COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2015 11:31 Francois Hollande Frakklandsforseti, Laurent Fabius, utanríkisráherra Frakklands og forseti COP21, og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/AFP Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar í París, segir að nýr loftslagssamningur verði lagalega bindandi og feli í sér að hækkun meðalhitastigs fram til ársins 2100 verði „vel innan við tvær gráður. Lokadrög loftslagssamningsins voru kynnt ráðherrum í París í morgun. „Þetta er vel samsettur texti, raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur,“ sagði Fabius á fréttamannafundi rétt í þessu. Utanríkisráðherrann segir að fjármögnunin, sem hefur verið eitt helsta þrætuepli viðræðnanna, verði tröppuð upp fram til ársins 2025. Samningnum verði fylgt eftir með endurskoðun á frammistöðum ríkja fimmta hvert ár. Hann segir að andrúmsloftið á ráðstefnunni hafi verið „einstaklega jákvætt“. „Við viljum ekki að ráðstefnan í Kaupmannahöfn 2009 endurtaki sig. En ekkert er enn í hendi. Enginn okkar getur aðhafst einn og sér. Enginn verður hamingjusamur einn og sér. Nú eru örlög heimsins og okkar höndum.“ Fabius gat vart haldið aftur af tilfinningum sínum þegar hann lauk ræðu sinni, en Ban Ki-monn, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók svo við orðinu. „Við skulum klára þessa vinnu. Heimurinn allur er að hlusta á okkur.“ Francois Hollande Frakklandsforseti sagði að samningurinn yrði ekki fullkominn fyrir alla, en væri engu að síður mikill sigur fyrir alla – þar sem það sé sigur fyrir loftslagið að við samkomulag hafi náðst. „Þið verðið að grípa tækifærið að taka ákvörðun í dag. Það er það sem heimurinn þarfnast.“ Þó svo að lokadrög séu tilbúin eiga þjóðirnar eftir að samþykkja þau og samningurinn verður aðeins samþykktur með samþykki allra þeirra 195 þjóða sem eiga aðild að loftslagssamningnum. Þannig er búist við að samningurinn verðir ekki endanlega samþykktur fyrr en seint í dag eða jafnvel á morgun. Sjá má drögin í viðhengi að neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar í París, segir að nýr loftslagssamningur verði lagalega bindandi og feli í sér að hækkun meðalhitastigs fram til ársins 2100 verði „vel innan við tvær gráður. Lokadrög loftslagssamningsins voru kynnt ráðherrum í París í morgun. „Þetta er vel samsettur texti, raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur,“ sagði Fabius á fréttamannafundi rétt í þessu. Utanríkisráðherrann segir að fjármögnunin, sem hefur verið eitt helsta þrætuepli viðræðnanna, verði tröppuð upp fram til ársins 2025. Samningnum verði fylgt eftir með endurskoðun á frammistöðum ríkja fimmta hvert ár. Hann segir að andrúmsloftið á ráðstefnunni hafi verið „einstaklega jákvætt“. „Við viljum ekki að ráðstefnan í Kaupmannahöfn 2009 endurtaki sig. En ekkert er enn í hendi. Enginn okkar getur aðhafst einn og sér. Enginn verður hamingjusamur einn og sér. Nú eru örlög heimsins og okkar höndum.“ Fabius gat vart haldið aftur af tilfinningum sínum þegar hann lauk ræðu sinni, en Ban Ki-monn, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók svo við orðinu. „Við skulum klára þessa vinnu. Heimurinn allur er að hlusta á okkur.“ Francois Hollande Frakklandsforseti sagði að samningurinn yrði ekki fullkominn fyrir alla, en væri engu að síður mikill sigur fyrir alla – þar sem það sé sigur fyrir loftslagið að við samkomulag hafi náðst. „Þið verðið að grípa tækifærið að taka ákvörðun í dag. Það er það sem heimurinn þarfnast.“ Þó svo að lokadrög séu tilbúin eiga þjóðirnar eftir að samþykkja þau og samningurinn verður aðeins samþykktur með samþykki allra þeirra 195 þjóða sem eiga aðild að loftslagssamningnum. Þannig er búist við að samningurinn verðir ekki endanlega samþykktur fyrr en seint í dag eða jafnvel á morgun. Sjá má drögin í viðhengi að neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52