Hvað felst í jólagjöf? Eva Ólafsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Fyrir nokkrum dögum rakst ég á umræðu á netinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um það hversu hárri upphæð væri sanngjarnt að eyða í jólagjöf til barnanna. Margir nefndu ákveðið viðmið – allt frá nokkrum þúsundköllum upp í tugi þúsunda. Og oftar en ekki var búið að ákveða hærri upphæð fyrir eldri börn en þau yngri. Ég velti því fyrir mér hvaða hugur liggur hér að baki. Hvað felst í þeim gjöfum sem við gefum börnunum okkar og öðrum ástvinum? Það er svo skrítið hvernig gildismat landans virðist að miklu leyti markast af peningum. Peningar eru orðnir mælikvarði á það hversu mikils virði hlutirnir eru og ef þú kaupir eitthvað nógu dýrt þá ættirðu að vera öruggur með að verða þér ekki til skammar með jólagjöfinni sem þú gefur. Á hverju ári þegar jólin nálgast byrjar sami tvískinnungurinn að hljóma. Fólk deilir á samfélagsmiðlum fallegum boðskap um raunverulegan tilgang jólanna og þá þætti sem við eigum að leggja áherslu á á þessum tíma. Ekki tapa þér í stressinu! Ekki missa þig í þrifum og tiltekt! Ekki versla frá þér allt vit! Því jólin eru hátíð ljóss og friðar. Fljótlega fara svo að tínast inn sögur þar sem niðurbrotnir jólasveinar skammast sín fyrir að hafa gefið barni mandarínu þegar annar jólasveinn (augljóslega alveg með’etta) gaf nýjustu eplagræjuna. Og þá er ég ekki að tala um skrælara. Auglýsingar æpa á okkur með „jólagjöf ársins“ og áður en fólk getur snúið sér í hring hefur hjarðhegðunin tekið völdin og allir hlaupa á eftir hinum til að verða sér nú ekki til skammar með einhverri hallærisgjöf sem var vinsæl í fyrra. Eða jafnvel hitteðfyrra!Lífseigt fyrirbæri Svo virðist sem efnishyggja sé ótrúlega lífseigt fyrirbæri. Svo lífseig að hún nær rétt svo að blunda í þjóðarsálinni í gegnum krepputíma en vaknar af dvalanum jafnskjótt og fólk er komið um borð í björgunarbátana á meðan skútan marar enn í hálfu kafi. Kapphlaupið endurtekur sig – allir verða að eignast það sem Jói og Sigga við hliðina voru að eignast. Allir rembast við að skreyta sig með fjöðrum af sama hananum. Sem mér finnst raunar alveg óskiljanlegt, því hvað er eftirsóknarvert við það að heilu raðhúsalengjurnar séu með sömu blómavasana, sömu húsgagnalínuna og sama þrefalda klósettpappírinn (en hey, þetta er sko PAPCO!)? Hvað hlýst af þessu öllu? Börnin alast upp við brenglað gildismat þar sem það skiptir minna máli hver þú ert og hvað þú gerir heldur en hvað þú átt… og hvað það kostaði! Mannkostir einstaklingsins lúta í lægra haldi fyrir efnislegum hlutum, íburði og tilgerð. Sorglegt en satt. Og þegar upp er staðið skilur þetta ekkert eftir sig því enginn mun minnast þín fyrir dótið sem þú áttir. Pældu í því. Að þessu sögðu vil ég bæta við að auðvitað er ekki hægt að alhæfa um allt og alla og innst inni vitum við flest hvað lífið snýst um. Við vitum að allt þetta dót veitir okkur enga raunverulega hamingju heldur í besta falli stundarfró þar til næsta „jólagjöf ársins“ poppar upp. Við vitum að jólin snúast um ljós og frið og gæðastundir með þeim sem okkur þykir vænst um. En einhverra hluta vegna virðast þau ítök sem hjörðin hefur vera ótrúlega sterk og um leið og flaumurinn fer af stað hrífur hann fólk með sér – þrátt fyrir háleitar yfirlýsingar þess um raunverulegt gildi jólanna. Gleðilega hátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum rakst ég á umræðu á netinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um það hversu hárri upphæð væri sanngjarnt að eyða í jólagjöf til barnanna. Margir nefndu ákveðið viðmið – allt frá nokkrum þúsundköllum upp í tugi þúsunda. Og oftar en ekki var búið að ákveða hærri upphæð fyrir eldri börn en þau yngri. Ég velti því fyrir mér hvaða hugur liggur hér að baki. Hvað felst í þeim gjöfum sem við gefum börnunum okkar og öðrum ástvinum? Það er svo skrítið hvernig gildismat landans virðist að miklu leyti markast af peningum. Peningar eru orðnir mælikvarði á það hversu mikils virði hlutirnir eru og ef þú kaupir eitthvað nógu dýrt þá ættirðu að vera öruggur með að verða þér ekki til skammar með jólagjöfinni sem þú gefur. Á hverju ári þegar jólin nálgast byrjar sami tvískinnungurinn að hljóma. Fólk deilir á samfélagsmiðlum fallegum boðskap um raunverulegan tilgang jólanna og þá þætti sem við eigum að leggja áherslu á á þessum tíma. Ekki tapa þér í stressinu! Ekki missa þig í þrifum og tiltekt! Ekki versla frá þér allt vit! Því jólin eru hátíð ljóss og friðar. Fljótlega fara svo að tínast inn sögur þar sem niðurbrotnir jólasveinar skammast sín fyrir að hafa gefið barni mandarínu þegar annar jólasveinn (augljóslega alveg með’etta) gaf nýjustu eplagræjuna. Og þá er ég ekki að tala um skrælara. Auglýsingar æpa á okkur með „jólagjöf ársins“ og áður en fólk getur snúið sér í hring hefur hjarðhegðunin tekið völdin og allir hlaupa á eftir hinum til að verða sér nú ekki til skammar með einhverri hallærisgjöf sem var vinsæl í fyrra. Eða jafnvel hitteðfyrra!Lífseigt fyrirbæri Svo virðist sem efnishyggja sé ótrúlega lífseigt fyrirbæri. Svo lífseig að hún nær rétt svo að blunda í þjóðarsálinni í gegnum krepputíma en vaknar af dvalanum jafnskjótt og fólk er komið um borð í björgunarbátana á meðan skútan marar enn í hálfu kafi. Kapphlaupið endurtekur sig – allir verða að eignast það sem Jói og Sigga við hliðina voru að eignast. Allir rembast við að skreyta sig með fjöðrum af sama hananum. Sem mér finnst raunar alveg óskiljanlegt, því hvað er eftirsóknarvert við það að heilu raðhúsalengjurnar séu með sömu blómavasana, sömu húsgagnalínuna og sama þrefalda klósettpappírinn (en hey, þetta er sko PAPCO!)? Hvað hlýst af þessu öllu? Börnin alast upp við brenglað gildismat þar sem það skiptir minna máli hver þú ert og hvað þú gerir heldur en hvað þú átt… og hvað það kostaði! Mannkostir einstaklingsins lúta í lægra haldi fyrir efnislegum hlutum, íburði og tilgerð. Sorglegt en satt. Og þegar upp er staðið skilur þetta ekkert eftir sig því enginn mun minnast þín fyrir dótið sem þú áttir. Pældu í því. Að þessu sögðu vil ég bæta við að auðvitað er ekki hægt að alhæfa um allt og alla og innst inni vitum við flest hvað lífið snýst um. Við vitum að allt þetta dót veitir okkur enga raunverulega hamingju heldur í besta falli stundarfró þar til næsta „jólagjöf ársins“ poppar upp. Við vitum að jólin snúast um ljós og frið og gæðastundir með þeim sem okkur þykir vænst um. En einhverra hluta vegna virðast þau ítök sem hjörðin hefur vera ótrúlega sterk og um leið og flaumurinn fer af stað hrífur hann fólk með sér – þrátt fyrir háleitar yfirlýsingar þess um raunverulegt gildi jólanna. Gleðilega hátíð.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun