Ásmundur sat hjá í atkvæðagreiðslu um afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2015 10:20 Ásmundur Friðriksson vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í gær hjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi um breytingartillögu minnihlutans við fjárlög næsta árs varðandi afturvirkar hækkanir ellilífeyris-og örorkubóta. Í seinustu viku sagðist Ásmundur ætla að styðja slíkar hækkanir en áður hafði hann greitt atkvæði gegn sambærilegri breytingatillögu við fjáraukalög þessa árs. Lýsti hann því á Facebook-síðu sinni að það hefðu verið mistök og kom hann í viðtal í Bítið á Bylgjunni í kjölfarið þar sem hann sagðist hafa verið mikill baráttumaður aldraðra og öryrkja, en hefði verið málaður upp sem vondi kallinn. Það liði honum illa með. Ásmundur gerði grein fyrir atkvæði sínu á þingi í gær og ítrekaði þar skoðun sína um að kjör ellilífeyris-og örorkuþega þyrfti að bæta. „Það er stóra verkefnið framundan. Ég get því ekki greitt atkvæði gegn þessari tillögu. Sanngjörn krafa um afturvirkar bætur næst ekki fram en ég er fullviss um það að ríkur vilji er til þess að bæta kjör þessa hóps og það höfum við reyndar ríkulega gert. Sá vilji er mikilvægur og ég treysti stjórn okkar í meirihlutanum til frekari sóknar í kjarabaráttu fyrir þessa hópa og markmiðið um 300 þúsunda króna lágmarkslaun árið 2018 í augsýn. Með þessa hagsmuni að leiðarljósi sit ég því hjá við þessa atkvæðagreiðslu,“ sagði Ásmundur á þingi í gærkvöldi.Á eftir Ásmundi kom Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, í ræðustól og sagðist aðeins vilja minna þingmenn á að greiða atkvæði með sinni sannfæringu. Þá minnti hún einnig á drengskaparheit sem þingmenn sverja þegar þeir setjast á Alþingi. Ásta sagðist síðan styðja tillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir bóta.Breytingatillagan um afturvirkar hækkanir bóta var felld í atkvæðagreiðslunni um fjárlögin í gær, líkt og allar aðrar breytingatillögur minnihlutans. Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 Stjórnarmeirihlutinn felldi kjarabætur aldraðra Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. 11. desember 2015 07:00 Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Ásmundur Friðriksson segist hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn breytingartillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir ellilífeyris og örorkubóta. 11. desember 2015 09:31 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í gær hjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi um breytingartillögu minnihlutans við fjárlög næsta árs varðandi afturvirkar hækkanir ellilífeyris-og örorkubóta. Í seinustu viku sagðist Ásmundur ætla að styðja slíkar hækkanir en áður hafði hann greitt atkvæði gegn sambærilegri breytingatillögu við fjáraukalög þessa árs. Lýsti hann því á Facebook-síðu sinni að það hefðu verið mistök og kom hann í viðtal í Bítið á Bylgjunni í kjölfarið þar sem hann sagðist hafa verið mikill baráttumaður aldraðra og öryrkja, en hefði verið málaður upp sem vondi kallinn. Það liði honum illa með. Ásmundur gerði grein fyrir atkvæði sínu á þingi í gær og ítrekaði þar skoðun sína um að kjör ellilífeyris-og örorkuþega þyrfti að bæta. „Það er stóra verkefnið framundan. Ég get því ekki greitt atkvæði gegn þessari tillögu. Sanngjörn krafa um afturvirkar bætur næst ekki fram en ég er fullviss um það að ríkur vilji er til þess að bæta kjör þessa hóps og það höfum við reyndar ríkulega gert. Sá vilji er mikilvægur og ég treysti stjórn okkar í meirihlutanum til frekari sóknar í kjarabaráttu fyrir þessa hópa og markmiðið um 300 þúsunda króna lágmarkslaun árið 2018 í augsýn. Með þessa hagsmuni að leiðarljósi sit ég því hjá við þessa atkvæðagreiðslu,“ sagði Ásmundur á þingi í gærkvöldi.Á eftir Ásmundi kom Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, í ræðustól og sagðist aðeins vilja minna þingmenn á að greiða atkvæði með sinni sannfæringu. Þá minnti hún einnig á drengskaparheit sem þingmenn sverja þegar þeir setjast á Alþingi. Ásta sagðist síðan styðja tillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir bóta.Breytingatillagan um afturvirkar hækkanir bóta var felld í atkvæðagreiðslunni um fjárlögin í gær, líkt og allar aðrar breytingatillögur minnihlutans.
Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 Stjórnarmeirihlutinn felldi kjarabætur aldraðra Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. 11. desember 2015 07:00 Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Ásmundur Friðriksson segist hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn breytingartillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir ellilífeyris og örorkubóta. 11. desember 2015 09:31 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23
Stjórnarmeirihlutinn felldi kjarabætur aldraðra Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. 11. desember 2015 07:00
Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Ásmundur Friðriksson segist hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn breytingartillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir ellilífeyris og örorkubóta. 11. desember 2015 09:31