Þorsteinn Sæmundsson: „Svona áburður er óþolandi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2015 11:17 Þorsteinn vill ekki sitja undir ásökunum um að hann eða aðrir saklausir þingmenn hafi verið undir áhrifum í gærkvöldi. visir/daníel Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, krefst þess að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, upplýsi hvaða mann eða menn hún hafi sakað um að vera undir áhrifum í þingsal í gærkvöldi og undir hvaða áhrifum þeir voru. „Vegna þess að ef þetta verður ekki upplýst sitjum við öll sem erum hérna andspænis ráðherrabekknum undir þessu,“ sagði Þorsteinn. Það kæri hann sig alls ekki um. „Því allt þetta bull sem hér fer fram, gott og slæmt, fer í fundargerðir Alþingis og ég kæri mig ekki um að barnabörnin mín komi hingað einhvern tímann, lesi fundargerðirnar og hugsi: „Afi gamli var fullur í þessum sal.“,“ sagði Þorsteinn.Forseti Alþingis lítur málið alvarlegum augum og ætlar að ræða við Lilju Rafney.Vísir/StefánForseti lítur ummælin alvarlegum augum Upplýsi Lilja Rafney ekki um það hver hafi verið undir áhrifum og hvaða áhrifum, já eða beðist verði afsökunar á ummælunum, ætli hann að taka málið upp í forsætisnefnd þingsins. „Því svona áburður er óþolandi.“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, segist líta ummælin Lilju alvarlegum augum og hafi gert tilraun til þess að ræða við hana. Það hafi ekki gengið enn. Hann muni þó ætla að kynna sér málið til hlýtar. Lilja Rafney sagðist í samtali við Vísi í morgun ekki sjá neina ástæðu til að greina frá nafni þingmannsins sem hún telur að hafi verið undir áhrifum. Alþingi Tengdar fréttir Lilja Rafney vonar að hífaði þingmaðurinn hugsi sinn gang „Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti,“ segir þingmaður Vinstri grænna. 17. desember 2015 10:42 Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, krefst þess að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, upplýsi hvaða mann eða menn hún hafi sakað um að vera undir áhrifum í þingsal í gærkvöldi og undir hvaða áhrifum þeir voru. „Vegna þess að ef þetta verður ekki upplýst sitjum við öll sem erum hérna andspænis ráðherrabekknum undir þessu,“ sagði Þorsteinn. Það kæri hann sig alls ekki um. „Því allt þetta bull sem hér fer fram, gott og slæmt, fer í fundargerðir Alþingis og ég kæri mig ekki um að barnabörnin mín komi hingað einhvern tímann, lesi fundargerðirnar og hugsi: „Afi gamli var fullur í þessum sal.“,“ sagði Þorsteinn.Forseti Alþingis lítur málið alvarlegum augum og ætlar að ræða við Lilju Rafney.Vísir/StefánForseti lítur ummælin alvarlegum augum Upplýsi Lilja Rafney ekki um það hver hafi verið undir áhrifum og hvaða áhrifum, já eða beðist verði afsökunar á ummælunum, ætli hann að taka málið upp í forsætisnefnd þingsins. „Því svona áburður er óþolandi.“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, segist líta ummælin Lilju alvarlegum augum og hafi gert tilraun til þess að ræða við hana. Það hafi ekki gengið enn. Hann muni þó ætla að kynna sér málið til hlýtar. Lilja Rafney sagðist í samtali við Vísi í morgun ekki sjá neina ástæðu til að greina frá nafni þingmannsins sem hún telur að hafi verið undir áhrifum.
Alþingi Tengdar fréttir Lilja Rafney vonar að hífaði þingmaðurinn hugsi sinn gang „Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti,“ segir þingmaður Vinstri grænna. 17. desember 2015 10:42 Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lilja Rafney vonar að hífaði þingmaðurinn hugsi sinn gang „Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti,“ segir þingmaður Vinstri grænna. 17. desember 2015 10:42
Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51