Innlent

Búið að loka nokkrum Strætóleiðum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Búast má við miklum töfum á leiðarkerfi Strætó í dag.
Búast má við miklum töfum á leiðarkerfi Strætó í dag. Vísir/GVA
Búast má við því að miklar tafir verði á ferðum Strætó í dag. Einhverjar af fyrstu ferðum dagsins voru felldar niður en til viðbótar eru nokkrar leiðir óökufærar sökum óveðurs.

Samkvæmt tilkynningu frá Strætó hefur eftirfarandi ferðum verið aflýst:

  • Leið 18: Vegna ófærðar kemst leið 18 ekki upp í Úlfarsárdal og Skyggnibraut eins og stendur.
  • Leið 6: Vegna ófærðar kemst leið 6 ekki að Korpúlfsstöðum og Barðastöðum á leið í og úr Háholti.
  • Leið 57: Öllum ferðum á leið 57 fram að hádegi hefur verið aflýst eins og stendur. Athugað verður með ferðina kl. 12:00 frá Reykjavík og 12:20 frá Borgarnesi þegar líður á morguninn.
  • Leið 51: Öllum ferðum á leið 51 hefur verið aflýst eins og stendur vegna veðurs. Ferðin frá Höfn á Hvolsvöll 10:25 fellur niður, sem og 13:10 ferðin frá Hvolsvelli á Höfn.
Björgunarsveitir vinna að því að bjarga fólki úr bílum í Grafarvogi og Grafarholti en þar situr meðal annars einn strætisvagn fastur. Ekki er verið að reyna að draga bílana burt heldur er eingöngu verið að reyna að koma fólki úr bílunum. Samkvæmt tilkynningu björgunarsveitanna í morgun þarf að grafa frá bílum til að koma fólki þaðan út.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×