Knattspyrnukonan Abby Wambach lagði skóna á hilluna í gær eftir magnaðan feril en í einu viðtalanna fyrir lokaleikinn þá hraunaði hún yfir karlalandsliðsþjálfarann Jürgen Klinsmann og „útlendingastefnu" hans.
Abby Wambach er ekki sátt við þá stefnu Klinsmann að finna leikmenn út um allan heim sem haga tengsl við Bandaríkin og geta þar með spilað með bandaríska landsliðinu.
Íslendingurinn Aron Jóhannsson er í þessum hópi en Aron spilaði meðal annars með bandaríska landsliðinu á HM í Brasilíu 2014. Aron er langt frá því að vera sá eini því stór hluti af bandaríska liðinu hefur samskonar tengsl við Bandaríkin.
„Ég myndi reka Jürgen [Klinsmann]. Ég tel að þessi tilraun með hann sem landsliðsþjálfara hafi ekki gengið upp," sagði Abby Wambach í viðtali við Bill Simmons og bætti við:
„Hann hefur ekki einbeitt nægilega vel að uppbyggingu yngri leikmanna. Þó að hann segi það þá hefur hann ekki gert það að mínu mati," sagði Wambach.
„Það að hann hafi komið inn með fullt af erlendum leikmönnum inn í liðið er eitthvað sem ég mun aldrei trúa á. Í mínu hjarta trúi ég ekki á slík vinnubrögð," sagði Abby.
Abby Wambach hélt áfram að hrauna yfir Jürgen Klinsmann.
„Það hlýtur líka að vera áhugavert fyrir leikmenn landsliðsins að sjá þjálfara sinn koma og fara af æfingum í þyrlu," sagði Wambach.
Abby ekki ánægð með að Klinsmann skuli nota "útlendinga" eins og Aron
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
