Styðja forsvarsmenn Landspítalans af heilum hug Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2015 08:31 Landspítalinn. Mynd/Vilhelm Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem minnt er á að hlutverk Alþingis „og sérstaklega fjárlaganefndar er að tryggja að tekjustofnar ríkisins dugi fyrir sameiginlegri grunnþörf og þjónustu samfélagsins.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar ummæla sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, viðhafði í fjölmiðlum um helgina um að forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, hefði orðið uppvís að andlegu ofbeldi. Páll ritaði pistil á vef Landspítalans síðastliðinni föstudag en þá um morguninn hafði hann farið á fund fjárlaganefndar vegna fjárlaga næsta árs. Sagði Páll að á fundinum hefði hann mætt skilningsleysi og í fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn sagði hann forystu fjárlaganefndar nánast saka stjórnendur spítalans um að vera með stöðugt væl. Í yfirlýsingu læknaráðs og hjúkrunarráðs spítalans kemur fram að þau styðji af heilum hug „eljusemi forsvarsmanna spítalans til að tyrggja fullnægjandi framlög til rekstrar spítalans í fjárlögum ársins 2016 og minna á að taka verður tillit til fjölgunar í hópi aldraðra og aukinnar þjónustueftirspurnar sem vex að meðaltali um 1,7% á milli ára.“ Þá leggja ráðin tvö jafnframt traust sitt á „að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað.” Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala minna á að hlutverk Alþingis og sérstaklega fjárlaganefndar er að tryggja að tekjustofnar ríkisins dugi fyrir sameiginlegri grunnþörf og þjónustu samfélagsins.Fagleg þjónustaLandspítala, lækningar, hjúkrun, endurhæfing og rannsóknir byggja á því að fjárveitingar dugi fyrir því hlutverki sem þjóðarsjúkrahúsinu er ætlað að gegna. Rekstur Landspítala hefur verið í járnum undanfarin ár og fjármagn til uppbyggingar og endurnýjunar innviða hans naumt skammtað og í mörg ár nánast alveg skorið niður. Á þessu þarf að verða breyting.Læknaráð oghjúkrunarráð Landspítala styðja af fullum hug eljusemi forsvarsmanna spítalans til að tryggja fullnægjandi framlög til rekstrar spítalans í fjárlögum ársins 2016 og minna á að taka verður tillit til fjölgunar í hópi aldraðra og aukinnar þjónustueftirspurnar sem vex að meðaltali um 1,7% á milli ára. Ekki verður heldur undan því skotist að sinna viðhaldi og endurnýjun á starfsaðstöðu og húsnæði spítalans, sem vanrækt hefur verið um langt árabil vegna fjárskorts. Ekki verður séð að í núverandi frumvarpi að fjárlögum sé gert ráð fyrir þessum mikilvægu liðum með fullnægjandi hætti. Fjárveitingar tilinnviða heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi, þ.e.a.s. endurnýjunar og viðhalds húsnæðis, tækjakaupa og framþróunar hefur undanfarin ár verið með því allra lægsta sem um getur í OECD löndum. Að meðaltali verja OECD löndin 0,5% af VLF sem á Íslandi samsvarar 10 milljörðum króna ár hvert. Ef miðað er við Norðurlöndin, t.d. Danmörku, væru um 14 milljarðar eyrnamerktir þessum lið. Íslenskstjórnvöld hafa skv. skýrslu OECD varið sem svarar 0,1% af VLF í fjárfestingar í innviðum heilbrigðisþjónustunnar og eru þar í næst neðsta sæti OECD landanna. Lítil sem engin merki eru um að í dag sé gert ráð fyrir breytingum á þeirri þróun eða framlögum stjórnvalda til málaflokksins. Slíkt er áhyggjuefni og læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala hvetja til þess að sú vegferð verði strax tekin til endurskoðunar.Læknaráð oghjúkrunarráð Landspítala leggja traust sitt á að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað. Tengdar fréttir Segja framkomu Vigdísar í garð Páls setja blett á Alþingi Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu formann fjárlaganefndar harðlega við upphaf þingfundar í dag. 30. nóvember 2015 15:45 Öll spjót standa nú á Vigdísi Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir flokkinn verða að sýna ábyrgð og finna Vigdísi Hauksdóttur annan vettvang en þingið. 30. nóvember 2015 16:31 Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 Vigdís vill ekki vera á sama plani og þingflokksformenn stjórnarandstöðu Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hittust í morgun til að ræða ummæli Vigdísar Hauksdóttur formanns fjárlaganefndar um að forstjóri Landsspítalans hefði orðið uppvís að andlegu ofbeldi. 30. nóvember 2015 20:07 „Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem minnt er á að hlutverk Alþingis „og sérstaklega fjárlaganefndar er að tryggja að tekjustofnar ríkisins dugi fyrir sameiginlegri grunnþörf og þjónustu samfélagsins.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar ummæla sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, viðhafði í fjölmiðlum um helgina um að forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, hefði orðið uppvís að andlegu ofbeldi. Páll ritaði pistil á vef Landspítalans síðastliðinni föstudag en þá um morguninn hafði hann farið á fund fjárlaganefndar vegna fjárlaga næsta árs. Sagði Páll að á fundinum hefði hann mætt skilningsleysi og í fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn sagði hann forystu fjárlaganefndar nánast saka stjórnendur spítalans um að vera með stöðugt væl. Í yfirlýsingu læknaráðs og hjúkrunarráðs spítalans kemur fram að þau styðji af heilum hug „eljusemi forsvarsmanna spítalans til að tyrggja fullnægjandi framlög til rekstrar spítalans í fjárlögum ársins 2016 og minna á að taka verður tillit til fjölgunar í hópi aldraðra og aukinnar þjónustueftirspurnar sem vex að meðaltali um 1,7% á milli ára.“ Þá leggja ráðin tvö jafnframt traust sitt á „að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað.” Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala minna á að hlutverk Alþingis og sérstaklega fjárlaganefndar er að tryggja að tekjustofnar ríkisins dugi fyrir sameiginlegri grunnþörf og þjónustu samfélagsins.Fagleg þjónustaLandspítala, lækningar, hjúkrun, endurhæfing og rannsóknir byggja á því að fjárveitingar dugi fyrir því hlutverki sem þjóðarsjúkrahúsinu er ætlað að gegna. Rekstur Landspítala hefur verið í járnum undanfarin ár og fjármagn til uppbyggingar og endurnýjunar innviða hans naumt skammtað og í mörg ár nánast alveg skorið niður. Á þessu þarf að verða breyting.Læknaráð oghjúkrunarráð Landspítala styðja af fullum hug eljusemi forsvarsmanna spítalans til að tryggja fullnægjandi framlög til rekstrar spítalans í fjárlögum ársins 2016 og minna á að taka verður tillit til fjölgunar í hópi aldraðra og aukinnar þjónustueftirspurnar sem vex að meðaltali um 1,7% á milli ára. Ekki verður heldur undan því skotist að sinna viðhaldi og endurnýjun á starfsaðstöðu og húsnæði spítalans, sem vanrækt hefur verið um langt árabil vegna fjárskorts. Ekki verður séð að í núverandi frumvarpi að fjárlögum sé gert ráð fyrir þessum mikilvægu liðum með fullnægjandi hætti. Fjárveitingar tilinnviða heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi, þ.e.a.s. endurnýjunar og viðhalds húsnæðis, tækjakaupa og framþróunar hefur undanfarin ár verið með því allra lægsta sem um getur í OECD löndum. Að meðaltali verja OECD löndin 0,5% af VLF sem á Íslandi samsvarar 10 milljörðum króna ár hvert. Ef miðað er við Norðurlöndin, t.d. Danmörku, væru um 14 milljarðar eyrnamerktir þessum lið. Íslenskstjórnvöld hafa skv. skýrslu OECD varið sem svarar 0,1% af VLF í fjárfestingar í innviðum heilbrigðisþjónustunnar og eru þar í næst neðsta sæti OECD landanna. Lítil sem engin merki eru um að í dag sé gert ráð fyrir breytingum á þeirri þróun eða framlögum stjórnvalda til málaflokksins. Slíkt er áhyggjuefni og læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala hvetja til þess að sú vegferð verði strax tekin til endurskoðunar.Læknaráð oghjúkrunarráð Landspítala leggja traust sitt á að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað.
Tengdar fréttir Segja framkomu Vigdísar í garð Páls setja blett á Alþingi Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu formann fjárlaganefndar harðlega við upphaf þingfundar í dag. 30. nóvember 2015 15:45 Öll spjót standa nú á Vigdísi Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir flokkinn verða að sýna ábyrgð og finna Vigdísi Hauksdóttur annan vettvang en þingið. 30. nóvember 2015 16:31 Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 Vigdís vill ekki vera á sama plani og þingflokksformenn stjórnarandstöðu Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hittust í morgun til að ræða ummæli Vigdísar Hauksdóttur formanns fjárlaganefndar um að forstjóri Landsspítalans hefði orðið uppvís að andlegu ofbeldi. 30. nóvember 2015 20:07 „Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Segja framkomu Vigdísar í garð Páls setja blett á Alþingi Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu formann fjárlaganefndar harðlega við upphaf þingfundar í dag. 30. nóvember 2015 15:45
Öll spjót standa nú á Vigdísi Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir flokkinn verða að sýna ábyrgð og finna Vigdísi Hauksdóttur annan vettvang en þingið. 30. nóvember 2015 16:31
Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42
Vigdís vill ekki vera á sama plani og þingflokksformenn stjórnarandstöðu Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hittust í morgun til að ræða ummæli Vigdísar Hauksdóttur formanns fjárlaganefndar um að forstjóri Landsspítalans hefði orðið uppvís að andlegu ofbeldi. 30. nóvember 2015 20:07
„Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent