„Það er aðeins minnihluti Íslendinga, sveitalubbar (e. redneck) á borð við forsætisráðherra Íslands og fjármálaráðherra, sem vilja útmá hálendið. Ég er aðeins talsmaður hins almenna Íslendings sem vill halda Íslandi eins og það er.“
Svo sagði Björk Guðmundsdóttur í viðtali við fréttastofum Sky á föstudaginn þar sem hún ræddi um verndun hálendis Íslands, virkjunaráform og loftlagsbreytingar en Björk hefur verið mjög gagnrýnin á stjórnvöld undanfarin ár.
Sjá einnig: Andri Snær og Björk: Umræða um sæstreng til Bretlands í anda sagna af álfum og tröllum
Í síðasta mánuði héldu hún og rithöfundurinn Andri Snær Magnason blaðamannafund sem átti að koma af stað vitundarvakningu hvað varðar verndun hálendisis hér á landi.
„Síðustu 70 ár höfum við verið að gera þetta eins og sveitalubbar (e. redneck) með því keyra upp iðnaðinn nánast eins hratt og hægt er“ sagði Björk. „Við höfum byggt upp virkjanir á hálendinu og nú eru áætlanir um að byggja enn fleiri virkjarnir og álver næstu fimm árin.“
Að mati Bjarkar standa stjórnmálamenn og skrifræðið í vegi fyrir þróun í rétta átt í loftslags- og umhverfismálum.
Sjá einnig: COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“
„Við höfum þekkinguna til þess að gera heiminn að stað þar sem náttúra, tæknin og mannkynið getur búið saman í sátt og samlyndi. En það að komast á þann stað er svo erfitt og allar breytingar í þá átt virðast stoppa vegna skrifræðis og stjórnmála. Já, og grægði.“
Rétt rúmlega 41.000 manns hafa skrifað undir á vefsíðu samtakanna Gætum garðsins þar sem þess er krafist að hætt verði við áætlanir um virkjanir á hálendinu.
Viðtal Bjarkar við fréttastofu SKY má heyra í heild sinni hér fyrir neðan.
Innlent