Viðskipti innlent

Stjórn VÍS hækkar laun sín um 75 prósent

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Herdís Dröfn Fjeldsted, formaður stjórnar VÍS.
Herdís Dröfn Fjeldsted, formaður stjórnar VÍS. vísir/anton
Stjórn Vátryggingarfélags Íslands hefur ákveðið að hækka laun sín í samræmi við það sem ákveðið var á aðalfundi, þann 12. mars síðastliðinn.

Á aðalfundinum var ákveðið að mánaðarleg laun stjórnarmanna yrðu hækkuð um 75% þannig að stjórnarmönnum yrðu greiddar 350 þúsund krónur á mánuði og laun stjórnarformanns yrðu hækkuð um 50% svo honum yrðu greiddar 600 þúsund krónur á mánuði. 

Vegna mikillar umræðu í samfélaginu þann daginn var hins vegar ákveðið að hækka ekki launin. Tilkynning um það var send Kauphöllinni þann 22. apríl. Laun stjórnarmanna voru því áfram 200 þúsund krónur á mánuði og laun stjórnarformanns 400 þúsund krónur á mánuði.

Boðað var til hluthafafundar í VÍS í 10. nóvember þar sem ný stjórn var kjörin. Ný ákvörðun um launabreytingu er tekin í framhaldi af því.

VÍS sendi í lok nóvember bréf á viðskiptavini sína þar sem tilkynnt var að iðngjöld yrðu hækkuð vegna slæmarar afkomu. VÍS hagnaðist um tæpa tvo milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins sem er tvöfalt meiri hagnaður en á sama tímabili fyrir ári.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×