Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2015 12:19 Ótrúlegt má telja að allir hafi komist lífs af. Skjáskot úr myndbandinu. Harður árekstur varð í Ljósavatnsskarði eftir hádegi þann 24. nóvember síðastliðinn þar sem tveir fólksbílar skullu saman. RÚV greindi á sínum tíma frá því að myndband hefði náðst af árekstrinum og hefur ferðamaður, annar tveggja í öðrum fólksbílnum, nú birt myndband sem tekið var upp í aðdraganda árekstursins. Mikil mildi má þykja að allir hafi komist lífs af en annar ferðamannanna hefur þó gengist undir tvær stórar aðgerðir. Hann er þó ekki í lífshættu. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan og ástæða er til að vara við, sést hvernig ökumaður hins bílsins missir stjórn á honum á ísilögðum veginum. Samkvæmt frétt RÚV komst hann út af sjálfsdáðum en skömmu síðar kviknaði í bílnum. Maðurinn slasaðist mjög alvarlega, var í öndunarvél í fjóra sólarhringa og gekkst undir stóra aðgerð. Hann er nýkominn úr öndunarvél, er ekki í lífshættu en á langa baráttu framundan.Báðir bílarnir eru gjörónýtir en þeir fóru báðir fram af fjögurra til fimm metra háum kanti. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri er annar ferðamannanna svo gott sem útskrifaður af sjúkrahúsinu. Hinn mun liggja inni eitthvað lengur eftir að hafa gengist undir tvær stórar aðgerðir. Hann er þó ekki í lífshættu.„Takk fyrir ástina og stuðninginn hvaðanæva úr heiminum,“ skrifar annar farþeginn við myndbandið sem birt var á YouTube. „Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi. Maður getur ekki gefist upp þegar svo margir leggjast á eitt að koma þér til bjargar.“ Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Harður árekstur varð í Ljósavatnsskarði eftir hádegi þann 24. nóvember síðastliðinn þar sem tveir fólksbílar skullu saman. RÚV greindi á sínum tíma frá því að myndband hefði náðst af árekstrinum og hefur ferðamaður, annar tveggja í öðrum fólksbílnum, nú birt myndband sem tekið var upp í aðdraganda árekstursins. Mikil mildi má þykja að allir hafi komist lífs af en annar ferðamannanna hefur þó gengist undir tvær stórar aðgerðir. Hann er þó ekki í lífshættu. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan og ástæða er til að vara við, sést hvernig ökumaður hins bílsins missir stjórn á honum á ísilögðum veginum. Samkvæmt frétt RÚV komst hann út af sjálfsdáðum en skömmu síðar kviknaði í bílnum. Maðurinn slasaðist mjög alvarlega, var í öndunarvél í fjóra sólarhringa og gekkst undir stóra aðgerð. Hann er nýkominn úr öndunarvél, er ekki í lífshættu en á langa baráttu framundan.Báðir bílarnir eru gjörónýtir en þeir fóru báðir fram af fjögurra til fimm metra háum kanti. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri er annar ferðamannanna svo gott sem útskrifaður af sjúkrahúsinu. Hinn mun liggja inni eitthvað lengur eftir að hafa gengist undir tvær stórar aðgerðir. Hann er þó ekki í lífshættu.„Takk fyrir ástina og stuðninginn hvaðanæva úr heiminum,“ skrifar annar farþeginn við myndbandið sem birt var á YouTube. „Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi. Maður getur ekki gefist upp þegar svo margir leggjast á eitt að koma þér til bjargar.“
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira