Sport

Gallar í lyfjaprófum UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þó svo UFC sé búið að taka upp nýtt og betra lyfjaprófunarkerfi þá segir Conor McGregor að það sé hægt að gera betur.

UFC greiðir lyfjaeftirliti Bandaríkjanna hundruðir milljóna á ári til þess að sjá um lyfjaeftirlitið og UFC fær ekkert að vita af því sem þeir gera.

Það sem Conor gagnrýnir er að lyfjaeftirlitin í löndum bardagakappana sjái um lyfjaprófin þar í landi.

„Írska lyfjaeftirlitið kom til mín klukkan sex um morguninn. Þeir sem eru þá að lyfjaprófa Jose Aldo eru því sömu gaurarnir og vilja fá mynd af sér með honum og eru til í að snúa sér í hina áttina ef eitthvað er að," sagði McGregor.

„Ég vil sjá lyfjaeftirlitsmennina frá Bandaríkjunum mæta til þessara landa og taka prófin."

Írinn er að undirbúa sig fyrir bardaga gegn Brasiliumanninum Jose Aldo en það var ýmislegt furðulegt í gangi er hann tók próf í heimalandinu fyrr á árinu. McGregor, og fleiri, treysta því ekki prófunum sem eru tekin í Brasilíu.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.

MMA

Tengdar fréttir

Ég mun rota Jose Aldo

Það styttist í UFC 194 og Conor McGregor-sýningin er farin á fullt.

Conor er skítsama um Donald Trump

Írinn málglaði, Conor McGregor, var nýlentur í Bandaríkjunum er hann lét forsetaframbjóðandann Donald Trump fá það óþvegið.

Conor: Ég er UFC

Írinn hógvær að vanda fyrir bardaga sinn gegn Jose Aldo í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×