Bronsverðlaunahafinn á EM, Eygló Ósk Gústafsdóttir, heldur áfram að fara á kostum á EM í sundi í Ísrael.
Hún var mætt í laugina í morgun til þess að taka þátt í 200 metra baksundi og flaug inn í úrslitin með þriðja besta tímann.
Sjá einnig: Ég barðist við tárin á pallinum
Eygló Ósk synti á 2:03,96 mínútum sem er Íslandsmet. Hún bætti gamla metið um tæpa sekúndu. Úrslitasundið fer fram síðar í dag.
Miðað við þennan tíma er Eygló Ósk aftur líkleg til afreka í sundinu síðar í dag en hún varð í gær fyrst íslenskra kvenna til þess að vinna til verðlauna á EM.
Eygló flaug inn í úrslit með þriðja besta tímann
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn


Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn





