Um 200 manns eru við björgunarstörf á höfuðborgarsvæðinu en útköll eru farin að berast. Tilkynnt hefur verið um sprungnar rúður og fjúkandi þakplötur. Þá munu bátar við smábátahöfnina í Ægisgarði eiga erfitt uppdráttar.
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að yfir 650 manns séu við störf eða klárir í slaginn um land allt. Þar af eru um 200 manns á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt hefur verið um vandamál með þakplötur í Vatnsendaskóla, Sjálandsskóla og íþróttahúsi Norðlingaskóla.
Þá hefur borist tilkynning um vandræði með þakglugga á fjölbýlishúsi í Veghúsum í Grafarvogi. Björgunarsveitarmenn eru á leiðinni á vettvang.
Innlent
Sprungnar rúður og fjúkandi þakplötur í höfuðborginni
Tengdar fréttir
Eins og í hryllingsmynd í Eyjum: „Ég man eftir óveðrinu 1991 en þetta er af allt öðru kaliberi“
Ragna Birgisdóttir, íbúi við Smáragötu ofarlega á Heimaey, segist eiga erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa veðrinu sem gangi yfir eyjuna.
Veit ekkert hvaðan þetta grindverk kom
Bíll Birkis Karlssonar stórskemmdist í fellibylnum í Vestmannaeyjum þegar grindverk fauk á hann.
Yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli aldrei upplifað annað eins: „Það er orðið snælduvitlaust veður“
Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segist aldrei hafa upplifað annað eins veður á Hvolsvelli. Þakplötur séu farnar að fjúka.