Andri Snær skýtur föstum skotum á Jón Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2015 08:06 Andri Snær Magnason og Jón Gunnarsson. Vísir/valli/vilhelm Andri Snær Magnason rithöfundur skýtur í færslu á Facebook-síðu sinni föstum skotum á Jón Gunnarsson, formann atvinnuveganefndar Alþingis, vegna orða hans um Björk Guðmundsdóttur. Andri Snær segir að Jón og vinir hans noti níðyrðið ,,eitthvað annað“ um heila iðnbyltingu sem hafi farið framhjá þeim. „Björk sjálf er svo auðvitað dæmi um eitthvað sem enginn sjálfstæðismaður á að gera. Hún hefur alltaf farið sínar eigin leiðir, hún hefur ekki fylgt flokkslínum, hún hefur skapað allt úr engu, hún skapaði sína eigin klíku og sitt eigið vald, hún hefur unnið með mestu listamönnum okkar tíma, fengið tilnefningar til nánast allra verðlauna nema nóbelsverðlauna, eini Íslendingurinn sem segja má að sé mælanleg hagstærð. Já auðvitað er þetta algera sjálfstæði og einkaframtak grunsamlegt, ekkert frá hernum, enginn úthlutaður virkjunarkostur, engin meðgjöf og enginn frændi sem reddaði plötusamningi í Bretlandi,“ segir Andri Snær.Jón sagðist ekki reikna með að Björk leggi sín lóð ávogarskálarJón ritaði færslu á Facebook um orð Bjarkar Guðmundsdóttur sem hún lét falla í viðtali við Sky og sagðist hann lítið botna í Björk og segist vera á því að hún sé haldin veruleikafirringu á háu stigi. Jón segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í París hvetja Íslendinga til að nýta með skynsömum hætti endurnýjanlegar orkuauðlindir til aukinnar verðmætasköpunar. „Nýting þeirra mun skapa traustan grunn að Íslensku samfélagi, tækifæri til að gera svo mikið betur á mörgum sviðum. Ég reikna ekki með að Björk leggi sín lóð á þær vogarskálar, eða borgar hún skatta og gjöld á Íslandi. Spyr sá sem ekki veit,“ skrifaði Jón. Lauk hann skrifum sínum um Björk með því að segja: „Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna.“Fasískt að dylgja um skattamálAndri Snær segir Jón Gunnarsson vera dæmi um mann sem hafi „málað sig svo gjörsamlega út í horn að sjálf náttúran og sköpunarkrafturinn [sé] „óvinurinn" en sjálft ósjálfstæðið - að fórna landi sínu fyrir nokkur störf hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki æðsta dyggðin.“ Hann segir lágpunkt Jóns vera dylgjur um skattamál, „sem [sé] fasísk aðferð - á sama tíma og blinda auganu er snúið að þeim milljörðum sem Alcoa hefur skotið undan skatti. Ég skora á alla vini mína í Sjálfstæðisfloknum að lýsa yfir sjálfstæði, að þeir séu ósammála og ótengdir Jóni Gunnarssyni, ég skora á þá að skora á hann að biðjast afsökunar. Ég skora á þá að játa sig sigraða og sættast við fegurð Íslands og sköpunarkraftinn sem býr í fólkinu sem hér býr.“Tugmilljarða tap og hálf gjaldþrota sveitarfélagÍ upphafi færslunnar segir Andri Snær að Jón búi í kjördæmi þar sem ferðamennska sé langstærsti atvinnuvegurinn. Jón eigi engan þátt í þeim ferðamannastraumi, heldur sé það náttúran og ímyndin - sem Jón hafi ekki átt nokkurn þátt í að skapa eða vernda. „Helsta gæluverkefni Jóns - hið strandaða draugaskip álversins í Helguvík átti að soga til sín alla orku suðvesturhornsins og stórauka loftmengun við Faxaflóa. Ekkert stendur eftir af því dæmi nema tugmilljarða tap og hálf gjaldþrota sveitarfélag,“ segir Andri Snær. Tengdar fréttir Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk „Svona gerir maður ekki“ 14. desember 2015 10:15 Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubba Tónlistarkonan heimsfræga segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson séu sveitalubbar sem vilji útmá hálendi Íslands. 13. desember 2015 16:55 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Andri Snær Magnason rithöfundur skýtur í færslu á Facebook-síðu sinni föstum skotum á Jón Gunnarsson, formann atvinnuveganefndar Alþingis, vegna orða hans um Björk Guðmundsdóttur. Andri Snær segir að Jón og vinir hans noti níðyrðið ,,eitthvað annað“ um heila iðnbyltingu sem hafi farið framhjá þeim. „Björk sjálf er svo auðvitað dæmi um eitthvað sem enginn sjálfstæðismaður á að gera. Hún hefur alltaf farið sínar eigin leiðir, hún hefur ekki fylgt flokkslínum, hún hefur skapað allt úr engu, hún skapaði sína eigin klíku og sitt eigið vald, hún hefur unnið með mestu listamönnum okkar tíma, fengið tilnefningar til nánast allra verðlauna nema nóbelsverðlauna, eini Íslendingurinn sem segja má að sé mælanleg hagstærð. Já auðvitað er þetta algera sjálfstæði og einkaframtak grunsamlegt, ekkert frá hernum, enginn úthlutaður virkjunarkostur, engin meðgjöf og enginn frændi sem reddaði plötusamningi í Bretlandi,“ segir Andri Snær.Jón sagðist ekki reikna með að Björk leggi sín lóð ávogarskálarJón ritaði færslu á Facebook um orð Bjarkar Guðmundsdóttur sem hún lét falla í viðtali við Sky og sagðist hann lítið botna í Björk og segist vera á því að hún sé haldin veruleikafirringu á háu stigi. Jón segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í París hvetja Íslendinga til að nýta með skynsömum hætti endurnýjanlegar orkuauðlindir til aukinnar verðmætasköpunar. „Nýting þeirra mun skapa traustan grunn að Íslensku samfélagi, tækifæri til að gera svo mikið betur á mörgum sviðum. Ég reikna ekki með að Björk leggi sín lóð á þær vogarskálar, eða borgar hún skatta og gjöld á Íslandi. Spyr sá sem ekki veit,“ skrifaði Jón. Lauk hann skrifum sínum um Björk með því að segja: „Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna.“Fasískt að dylgja um skattamálAndri Snær segir Jón Gunnarsson vera dæmi um mann sem hafi „málað sig svo gjörsamlega út í horn að sjálf náttúran og sköpunarkrafturinn [sé] „óvinurinn" en sjálft ósjálfstæðið - að fórna landi sínu fyrir nokkur störf hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki æðsta dyggðin.“ Hann segir lágpunkt Jóns vera dylgjur um skattamál, „sem [sé] fasísk aðferð - á sama tíma og blinda auganu er snúið að þeim milljörðum sem Alcoa hefur skotið undan skatti. Ég skora á alla vini mína í Sjálfstæðisfloknum að lýsa yfir sjálfstæði, að þeir séu ósammála og ótengdir Jóni Gunnarssyni, ég skora á þá að skora á hann að biðjast afsökunar. Ég skora á þá að játa sig sigraða og sættast við fegurð Íslands og sköpunarkraftinn sem býr í fólkinu sem hér býr.“Tugmilljarða tap og hálf gjaldþrota sveitarfélagÍ upphafi færslunnar segir Andri Snær að Jón búi í kjördæmi þar sem ferðamennska sé langstærsti atvinnuvegurinn. Jón eigi engan þátt í þeim ferðamannastraumi, heldur sé það náttúran og ímyndin - sem Jón hafi ekki átt nokkurn þátt í að skapa eða vernda. „Helsta gæluverkefni Jóns - hið strandaða draugaskip álversins í Helguvík átti að soga til sín alla orku suðvesturhornsins og stórauka loftmengun við Faxaflóa. Ekkert stendur eftir af því dæmi nema tugmilljarða tap og hálf gjaldþrota sveitarfélag,“ segir Andri Snær.
Tengdar fréttir Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk „Svona gerir maður ekki“ 14. desember 2015 10:15 Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubba Tónlistarkonan heimsfræga segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson séu sveitalubbar sem vilji útmá hálendi Íslands. 13. desember 2015 16:55 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk „Svona gerir maður ekki“ 14. desember 2015 10:15
Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubba Tónlistarkonan heimsfræga segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson séu sveitalubbar sem vilji útmá hálendi Íslands. 13. desember 2015 16:55