Innlent

Mikið tjón varð á raforkukerfinu á Vestfjörðum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fjöldi staura brotnuðu eða skemmdust í óveðrinu. Mynd úr safni.
Fjöldi staura brotnuðu eða skemmdust í óveðrinu. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm
Mikið tjón varð á dreifi- og flutningskerfi raforku á Vestfjörðum í óveðrinu sem gekk yfir landið. Enn er rafmagnslaust á nokkrum stöðum, svo sem í Önundarfirði, Dýrafirði, Arnarfirði, Arnarnesi, Tálknafirði og í Ísafjarðardjúpi.

„Vinnuflokkar eru við störf vítt og breytt og freista þess að koma rafmagni á sem víðast.  Skammtanir eru í gangi á Þingeyri og í Súðavík,“ segir í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða. Þar kemur einnig fram að rafmagnsstaurar hafi brotnað og aðrir laskast. 

„Í flutningslínu Landsnets Breiðadalslínu 1 66 kV eru 17 stæður brotnar og er ekki búið að skoða alla línuna.  Yfir 100 staurar eru brotnir í háspennulínum Orkubúsins þar af um 50 staurar í Breiðadalslínu 2 sem er 33 kV lína milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar.  Ekki er búið að skoða allar línur,“ segir þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×