Innlent

Dæmi um að stolið sé úr kirkjugörðum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Dæmi eru um að stolið sé af leiðum í kirkjugörðum. Það er óalgengt en gerist endrum og eins, þá einna helst á hátíðum líkt og jólum og páskum, að sögn Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Nýverið var rafmagnskrossi stolið af leiði í Gufuneskirkjugarði.

„Það er undantekning að einhverju sé stolið, en gerist einstaka sinnum. Við höfum fengið kvartanir þess efnis, en fólk getur þó verið nokkuð öruggt að setja jólaskraut eða annað þvíumlíkt á leiðin,“ segir Þórsteinn. Þó sé ekki hægt að ganga að því vísu að um sé að ræða þjófnað.

Sjá einnig: Blómum stolið af krönsum í Hólavallagarði

„Það geta verið ýmsar skýringar á þessu; slæmt veður, fok og ýmislegt svoleiðis. Hugsanlegt er að þegar verið er að laufhreinsa að eitthvað fari með, en auðvitað er ekki hægt að útloka þjófnað,“ segir hann. Aðspurður hvenær fingralangir láti til sín taka í kirkjugörðum borgarinnar, segir hann helst um hátíðar, þegar meira sé um skraut og muni á leiðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×