Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma sendunum aftur í gang.
„Við hjá Símanum erum afar ánægð með hve vel farsímakerfið virðist hafa staðið af sér veðrið. Nú eru þrettán sendar úti af þeim hundruð sem við höfum um allt land,“ segir hún í svari við fyrirspurn fréttastofu um ástand farsímastöðva fyrirtækisins.
Staðan á landinu er eftirfarandi:
- Á Vestfjörðum er 2G sendir á Núpi í Dýrafirði óvirkur.
- Á Vesturlandi eru það 3G og $G sendar á Stafholtsveggjum óvirkir en þar er 2G sendirinn í gangi svo símasamband er á svæðinu en ekki netsamband í gegnum farsíma. 3G og 4G sendir á Hraunási er rafmagnslaus. 2G sendir á Rjúpnaási liggur niðri sem og 2G, 3G og 4G sambandið á Skáneyjarbungu, þar sem er rafmagnslaust. RARIK vinnur að viðgerð þar.
- 2G endar Símans á Flesjustöðum og Strútum liggja einnig niðri á Vesturlandi, sem og 3G sendir á Strútum.
- Á Norðurlandi er 2G sendar á Víkurskarði, Auðbjargarstaðabrekku og Smjörhóli rafmagnslausir auk 3G sendis á Smjörhóli.
- Á Suðurlandi liggur 3G sendar niðri á Öndverðarnesi, Hryggjum og Berjafjalli en 2G sendarnir á Hryggjum og Berjafjalli eru einnig úti.