Viðskipti innlent

Bókun í samstarf við TripAdvisor

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hjalti Baldursson og Ken Frohling.
Hjalti Baldursson og Ken Frohling.
Hugbúnaðurinn Bókun, sem er sölu- og birgðakerfið í íslenskri ferðaþjónustu, hefur tengst beint við bókunarvél Viator, sem er bókunarvél TripAdvisor.

„Við höfum fylgst með eftirtektarverðum vexti íslenskrar ferðaþjónustu síðustu árin. Nýsköpun og sköpunargleði íslenska ferðaþjónustusamfélagsins er svolítið eins og íslensk náttúra; kraftmikil, óvænt og öflug. Hið fjölbreytta vöruúrval á Íslandi fellur vel að viðskiptavinum Viator og TripAdvisor. Við vonumst til að sem flest fyrirtæki sjái sér hag í að tengjast beint við okkur í gegnum Bókun, til að ferðamennirnir hafi tækifæri til að bóka vörurnar í gegnum Viator og TripAdvisor, beint í gegnum netið," segir Ken Frohling, framkvæmdastjóri hjá Viator, í tilkynningu.

„Tengingin við Viator og þar með TripAdvisor, er þýðingarmikil fyrir viðskiptavini Bókunar og íslenska ferðaþjónustu", segir Hjalti Baldursson, forstjóri Bókunar. Nú geti allir notendur Bókunar tengst beint við þessa söluaðila, sem séu þeir öflugustu í heiminum.

Í gegnum tengingu sína við Bókun geta íslenskir ferðaþjónustuaðilar selt vörur sínar í rauntíma hjá Viator og TripAdvisor og fjölda annarra sölurása. Viator býr yfir framboði af ferðum og afþreyingu á 1500 stöðum í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×