Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. desember 2015 19:00 Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. Hann áætlar að þegar sé búið að setja milljarða króna í rannsóknir á svæðinu. Það var í tíð síðustu ríkisstjórnar sem fyrstu sérleyfunum var úthlutað. Tveir hópar hafa nú leyfi, annar undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og hinn undir forystu kínverska félagsins CNOOC. Eftir að loftlagsráðstefnunni lauk í París um helgina heyrast nú kröfur um að íslensk stjórnvöld falli frá olíuleitinni. Dæmi um þá miklu fjármuni sem þegar eru farnir í leitina sáum við í haust þegar rannsóknarskip kom til Reyðarfjarðar áður en það lagði í mánaðarlangan leiðangur á Drekasvæðið ásamt aðstoðarskipi. Kostnaður við þennan verkþátt var áætlaður um einn milljarður króna. Orkumálastjóri segir erfitt að meta hve háar skaðabótakröfur yrðu ef íslensk stjórnvöld hættu við. „Það hefur enginn ábyrgur aðili á Íslandi ákveðið að fara í slíka vegferð og ég á eftir að sjá það,“ segir Guðni A. Jóhannesson, spurður um þennan möguleika. Með því segir hann að verið væri að brjóta samninga, sem væri alvarlegt mál. Leyfin væru þannig að ef þessir aðildar fyndu olíu ættu þeir rétt á að vinna hana, svo fremi að þeir uppfylltu alla skilmála, eins og um öryggis- og umhverfisþætti. „Ég hugsa að þeir peningar sem eru komnir í þetta verkefni séu auðvitað einhverjir milljarðar. En hver stærðagráðan yrði á hugsanlegri skaðabótakröfu, það get ég ekkert sagt um,“ segir Guðni. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán. Orkumálastjóri telur það hins vegar ekki endilega víst að það sé best fyrir umhverfið að hætta við olíuleitina heldur gæti það haft öfug áhrif. Hann bendir á að mesti skaðinn sé vegna aukinnar kolabrennslu. „Ef við drögum úr olíuvinnslu á þessu stigi málsins þá erum við að segja að kolabrennsla verði að aukast, - með sömu orkunotkun og sömu þörf. Besta ráðið er auðvitað að draga úr orkunotkun með betri orkunýtingu og síðan að framleiða orku með vistvænni aðferðum, - en ekki að taka út þá orkugjafa sem þó eru skárri heldur en kolin,“ segir orkumálastjóri. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. Hann áætlar að þegar sé búið að setja milljarða króna í rannsóknir á svæðinu. Það var í tíð síðustu ríkisstjórnar sem fyrstu sérleyfunum var úthlutað. Tveir hópar hafa nú leyfi, annar undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og hinn undir forystu kínverska félagsins CNOOC. Eftir að loftlagsráðstefnunni lauk í París um helgina heyrast nú kröfur um að íslensk stjórnvöld falli frá olíuleitinni. Dæmi um þá miklu fjármuni sem þegar eru farnir í leitina sáum við í haust þegar rannsóknarskip kom til Reyðarfjarðar áður en það lagði í mánaðarlangan leiðangur á Drekasvæðið ásamt aðstoðarskipi. Kostnaður við þennan verkþátt var áætlaður um einn milljarður króna. Orkumálastjóri segir erfitt að meta hve háar skaðabótakröfur yrðu ef íslensk stjórnvöld hættu við. „Það hefur enginn ábyrgur aðili á Íslandi ákveðið að fara í slíka vegferð og ég á eftir að sjá það,“ segir Guðni A. Jóhannesson, spurður um þennan möguleika. Með því segir hann að verið væri að brjóta samninga, sem væri alvarlegt mál. Leyfin væru þannig að ef þessir aðildar fyndu olíu ættu þeir rétt á að vinna hana, svo fremi að þeir uppfylltu alla skilmála, eins og um öryggis- og umhverfisþætti. „Ég hugsa að þeir peningar sem eru komnir í þetta verkefni séu auðvitað einhverjir milljarðar. En hver stærðagráðan yrði á hugsanlegri skaðabótakröfu, það get ég ekkert sagt um,“ segir Guðni. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán. Orkumálastjóri telur það hins vegar ekki endilega víst að það sé best fyrir umhverfið að hætta við olíuleitina heldur gæti það haft öfug áhrif. Hann bendir á að mesti skaðinn sé vegna aukinnar kolabrennslu. „Ef við drögum úr olíuvinnslu á þessu stigi málsins þá erum við að segja að kolabrennsla verði að aukast, - með sömu orkunotkun og sömu þörf. Besta ráðið er auðvitað að draga úr orkunotkun með betri orkunýtingu og síðan að framleiða orku með vistvænni aðferðum, - en ekki að taka út þá orkugjafa sem þó eru skárri heldur en kolin,“ segir orkumálastjóri. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45