Hvetur Pútín og Erdogan til að halda friðinn og horfa á sameiginlegan óvin Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. desember 2015 07:00 Barack Obama á lotfslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Fréttablaðið/EPA Barack Obama Bandaríkjaforseti hvetur Rússa og Tyrki til þess að halda friðinn og draga úr þeirri spennu sem verið hefur milli ríkjanna eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu. „Við eigum okkur sameiginlegan óvin,“ sagði Obama í ávarpi, sem hann flutti á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í gær, og átti þar við „Íslamska ríkið“, samtök vígamanna sem hreiðrað hafa um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. „Ég vil tryggja að við einbeitum okkur að þeirri hættu,“ sagði Obama. Vladimír Pútín notaði sama vettvang á mánudaginn til að saka Tyrki um að hafa skotið niður rússnesku herþotuna til að verja eigin hagsmuni af olíuviðskiptum við vígasveitir Íslamska ríkisins. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mótmælir harðlega fullyrðingum Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að tilgangur Tyrkja með því að skjóta niður rússneska herþotu hafi verið að verja olíuviðskipti sín við Íslamska ríkið. Segir hann að Rússar geti ekki slengt þessu fram án þess að leggja fram sannanir: „Við erum ekki svo óheiðarlegir að kaupa olíu frá hryðjuverkamönnum,“ sagði Erdogan. „Ef það sannast að við höfum í raun gert það, þá mun ég segja af mér.“ Erdogan ítrekar hins vegar gagnrýni sína á loftárásir Rússa á uppreisnarsveitir Túrkmena í norðvesturhluta Sýrlands. Túrkmenar eru skyldir Tyrkjum og njóta óskoraðs stuðnings Tyrklandsstjórnar. Þeir Obama, Pútín og Erdogan hafa allir tekið þátt í ráðstefnunni í París ásamt flestum öðrum þjóðarleiðtogum heims. Loftslagsmál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti hvetur Rússa og Tyrki til þess að halda friðinn og draga úr þeirri spennu sem verið hefur milli ríkjanna eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu. „Við eigum okkur sameiginlegan óvin,“ sagði Obama í ávarpi, sem hann flutti á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í gær, og átti þar við „Íslamska ríkið“, samtök vígamanna sem hreiðrað hafa um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. „Ég vil tryggja að við einbeitum okkur að þeirri hættu,“ sagði Obama. Vladimír Pútín notaði sama vettvang á mánudaginn til að saka Tyrki um að hafa skotið niður rússnesku herþotuna til að verja eigin hagsmuni af olíuviðskiptum við vígasveitir Íslamska ríkisins. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mótmælir harðlega fullyrðingum Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að tilgangur Tyrkja með því að skjóta niður rússneska herþotu hafi verið að verja olíuviðskipti sín við Íslamska ríkið. Segir hann að Rússar geti ekki slengt þessu fram án þess að leggja fram sannanir: „Við erum ekki svo óheiðarlegir að kaupa olíu frá hryðjuverkamönnum,“ sagði Erdogan. „Ef það sannast að við höfum í raun gert það, þá mun ég segja af mér.“ Erdogan ítrekar hins vegar gagnrýni sína á loftárásir Rússa á uppreisnarsveitir Túrkmena í norðvesturhluta Sýrlands. Túrkmenar eru skyldir Tyrkjum og njóta óskoraðs stuðnings Tyrklandsstjórnar. Þeir Obama, Pútín og Erdogan hafa allir tekið þátt í ráðstefnunni í París ásamt flestum öðrum þjóðarleiðtogum heims.
Loftslagsmál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira