Býst við að dýrara verði að framleiða vörur í Kína framtíðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. desember 2015 07:00 Á sýningu Marels í Kaupmannahöfn á framleiðslutækjum í hvítfiskiðnaði voru um 200 gestir víðsvegar að úr heiminum auk tuga starfsmanna Marels. Mynd/Sveinbjörn Úlfarsson Kínverska þjóðin er að eldast og á næstu árum munu milljónir manna hverfa af vinnumarkaðnum. Á sama tíma aukast tekjur Kínverja. Framleiðendur verða því að leita annað eftir ódýru vinnuafli eða treysta á tækni. Vestrænar þjóðir hafa árum saman sent hrávörur til Kína til þess að fullvinna þær. Ástæðan er sú að þar hefur verið nóg framboð á ódýru vinnuafli. En Gorjan Nikolik, sérfræðingur í greiningu hjá hollenska Rabobank bankanum, telur að innan fárra ára muni það ekki borga sig. Nikolik segir að ástæðan sé tvíþætt. Annars vegar er kínverska þjóðin að eldast, sem þýðir að Kínverjum á vinnumarkaði fækkar. Hins vegar eru tekjur Kínverja einfaldlega að hækka. Nikolik hélt erindi á ráðstefnu Marels, Whitefish Showhow, í Kaupmannahöfn í liðinni viku. Ráðstefnuna sóttu 200 gestir frá 80 fyrirtækjum í 17 löndum í heiminum auk fjölda starfsmanna Marels. Blaðamaður Markaðarins sótti ráðstefnuna á kostnað Marels.Gorjan NikolikNikolik segir að starfandi Kínverjum hafi hingað til fjölgað um 45-85 milljónir á hverju fimm ára tímabili. Á árunum 1995 til 2010 hafi vinnandi mönnum í Kína fjölgað um það sem samsvarar heildarvinnuaflinu í Bandaríkjunum og fjórfalt á við heildarvinnuafl í Þýskalandi. Og Kínverjar hafi meðal annars verið mikilvægir fiskverkendur. En Nikolik segir að það séu blikur á lofti. Kínverska þjóðin sé að eldast með auknum lífslíkum. Þá fækki fólki vegna þeirrar reglu sem Kínverjar tóku upp fyrir tæpum fjórum áratugum, en afnámu reyndar fyrir fáeinum vikum, að pör megi bara eignast eitt barn. Næstu ár muni tvær til fjórar milljónir manna hverfa af vinnumarkaðnum í Kína árlega. Í kringum 2030, eða 2035, muni í kringum 10 milljónir Kínverja hverfa af vinnumarkaðnum á ári. „Á sama tíma eru svo tekjur að aukast í Kína og það tvöfaldar vandann sem við er að etja,“ segir hann. Nikolik segir að það sé því athyglisvert að velta fyrir sér hverjum þessi þróun verði til góðs. „Heimurinn er enn þá að stækka og við munum þurfa að framleiða sjávarafurðir. Við erum með færra starfsfólk en eftirspurnin er að aukast og hver mun hagnast á því? Verður það annað land þar sem nóg er af ódýru vinnuafli, eins og Indland eða Indónesía? Yngsta vinnuaflið í heiminum í dag er reyndar í Afríku,“ segir Nikolik. Hugsanlega sé framtíð í því að framleiða vörur þar. Afríkumenn geti þó aldrei leyst Kínverja af hólmi að öllu leyti. Þess vegna sé líklega tækifæri, á grundvelli aukinnar tækni, að auka vinnslu í Evrópu, Bandaríkjunum, Skandinavíu og jafnvel í fiskiskipunum sjálfum. Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Kínverska þjóðin er að eldast og á næstu árum munu milljónir manna hverfa af vinnumarkaðnum. Á sama tíma aukast tekjur Kínverja. Framleiðendur verða því að leita annað eftir ódýru vinnuafli eða treysta á tækni. Vestrænar þjóðir hafa árum saman sent hrávörur til Kína til þess að fullvinna þær. Ástæðan er sú að þar hefur verið nóg framboð á ódýru vinnuafli. En Gorjan Nikolik, sérfræðingur í greiningu hjá hollenska Rabobank bankanum, telur að innan fárra ára muni það ekki borga sig. Nikolik segir að ástæðan sé tvíþætt. Annars vegar er kínverska þjóðin að eldast, sem þýðir að Kínverjum á vinnumarkaði fækkar. Hins vegar eru tekjur Kínverja einfaldlega að hækka. Nikolik hélt erindi á ráðstefnu Marels, Whitefish Showhow, í Kaupmannahöfn í liðinni viku. Ráðstefnuna sóttu 200 gestir frá 80 fyrirtækjum í 17 löndum í heiminum auk fjölda starfsmanna Marels. Blaðamaður Markaðarins sótti ráðstefnuna á kostnað Marels.Gorjan NikolikNikolik segir að starfandi Kínverjum hafi hingað til fjölgað um 45-85 milljónir á hverju fimm ára tímabili. Á árunum 1995 til 2010 hafi vinnandi mönnum í Kína fjölgað um það sem samsvarar heildarvinnuaflinu í Bandaríkjunum og fjórfalt á við heildarvinnuafl í Þýskalandi. Og Kínverjar hafi meðal annars verið mikilvægir fiskverkendur. En Nikolik segir að það séu blikur á lofti. Kínverska þjóðin sé að eldast með auknum lífslíkum. Þá fækki fólki vegna þeirrar reglu sem Kínverjar tóku upp fyrir tæpum fjórum áratugum, en afnámu reyndar fyrir fáeinum vikum, að pör megi bara eignast eitt barn. Næstu ár muni tvær til fjórar milljónir manna hverfa af vinnumarkaðnum í Kína árlega. Í kringum 2030, eða 2035, muni í kringum 10 milljónir Kínverja hverfa af vinnumarkaðnum á ári. „Á sama tíma eru svo tekjur að aukast í Kína og það tvöfaldar vandann sem við er að etja,“ segir hann. Nikolik segir að það sé því athyglisvert að velta fyrir sér hverjum þessi þróun verði til góðs. „Heimurinn er enn þá að stækka og við munum þurfa að framleiða sjávarafurðir. Við erum með færra starfsfólk en eftirspurnin er að aukast og hver mun hagnast á því? Verður það annað land þar sem nóg er af ódýru vinnuafli, eins og Indland eða Indónesía? Yngsta vinnuaflið í heiminum í dag er reyndar í Afríku,“ segir Nikolik. Hugsanlega sé framtíð í því að framleiða vörur þar. Afríkumenn geti þó aldrei leyst Kínverja af hólmi að öllu leyti. Þess vegna sé líklega tækifæri, á grundvelli aukinnar tækni, að auka vinnslu í Evrópu, Bandaríkjunum, Skandinavíu og jafnvel í fiskiskipunum sjálfum.
Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira