Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2015 12:19 Ótrúlegt má telja að allir hafi komist lífs af. Skjáskot úr myndbandinu. Harður árekstur varð í Ljósavatnsskarði eftir hádegi þann 24. nóvember síðastliðinn þar sem tveir fólksbílar skullu saman. RÚV greindi á sínum tíma frá því að myndband hefði náðst af árekstrinum og hefur ferðamaður, annar tveggja í öðrum fólksbílnum, nú birt myndband sem tekið var upp í aðdraganda árekstursins. Mikil mildi má þykja að allir hafi komist lífs af en annar ferðamannanna hefur þó gengist undir tvær stórar aðgerðir. Hann er þó ekki í lífshættu. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan og ástæða er til að vara við, sést hvernig ökumaður hins bílsins missir stjórn á honum á ísilögðum veginum. Samkvæmt frétt RÚV komst hann út af sjálfsdáðum en skömmu síðar kviknaði í bílnum. Maðurinn slasaðist mjög alvarlega, var í öndunarvél í fjóra sólarhringa og gekkst undir stóra aðgerð. Hann er nýkominn úr öndunarvél, er ekki í lífshættu en á langa baráttu framundan.Báðir bílarnir eru gjörónýtir en þeir fóru báðir fram af fjögurra til fimm metra háum kanti. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri er annar ferðamannanna svo gott sem útskrifaður af sjúkrahúsinu. Hinn mun liggja inni eitthvað lengur eftir að hafa gengist undir tvær stórar aðgerðir. Hann er þó ekki í lífshættu.„Takk fyrir ástina og stuðninginn hvaðanæva úr heiminum,“ skrifar annar farþeginn við myndbandið sem birt var á YouTube. „Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi. Maður getur ekki gefist upp þegar svo margir leggjast á eitt að koma þér til bjargar.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Sjá meira
Harður árekstur varð í Ljósavatnsskarði eftir hádegi þann 24. nóvember síðastliðinn þar sem tveir fólksbílar skullu saman. RÚV greindi á sínum tíma frá því að myndband hefði náðst af árekstrinum og hefur ferðamaður, annar tveggja í öðrum fólksbílnum, nú birt myndband sem tekið var upp í aðdraganda árekstursins. Mikil mildi má þykja að allir hafi komist lífs af en annar ferðamannanna hefur þó gengist undir tvær stórar aðgerðir. Hann er þó ekki í lífshættu. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan og ástæða er til að vara við, sést hvernig ökumaður hins bílsins missir stjórn á honum á ísilögðum veginum. Samkvæmt frétt RÚV komst hann út af sjálfsdáðum en skömmu síðar kviknaði í bílnum. Maðurinn slasaðist mjög alvarlega, var í öndunarvél í fjóra sólarhringa og gekkst undir stóra aðgerð. Hann er nýkominn úr öndunarvél, er ekki í lífshættu en á langa baráttu framundan.Báðir bílarnir eru gjörónýtir en þeir fóru báðir fram af fjögurra til fimm metra háum kanti. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri er annar ferðamannanna svo gott sem útskrifaður af sjúkrahúsinu. Hinn mun liggja inni eitthvað lengur eftir að hafa gengist undir tvær stórar aðgerðir. Hann er þó ekki í lífshættu.„Takk fyrir ástina og stuðninginn hvaðanæva úr heiminum,“ skrifar annar farþeginn við myndbandið sem birt var á YouTube. „Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi. Maður getur ekki gefist upp þegar svo margir leggjast á eitt að koma þér til bjargar.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Sjá meira