Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2015 19:00 Jón Bernódusson skipaverkfræðingur er fagstjóri rannsókna og þróunar hjá Samgöngustofu. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. Þetta er eitt stærsta verkefnið framundan í umhverfismálum þjóðarinnar en íslenski skipa- og bátaflotinn losar álíka mikið og öll samgöngutæki á landi. Það er einmitt verkefnið sem ráðgjafahópurinn hefur verið að fást við undanfarin ár undir forystu Jóns Bernódussonar, fagstjóra rannsókna og þróunar hjá Samgöngustofu. Í hópnum sitja nokkrir af reyndustu fagmönnum þjóðarinnar á þessu sviði; skipaverkfræðingur, vélfræðingur, byggingaverkfræðingur, efnaverkfræðingur og vélaverkfræðingur.Ráðgjafahópurinn á fundi í Hafnarfjarðarhöfn í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrsta tillagan er að Íslendingar rækti repju og framleiði úr henni lífdísil, eins og gert var á Þorvaldseyri, þar sem traktor gekk á repjuolíu, en hana má einnig nota á báta. „Það er eldsneyti sem passar á vélarnar í dag og þá getum við byrjað strax,“ segir Jón Bernódusson skipaverkfræðingur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Lífdísill sé þegar orðinn íblöndun, með 5% fyrir umferð í landi og erlendis séu dæmi um 7% hlutfall. Jón telur að með því að nota repju til uppgræðslu gætu Íslendingar slegið tvær flugur í einu höggi og í raun framleitt alla þá olíu sem flotinn þyrfti. Meðan repjan vaxi taki hver hektari í sig að meðaltali sex tonn af CO 2. Við bruna skili hún svo þremur tonnum til baka. „Þannig að við erum að tala um tvöfalda kolefnisjöfnun,“ segir Jón. Smábátar úr trefjaplasti gætu síðan skipt yfir á rafmótora en með varavél sem gengi þá fyrir lífdísil. „Síðan er möguleiki, eins og menn eru að gera í Noregi, að vera með aðeins stærri skip, sem eru að sigla á milli fjarða, og eru þá úr áli, sem er léttara en stál. Þá ertu að keyra léttari skip á rafmótorum, sem hefur alveg gengið og mun ganga,“ segir Jón.Norska rafferjan Ampere er úr áli, sem gerir hana helmingi léttari en hefðbundin stálskip.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Eftir góða reynslu af rafmagnsferju í Noregi hafa þarlend umhverfissamtök hvatt til þess að meginþorri norska ferjuflotans verði rafvæddur og að ferjurnar verði úr áli. Þannig verða þær léttari og eyða minni orku. Íslensku ráðgjafarnir telja að stærri skip yrðu áfram úr stáli, þar á meðal stærri togarar, en hvetja til að tekin verði skref í smíði álskipa. Pálmi Stefánsson efnaverkfræðingur telur raunhæft að milli 800 og 900 minni skip í íslenska flotanum verði smíðuð úr áli. Eftir því sem skipin stækki verði hlutfall áls þó minna. Tengdar fréttir Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21 Lífrænt eldsneyti á Þorvaldseyri í sumar Þrátt fyrir ákvörðun um að gera hlé á búskap um óákveðinn tíma stefnir bóndinn á Þorvaldseyri að því að framleiða lífrænt eldsneyti þar í sumar. 24. apríl 2010 18:53 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Íslenskir bændur verða olíuframleiðendur Íslenskir bændur ætla að verða olíubændur og eru byrjaðir að rækta lífrænt eldsneyti. Vél sem gengur fyrir jurtaeldsneyti, framleiddu á Íslandi, var ræst í fyrsta sinn í dag. 3. júní 2009 18:51 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. Þetta er eitt stærsta verkefnið framundan í umhverfismálum þjóðarinnar en íslenski skipa- og bátaflotinn losar álíka mikið og öll samgöngutæki á landi. Það er einmitt verkefnið sem ráðgjafahópurinn hefur verið að fást við undanfarin ár undir forystu Jóns Bernódussonar, fagstjóra rannsókna og þróunar hjá Samgöngustofu. Í hópnum sitja nokkrir af reyndustu fagmönnum þjóðarinnar á þessu sviði; skipaverkfræðingur, vélfræðingur, byggingaverkfræðingur, efnaverkfræðingur og vélaverkfræðingur.Ráðgjafahópurinn á fundi í Hafnarfjarðarhöfn í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrsta tillagan er að Íslendingar rækti repju og framleiði úr henni lífdísil, eins og gert var á Þorvaldseyri, þar sem traktor gekk á repjuolíu, en hana má einnig nota á báta. „Það er eldsneyti sem passar á vélarnar í dag og þá getum við byrjað strax,“ segir Jón Bernódusson skipaverkfræðingur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Lífdísill sé þegar orðinn íblöndun, með 5% fyrir umferð í landi og erlendis séu dæmi um 7% hlutfall. Jón telur að með því að nota repju til uppgræðslu gætu Íslendingar slegið tvær flugur í einu höggi og í raun framleitt alla þá olíu sem flotinn þyrfti. Meðan repjan vaxi taki hver hektari í sig að meðaltali sex tonn af CO 2. Við bruna skili hún svo þremur tonnum til baka. „Þannig að við erum að tala um tvöfalda kolefnisjöfnun,“ segir Jón. Smábátar úr trefjaplasti gætu síðan skipt yfir á rafmótora en með varavél sem gengi þá fyrir lífdísil. „Síðan er möguleiki, eins og menn eru að gera í Noregi, að vera með aðeins stærri skip, sem eru að sigla á milli fjarða, og eru þá úr áli, sem er léttara en stál. Þá ertu að keyra léttari skip á rafmótorum, sem hefur alveg gengið og mun ganga,“ segir Jón.Norska rafferjan Ampere er úr áli, sem gerir hana helmingi léttari en hefðbundin stálskip.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Eftir góða reynslu af rafmagnsferju í Noregi hafa þarlend umhverfissamtök hvatt til þess að meginþorri norska ferjuflotans verði rafvæddur og að ferjurnar verði úr áli. Þannig verða þær léttari og eyða minni orku. Íslensku ráðgjafarnir telja að stærri skip yrðu áfram úr stáli, þar á meðal stærri togarar, en hvetja til að tekin verði skref í smíði álskipa. Pálmi Stefánsson efnaverkfræðingur telur raunhæft að milli 800 og 900 minni skip í íslenska flotanum verði smíðuð úr áli. Eftir því sem skipin stækki verði hlutfall áls þó minna.
Tengdar fréttir Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21 Lífrænt eldsneyti á Þorvaldseyri í sumar Þrátt fyrir ákvörðun um að gera hlé á búskap um óákveðinn tíma stefnir bóndinn á Þorvaldseyri að því að framleiða lífrænt eldsneyti þar í sumar. 24. apríl 2010 18:53 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Íslenskir bændur verða olíuframleiðendur Íslenskir bændur ætla að verða olíubændur og eru byrjaðir að rækta lífrænt eldsneyti. Vél sem gengur fyrir jurtaeldsneyti, framleiddu á Íslandi, var ræst í fyrsta sinn í dag. 3. júní 2009 18:51 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21
Lífrænt eldsneyti á Þorvaldseyri í sumar Þrátt fyrir ákvörðun um að gera hlé á búskap um óákveðinn tíma stefnir bóndinn á Þorvaldseyri að því að framleiða lífrænt eldsneyti þar í sumar. 24. apríl 2010 18:53
Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51
Íslenskir bændur verða olíuframleiðendur Íslenskir bændur ætla að verða olíubændur og eru byrjaðir að rækta lífrænt eldsneyti. Vél sem gengur fyrir jurtaeldsneyti, framleiddu á Íslandi, var ræst í fyrsta sinn í dag. 3. júní 2009 18:51
Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45