Um er að ræða hluta af Brekkugötu (1-31), Túngötu, Geislagötu, Laxagötu, Hólabraut, hluta af Eiðsvallagötu, Fjólugötu, Norðurgötu nr. 31 og 35, Strandgötu nr. 9, 11 og 13, Gránufélagsgötu 10 og 19, Fróðasund og Glerárgata 1 til og með 7.
Þá er götulýsing úti á þessu svæði og reyndar nokkuð víðar í miðbænum.
Verið er að gera mælingar á búnaði spennistöðvarinnar. Óljóst er hvort að háspennufelti eða spennirinn sjálfur hefur gefið sig.
Þá er verið að undirbúa flutning á varaaflsstöð niður í miðbæ og verður hún mögulega tengd framhjá spennistöðinni ef sýnt þykir að viðgerð á honum muni taka langan tíma.
Víða er enn rafmagnslaust á Norðurlandi og er rafmagni skammtað á nokkrum stöðum.
Hér fyrir neðan má sjá kort af þeim húsum sem hafa orðið fyrir áhrifum af biluninni.
