Innlent

Árangurslausum sáttafundi lokið í Straumsvíkurdeilunni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/gva
Árangurslausum sáttafundi starfsmanna álversins í Straumsvík og stjórnenda þess lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara á níunda tímanum. Boðað hafði verið til fundarins með stuttum fyrirvara fyrr í kvöld og hófst hann klukkan sex.

Vinnustöðvun starfsfólks álversins hefst því á miðnætti líkt og áformað hafi verið. Ekki verður þó slökkt á öllum kerum álversins, komi til þess, fyrr en 16. desember. Starfsmannastjóri Rio Tinto Alcan í Evrópu kom hingað til lands í gær til að ræða við starfsfólkið og reyna að koma á sáttum. Deilan snýst að mestu leyti um aukna heimild Rio Tinto til verktöku.


Tengdar fréttir

Búa sig undir að slökkva á Straumsvík

Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×