Bronsstúlkan okkar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2015 07:00 Eygló með bronsverðlaunin fyrir 200 metra baksundið. vísir/afp Síðustu dagar renna sundkonunni Eygló Ósk Gústafsdóttur eflaust seint úr minni. Sem kunnugt er vann hún til bronsverðlauna í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Netanya í Ísrael í fyrradag. Og í gær fylgdi hún því eftir með að því að ná aftur í bronsverðlaun – í 200 metra baksundi. „Mér líður eins og mig sé að dreyma, þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ sagði Eygló alsæl þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið eftir úrslitasundið í gær. Eygló setti Íslandsmet þegar hún synti á 2:03,96 mínútum í undanrásunum í gærmorgun. Það met stóð þó ekki nema í nokkra klukkutíma því í úrslitasundinu síðar um daginn kom hún í bakkann á 2:03,53 mínútum og bætti Íslandsmet sitt frá því um morguninn um 43 hundraðshluta úr sekúndu. Hin ungverska Katinka Hosszu varð hlutskörpust í úrslitasundinu en hún kom í bakkann á nýju mótsmeti; 1:59,84 mínútum. Hin 18 ára gamla Daria Ustinova frá Rússlandi vann silfur á tímanum 2:01,57 mínútum. Eygló segir að árangurinn í 100 metra baksundinu hafi komið sér á óvart og jafnframt gefið sér byr undir báða vængi fyrir 200 metra baksundið, sem er hennar aðalgrein. „Ég hafði aldrei búist við að ná þessum árangri í 100 metrunum en fyrst ég náði því ætlaði ég mér svo sannarlega að gera þetta í 200 metrunum,“ sagði Eygló sem setti stefnuna á að enda í einu af fimm efstu sætunum í 200 metra baksundi. „Markmiðið var að vera í efstu fimm í 200 metra baksundinu og komast í úrslit í 100 metrunum, þannig að ég fór langt fram úr mínum eigin væntingum,“ bætti Eygló við en hún lýkur leik á EM þegar hún keppir í 50 metra baksundi í dag. Eygló segir að árangurinn frábæri í Ísrael hvetji hana til dáða í framhaldinu. Hún segist hreinlega ekki geta beðið eftir því að byrja að æfa á ný og bæta sig. „Ég er svo meira en tilbúin að fara að æfa og bæta það sem ég þarf að bæta,“ sagði Eygló sem veit nákvæmlega hvaða þætti hún þarf að laga til að ná enn lengra. „Um daginn fór ég í sundgreiningu. Það var maður sem tók myndband af mér að synda og sýndi mér nákvæmlega hvað ég get bætt og hvernig ég get gert það. Þetta er það fyrsta á dagskrá eftir mótið.“ Eygló segir að bronsverðlaunin tvö á EM séu toppurinn á frábæru ári hennar sem nú er senn á enda. „Jú, klárlega. Ég keppi aftur um næstu helgi og svo byrja ég að æfa á fullu,“ sagði Eygló. En er búið að taka frá pláss í bikaraskápnum hennar fyrir bronsmedalíurnar tvær? „Þessar medalíur fara á sérstakan stað,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir og hló við.vísir/afp, grafík/garðar Sund Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira
Síðustu dagar renna sundkonunni Eygló Ósk Gústafsdóttur eflaust seint úr minni. Sem kunnugt er vann hún til bronsverðlauna í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Netanya í Ísrael í fyrradag. Og í gær fylgdi hún því eftir með að því að ná aftur í bronsverðlaun – í 200 metra baksundi. „Mér líður eins og mig sé að dreyma, þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ sagði Eygló alsæl þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið eftir úrslitasundið í gær. Eygló setti Íslandsmet þegar hún synti á 2:03,96 mínútum í undanrásunum í gærmorgun. Það met stóð þó ekki nema í nokkra klukkutíma því í úrslitasundinu síðar um daginn kom hún í bakkann á 2:03,53 mínútum og bætti Íslandsmet sitt frá því um morguninn um 43 hundraðshluta úr sekúndu. Hin ungverska Katinka Hosszu varð hlutskörpust í úrslitasundinu en hún kom í bakkann á nýju mótsmeti; 1:59,84 mínútum. Hin 18 ára gamla Daria Ustinova frá Rússlandi vann silfur á tímanum 2:01,57 mínútum. Eygló segir að árangurinn í 100 metra baksundinu hafi komið sér á óvart og jafnframt gefið sér byr undir báða vængi fyrir 200 metra baksundið, sem er hennar aðalgrein. „Ég hafði aldrei búist við að ná þessum árangri í 100 metrunum en fyrst ég náði því ætlaði ég mér svo sannarlega að gera þetta í 200 metrunum,“ sagði Eygló sem setti stefnuna á að enda í einu af fimm efstu sætunum í 200 metra baksundi. „Markmiðið var að vera í efstu fimm í 200 metra baksundinu og komast í úrslit í 100 metrunum, þannig að ég fór langt fram úr mínum eigin væntingum,“ bætti Eygló við en hún lýkur leik á EM þegar hún keppir í 50 metra baksundi í dag. Eygló segir að árangurinn frábæri í Ísrael hvetji hana til dáða í framhaldinu. Hún segist hreinlega ekki geta beðið eftir því að byrja að æfa á ný og bæta sig. „Ég er svo meira en tilbúin að fara að æfa og bæta það sem ég þarf að bæta,“ sagði Eygló sem veit nákvæmlega hvaða þætti hún þarf að laga til að ná enn lengra. „Um daginn fór ég í sundgreiningu. Það var maður sem tók myndband af mér að synda og sýndi mér nákvæmlega hvað ég get bætt og hvernig ég get gert það. Þetta er það fyrsta á dagskrá eftir mótið.“ Eygló segir að bronsverðlaunin tvö á EM séu toppurinn á frábæru ári hennar sem nú er senn á enda. „Jú, klárlega. Ég keppi aftur um næstu helgi og svo byrja ég að æfa á fullu,“ sagði Eygló. En er búið að taka frá pláss í bikaraskápnum hennar fyrir bronsmedalíurnar tvær? „Þessar medalíur fara á sérstakan stað,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir og hló við.vísir/afp, grafík/garðar
Sund Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn