Bíó og sjónvarp

Gunnar verðlaunaður í Marokkó

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Gunnar Jónsson fer með hlutverk Fúsa í samnefndri kvikmynd.
Gunnar Jónsson fer með hlutverk Fúsa í samnefndri kvikmynd.
Leikarinn Gunnar Jónsson hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Fúsi á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Marrakech. Dagur Kári Pétursson leikstýrði Fúsa og skrifaði jafnframt handritið að hennar en auk Gunnars fer Ilmur Kristjánsdóttir með stórt hlutverk í myndinni.

Myndin vann í byrjun nóvember til þriggja verðlauna á Norrænu kvikmyndadögunum í Lübeck. Áhorfendaverðlaun hátíðarinnar, Interfilm-kirkju verðlaun hátíðarinn auk þess sem Gunnar hlaut sérstök heiðursverðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Einnig vann myndin til kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs og vann þrenn verðlaun á Tribeca-hátíðinni.

Fúsi fjallar um rúmlega fertugan mann sem býr heima hjá móður sinni og starfar á flugvelli við að ferma og afferma flugvélar á þar til gerðu farartæki. Líf Fúsa er í fremur föstum skorðum, jafnvel tíðindalítið, en þegar hann kynnist ungri stúlku og konu á svipuðum aldri fer að draga til tíðinda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×