Heilsueflandi Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 9. desember 2015 07:00 Öll tökum við alls konar ákvarðanir daglega sem varða okkar heilsu og samfélagið sem við lifum í býr til þann ramma sem við tökum mið af þegar við tökum þær ákvarðanir. Því er svo mikilvægt að þeir sem taka að sér að vera fulltrúar almennings við ákvarðanatöku, í sveitarfélögum eða ríki, hafi þessa ábyrgð sína ofarlega í huga við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og mat á árangri samfélags eða sveitarfélags. Til eru heilmiklar rannsóknir á því í hvernig samfélögum fólki líður best og í hvernig samfélagi fólk er við besta heilsu og hvernig hægt er að meta árangur í þessum málum, rétt eins og við mælum hagvöxt og atvinnuleysi. Ríkisstjórnir geta stuðlað að jöfnuði og jöfnu aðgengi fólks að heilsugæslu, menntun og svo framvegis en sveitarfélögin sem skipuleggja nærumhverfi og nærþjónustu fólks hafa í þessum efnum líka mögnuð tækifæri. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir heilbrigði, hamingju og vellíðan fólks að íbúabyggð sé þannig skipulögð að það sé stutt í þjónustu, að fólk hafi tækifæri til hreyfingar, geti hjólað eða gengið til vinnu eða í skóla, nálgast heilsusamlegan mat og gefandi félagsstarf. Í þessum anda hefur Reykjavík ákveðið að vinna en í kjölfar samnings við Embætti landlæknis árið 2013 hófst vinna við það að heilsuefla borgina. Það þýðir að við viljum skapa borgarbúum þá umgjörð að það sé auðvelt fyrir þá að taka ákvarðanir í sínu daglega lífi, sem eru góðar fyrir þeirra heilsu. Borgarstjórn þarf einnig að taka mið af áhrifum ákvarðana sinna á lýðheilsu með mun skipulegri hætti en hingað til. Þetta inniber einnig að Reykjavík ætlar sér að styðja við og efla þá þætti borgarmannlífsins sem eru í eðli sínu góðir og ganga vel. Þetta á við um íþróttastarf, félagsstarf fatlaðra, hverfastarf og samvistir barna með foreldrum svo eitthvað sé nefnt. Með sama hætti hefur Reykjavík einsett sér að vinna gegn þeim þáttum sem skaðað geta heilsu fólks eins og aðgengi að vímuefnum, óheilsusamlegum mat á starfsstöðvum borgarinnar o.s.frv. Undanfarið ár hefur stýrihópur skipaður stjórnmálamönnum og fagfólki skipulagt hvernig best sé staðið að því að heilsuefla umhverfi barna og ungmenna í borginni. Samhliða rannsóknum á heilbrigði og jöfnuði í hverfum borgarinnar sem nú fara fram, hefur verið ákveðið að hefjast handa með heilsueflandi starf í leikskólum, grunnskólum, frístundarheimilum og félagsmiðstöðvum barna í allri Reykjavík, enda eru það fjölmennustu starfseiningar borgarinnar og virka oft eins og hjartað í hverju hverfi. Stefnan er að allir leikskólar, grunnskólar og frístundamiðstöðvar verði heilsueflandi og vinni þannig kerfisbundið að því að ná betri árangri í sínu starfi.Reykjavík í einstæðri stöðu Í nóvember komu saman fulltrúar allra þessara aðila, þar sem einn helsti sérfræðingur Evrópu í heilsueflandi skólastarfi leiðbeindi um það, hvernig best væri að bera sig að til að ná þessum markmiðum. Að hans mati er Reykjavíkurborg í einstæðri stöðu til að ná árangri í þessum efnum, og ef rétt verður á málum haldið gæti hún vísað öðrum veginn til heilsusamlegra borgarsamfélags. En háleit markmið eru eitt, að ná að framkvæma þau er það sem máli skiptir. Til að styðja við heilsueflandi starf og samræma verklag innan hverfa munu verkefnastjórar félagsauðs og forvarna á þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar halda utan um verkefnið og verða sérfræðingar Reykjavíkurborgar í heilsueflingu. Þeir vinna enda í nánu samráði við leik-, grunn- og framhaldsskóla, frístund, félagsmiðstöðvar, lögreglu, verslunareigendur, heilsugæslu og aðra aðila innan hvers hverfis sem eru í lykilstöðu til að hafa áhrif innan hverfis á heilbrigði barna og ungmenna. Heilsueflingarstarfið mun svo smám saman ná til allra starfsstöðva borgarinnar og enda í að öll hverfi borgarinnar verða orðin heilsueflandi eins og bæði Breiðholt og Grafarvogur hafa þegar byrjað að vinna að. Við höfum einstakt tækifæri til að breyta Reykjavík í heilsueflandi borg – borg sem styður við heilsu, hamingju og vellíðan íbúa. Til að það gerist þarf að taka lýðheilsusjónarmið til skoðunar við alla ákvarðanatöku borgarstjórnar og vinna skipulega að heilsueflingu í öllum hverfum borgarinnar. Sú vinna er komin á fullt í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Öll tökum við alls konar ákvarðanir daglega sem varða okkar heilsu og samfélagið sem við lifum í býr til þann ramma sem við tökum mið af þegar við tökum þær ákvarðanir. Því er svo mikilvægt að þeir sem taka að sér að vera fulltrúar almennings við ákvarðanatöku, í sveitarfélögum eða ríki, hafi þessa ábyrgð sína ofarlega í huga við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og mat á árangri samfélags eða sveitarfélags. Til eru heilmiklar rannsóknir á því í hvernig samfélögum fólki líður best og í hvernig samfélagi fólk er við besta heilsu og hvernig hægt er að meta árangur í þessum málum, rétt eins og við mælum hagvöxt og atvinnuleysi. Ríkisstjórnir geta stuðlað að jöfnuði og jöfnu aðgengi fólks að heilsugæslu, menntun og svo framvegis en sveitarfélögin sem skipuleggja nærumhverfi og nærþjónustu fólks hafa í þessum efnum líka mögnuð tækifæri. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir heilbrigði, hamingju og vellíðan fólks að íbúabyggð sé þannig skipulögð að það sé stutt í þjónustu, að fólk hafi tækifæri til hreyfingar, geti hjólað eða gengið til vinnu eða í skóla, nálgast heilsusamlegan mat og gefandi félagsstarf. Í þessum anda hefur Reykjavík ákveðið að vinna en í kjölfar samnings við Embætti landlæknis árið 2013 hófst vinna við það að heilsuefla borgina. Það þýðir að við viljum skapa borgarbúum þá umgjörð að það sé auðvelt fyrir þá að taka ákvarðanir í sínu daglega lífi, sem eru góðar fyrir þeirra heilsu. Borgarstjórn þarf einnig að taka mið af áhrifum ákvarðana sinna á lýðheilsu með mun skipulegri hætti en hingað til. Þetta inniber einnig að Reykjavík ætlar sér að styðja við og efla þá þætti borgarmannlífsins sem eru í eðli sínu góðir og ganga vel. Þetta á við um íþróttastarf, félagsstarf fatlaðra, hverfastarf og samvistir barna með foreldrum svo eitthvað sé nefnt. Með sama hætti hefur Reykjavík einsett sér að vinna gegn þeim þáttum sem skaðað geta heilsu fólks eins og aðgengi að vímuefnum, óheilsusamlegum mat á starfsstöðvum borgarinnar o.s.frv. Undanfarið ár hefur stýrihópur skipaður stjórnmálamönnum og fagfólki skipulagt hvernig best sé staðið að því að heilsuefla umhverfi barna og ungmenna í borginni. Samhliða rannsóknum á heilbrigði og jöfnuði í hverfum borgarinnar sem nú fara fram, hefur verið ákveðið að hefjast handa með heilsueflandi starf í leikskólum, grunnskólum, frístundarheimilum og félagsmiðstöðvum barna í allri Reykjavík, enda eru það fjölmennustu starfseiningar borgarinnar og virka oft eins og hjartað í hverju hverfi. Stefnan er að allir leikskólar, grunnskólar og frístundamiðstöðvar verði heilsueflandi og vinni þannig kerfisbundið að því að ná betri árangri í sínu starfi.Reykjavík í einstæðri stöðu Í nóvember komu saman fulltrúar allra þessara aðila, þar sem einn helsti sérfræðingur Evrópu í heilsueflandi skólastarfi leiðbeindi um það, hvernig best væri að bera sig að til að ná þessum markmiðum. Að hans mati er Reykjavíkurborg í einstæðri stöðu til að ná árangri í þessum efnum, og ef rétt verður á málum haldið gæti hún vísað öðrum veginn til heilsusamlegra borgarsamfélags. En háleit markmið eru eitt, að ná að framkvæma þau er það sem máli skiptir. Til að styðja við heilsueflandi starf og samræma verklag innan hverfa munu verkefnastjórar félagsauðs og forvarna á þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar halda utan um verkefnið og verða sérfræðingar Reykjavíkurborgar í heilsueflingu. Þeir vinna enda í nánu samráði við leik-, grunn- og framhaldsskóla, frístund, félagsmiðstöðvar, lögreglu, verslunareigendur, heilsugæslu og aðra aðila innan hvers hverfis sem eru í lykilstöðu til að hafa áhrif innan hverfis á heilbrigði barna og ungmenna. Heilsueflingarstarfið mun svo smám saman ná til allra starfsstöðva borgarinnar og enda í að öll hverfi borgarinnar verða orðin heilsueflandi eins og bæði Breiðholt og Grafarvogur hafa þegar byrjað að vinna að. Við höfum einstakt tækifæri til að breyta Reykjavík í heilsueflandi borg – borg sem styður við heilsu, hamingju og vellíðan íbúa. Til að það gerist þarf að taka lýðheilsusjónarmið til skoðunar við alla ákvarðanatöku borgarstjórnar og vinna skipulega að heilsueflingu í öllum hverfum borgarinnar. Sú vinna er komin á fullt í Reykjavík.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun