Drátturinn í Evrópudeildinni: Klopp snýr aftur til Þýskalands og United mætir dönsku meisturunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2015 12:04 Jürgen Klopp og félagar hjá Liverpool eru í pottinum. Vísir/Getty Ensku stórliðin Liverpool og Manchester United fara til Þýskalands annars vegar og Danmerkur hins vegar í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Jürgen Klopp fer með strákana sína á kunnuglegar slóðir í Þýskalandi þar sem andstæðingurinn verður Augsburg. Louis van Gaal gæti komið við í Legolandi á leið sinni í leikinn við dönsku meistarana í Midtjylland á Jótlandi.Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos gegn Arsenal á Emirates í haust.Vísir/EPAAlfreð Finnbogason og félagar hjá gríska liðinu Olympiacos mæta belgíska liðinu Anderlecht. Ragnar Sigurðsson og liðsmenn Krasnodar í Rússlandi mæta Spörtu frá Prag. Þá reyna Birkir Bjarnason og leikmenn Basel franska liðinu St-Étienne. Birkir fær þar með forsmekkinn af Stade Geoffroy-Guichard leikvanginum þar sem Ísland mætir Portúgal í F-riðli Evrópumóts karla næsta sumar. Fylgst var með drættinum í beinni lýsingu hér á Vísi og má sjá dráttinn í heild sinni hér að neðan. Fyrr í dag varð ljóst að Arsenal mætir Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dráttinn í heild má sjá hér. Leikirnir fara fram fimmtudagana 18. og 25 febrúar. Að neðan má sjá liðin uppfærast jafnóðum. Fyrra liðið er á heimavelli. Feitletruðu liðin eru úr ensku úrvalsdeildinni og Íslendingalið. Fenerbahce - Lokomotiv Moskva Sion - Braga Borussia Dortmund - Porto Midtjylland - Manchester UnitedVillarreal - Napólí Marseille - Athletic Bilbao St-Étienne - BaselSporting CP - Bayer Leverkusen Fiorentina - Tottenham Anderlecht - OlympiacosSparta Prag - FC KrasnodarAugsburg - LiverpoolSevilla - Molde Valencia - Rapid Vín Galatasaray - Lazio Shakhtar Donetsk - Schalke Tvær undantekningar eru á dagsetningum leikja. Fenerbahce og Lokomotiv Moskva spila fyrri leikinn í Tyrklandi þriðjudaginn 16. febrúar og Sion sækir Braga heim í síðari leik liðanna miðvikudaginn 24. febrúar. Ástæðan fyrir þessum tilfæringum er sú að Galatasaray og Porto eiga leiki sömu kvöld.Tweets by @EuropaLeague Leikmaður Midtjylland er spenntur fyrir leiknum gegn United Unreal! I'm actually going to play against Manchester United. The club I've supported since I was a boy. @EuropaLeague @ManUtd— Tim Sparv (@TimSparv) December 14, 2015 Evrópudeild UEFA Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Ensku stórliðin Liverpool og Manchester United fara til Þýskalands annars vegar og Danmerkur hins vegar í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Jürgen Klopp fer með strákana sína á kunnuglegar slóðir í Þýskalandi þar sem andstæðingurinn verður Augsburg. Louis van Gaal gæti komið við í Legolandi á leið sinni í leikinn við dönsku meistarana í Midtjylland á Jótlandi.Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos gegn Arsenal á Emirates í haust.Vísir/EPAAlfreð Finnbogason og félagar hjá gríska liðinu Olympiacos mæta belgíska liðinu Anderlecht. Ragnar Sigurðsson og liðsmenn Krasnodar í Rússlandi mæta Spörtu frá Prag. Þá reyna Birkir Bjarnason og leikmenn Basel franska liðinu St-Étienne. Birkir fær þar með forsmekkinn af Stade Geoffroy-Guichard leikvanginum þar sem Ísland mætir Portúgal í F-riðli Evrópumóts karla næsta sumar. Fylgst var með drættinum í beinni lýsingu hér á Vísi og má sjá dráttinn í heild sinni hér að neðan. Fyrr í dag varð ljóst að Arsenal mætir Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dráttinn í heild má sjá hér. Leikirnir fara fram fimmtudagana 18. og 25 febrúar. Að neðan má sjá liðin uppfærast jafnóðum. Fyrra liðið er á heimavelli. Feitletruðu liðin eru úr ensku úrvalsdeildinni og Íslendingalið. Fenerbahce - Lokomotiv Moskva Sion - Braga Borussia Dortmund - Porto Midtjylland - Manchester UnitedVillarreal - Napólí Marseille - Athletic Bilbao St-Étienne - BaselSporting CP - Bayer Leverkusen Fiorentina - Tottenham Anderlecht - OlympiacosSparta Prag - FC KrasnodarAugsburg - LiverpoolSevilla - Molde Valencia - Rapid Vín Galatasaray - Lazio Shakhtar Donetsk - Schalke Tvær undantekningar eru á dagsetningum leikja. Fenerbahce og Lokomotiv Moskva spila fyrri leikinn í Tyrklandi þriðjudaginn 16. febrúar og Sion sækir Braga heim í síðari leik liðanna miðvikudaginn 24. febrúar. Ástæðan fyrir þessum tilfæringum er sú að Galatasaray og Porto eiga leiki sömu kvöld.Tweets by @EuropaLeague Leikmaður Midtjylland er spenntur fyrir leiknum gegn United Unreal! I'm actually going to play against Manchester United. The club I've supported since I was a boy. @EuropaLeague @ManUtd— Tim Sparv (@TimSparv) December 14, 2015
Evrópudeild UEFA Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti