Fótbolti

Ólafur hættir hjá Nordsjælland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur er hættur hjá Nordsjælland.
Ólafur er hættur hjá Nordsjælland. Vísir/Getty
Ólafur Helgi Kristjánsson lætur af störfum sem þjálfari danska liðsins Nordsjælland en þetta var staðfest á blaðamannafundi félagsins í dag.

Félagið tilkynnti í morgun að liðið myndi halda blaðamannafund í dag og var hann haldinn nú síðdegis. Þegar tilkynnt var um breytinguna var klappað í salnum enda Kasper Hjulmand í gríðarmiklum metum þar eftir að hann gerði félagið að dönskum meistara árið 2012.

Nýir eigendur voru kynntir til sögunnar í dag en þeir ákváðu að ráða aftur  Hjulmand til liðsins. Hjulmand starfaði hjá Nordsjælland frá 2008 til 2014, fyrst sem aðstoðarþjálfari, en var svo ráðinn til þýska liðsins Mainz árið 2014.

Eftir góða byrjun hjá Mainz síðastliðið haust datt liðið niður í miðja deild og var Hjulmand rekinn í febrúar.

Ólafur tók við starfi Hjulmand í fyrra og náði liðið sjötta sæti dönsku deildarinnar síðastliðið vor. Það er nú vetrarfrí í dönsku deildinni en Nordsjælland er sem stendur í áttunda sæti. Guðmundur Þórarinsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Adam Örn Arnarson eru á mála hjá Nordsjælland.

Sjá einnig: Þjálfarastarfið er lífsstíll | Kíkt á bak við tjöldin hjá Nordsjælland

Ólafur hefur þjálfað Fram og Breiðablik hér á landi en hann varð bæði Íslands- og bikarmeistari með síðarnefnda liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×