góð kaup hér heima næstu misseri og notað utanlandsferðir sínar í annað en að troðfylla ferðatöskurnar af varningi úr H&M. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Verslunarferðir til útlanda hafa verið vinsælar hjá Íslendingum undanfarin ár. Þar eru jólagjafa- og jólafatakaupin afgreidd hratt og örugglega en það hefur skilið innlenda verslun eftir með heldur lítinn bita af jólakökunni. Þetta virðist þó vera að breytast ef marka má „H&M vísitöluna“. Í flestum þessara verslunarferða er sænski fatarisinn heimsóttur og þar eru keyptar helstu nauðsynjar. Hver kannast ekki við sænsku náttfatajólin þar sem hver gjöfin á fætur annarri er með merkimiða úr H&M? Gleðin fölnar á andlitum barnanna þegar enn einn sænskur mjúkur pakkinn er dreginn undan jólatrénu. Þessi þróun virðist þó vera að snúast við, því Íslendingar hafa verslað 22% minna í H&M í september, október og nóvember í ár en á síðasta ári samkvæmt greiningum úr Markaðsvakt Meniga. Ef verslun Íslendinga í verslunum Primark er skoðuð má sjá að hún er sex prósentum minni. Rúmlega 17 þúsund notendur Meniga eru í úrtakinu sem skoðað var en aldrei er unnið með persónugreinanlegar upplýsingar í greiningum Markaðsvaktar Meniga.Hvar verslum við þá? Þegar 20 söluhæstu fataverslanir landsins eru skoðaðar má sjá að meirihluti þeirra bætir við sig í sölu þessa þrjá mánuði samanborið við sömu mánuði í fyrra og í heildina er 7,8% meiri innlend fataverslun. Það er því líklegt að mjúkir pakkar verði á sínum stað undir jólatrjám landsmanna þó að færri verði í sænsku fánalitunum.Góður desember í vændum Verslun dregst þó saman hjá einhverjum íslensku verslananna sl. þrjá mánuði eins og gengur og gerist. Verslunareigendur geta þó verið vongóðir um að desember verði góður þar sem Íslendingar virðast hafa keypt minna af jólagjöfum og jólafötum í utanlandsferðum sínum sl. þrjá mánuði en þeir gerðu í sömu mánuðum í fyrra.Bara byrjunin? Það verður spennandi að fylgjast með þessari þróun sérstaklega þegar boðaðar tollaniðurfellingar taka gildi um áramótin. Ekki er ósennilegt að þær hafi haft einhver áhrif á minni verslun í H&M og Primark þar sem sumar innlendar verslanir hafa lækkað verð sín nú þegar. Íslendingar ættu því að geta gert góð kaup hér heima næstu misseri og notað utanlandsferðir sínar í annað en að troðfylla ferðatöskurnar af varningi úr H&M.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun