„Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2015 15:35 Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á samstöðufund fyrir Kevi og Arjan sem hin fimmtán ára gamla Una María boðaði til. Vísir/Aðsend „Ég vil ítreka að þetta mál er ekki frágengið. Það þarf að halda áfram að pressa á stjórnvöld,“ segir Una María Óðinsdóttir, fimmtán ára gamall grunnskólanemi í Reykjavík, sem hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli fyrir albönsku drengina Kevi og Arjan. Drengirnir glíma við sjúkdóma sem fjölskyldur þeirra vonuðust eftir að fá meðferð við hér á landi en þeim var vísað úr landi síðastliðinn fimmtudag.Bein útsending verður frá fundinum á Vísi og hefst hún klukkan 17. Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og segir Una María viðbrögðin hafa farið fram úr væntingum hennar þegar hún stofnaði boðaði til fundarins á Facebook síðastliðinn föstudag. „Þetta er náttúrlega bara út í hött, hvernig þetta mál fór. Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað. Í fyrsta lagi er þetta brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mér finnst mjög hæpið að stjórnvöld geti notað þau rök sem þeim hentar hverju sinni. Það á bara ekki að líðast,“ segir Una María í samtali við Vísi. Umsókn um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar barst allsherjarnefnd Alþingis í gærkvöldi en formaður nefndarinnar, Unnur Brá Konráðsdóttir, sagði í samtali við Vísi í gær að ef umsóknirnar myndu berast nefndinni yrðu þær teknar fyrir. Una María segir það vera frábærar fréttir að málið sé komið í þann farveg en finnst á móti að það ætti ekki að þurfa svo mikla pressu frá almenningi svo fólk fái skjól hér á landi. „Mér finnst algjörlega út í hött að það þurfi hálf þjóðin að pressa á yfirvöld að veita þessu fólki skjól á Íslandi,“ segir Una María sem ítrekar að þetta mál sé ekki frágengið. Hún mun flytja erindi á samstöðufundinum sem hefst klukkan fimm í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bergur Þór Ingólfsson leikari, Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og Auður Jónsdóttir rithöfundur munu einnig flytja erindi á fundinum. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00 Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
„Ég vil ítreka að þetta mál er ekki frágengið. Það þarf að halda áfram að pressa á stjórnvöld,“ segir Una María Óðinsdóttir, fimmtán ára gamall grunnskólanemi í Reykjavík, sem hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli fyrir albönsku drengina Kevi og Arjan. Drengirnir glíma við sjúkdóma sem fjölskyldur þeirra vonuðust eftir að fá meðferð við hér á landi en þeim var vísað úr landi síðastliðinn fimmtudag.Bein útsending verður frá fundinum á Vísi og hefst hún klukkan 17. Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og segir Una María viðbrögðin hafa farið fram úr væntingum hennar þegar hún stofnaði boðaði til fundarins á Facebook síðastliðinn föstudag. „Þetta er náttúrlega bara út í hött, hvernig þetta mál fór. Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað. Í fyrsta lagi er þetta brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mér finnst mjög hæpið að stjórnvöld geti notað þau rök sem þeim hentar hverju sinni. Það á bara ekki að líðast,“ segir Una María í samtali við Vísi. Umsókn um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar barst allsherjarnefnd Alþingis í gærkvöldi en formaður nefndarinnar, Unnur Brá Konráðsdóttir, sagði í samtali við Vísi í gær að ef umsóknirnar myndu berast nefndinni yrðu þær teknar fyrir. Una María segir það vera frábærar fréttir að málið sé komið í þann farveg en finnst á móti að það ætti ekki að þurfa svo mikla pressu frá almenningi svo fólk fái skjól hér á landi. „Mér finnst algjörlega út í hött að það þurfi hálf þjóðin að pressa á yfirvöld að veita þessu fólki skjól á Íslandi,“ segir Una María sem ítrekar að þetta mál sé ekki frágengið. Hún mun flytja erindi á samstöðufundinum sem hefst klukkan fimm í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bergur Þór Ingólfsson leikari, Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og Auður Jónsdóttir rithöfundur munu einnig flytja erindi á fundinum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00 Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00
Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00
Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19