Forseti: Ábyrgðin er okkar Stefán Jón Hafstein skrifar 12. desember 2015 07:00 Traust á valdastofnunum og áhrifafólki er í lágmarki sem er hættulegt í lýðræðisríki, því slíkt grefur undan annars konar trausti sem þarf að vera til staðar: Sjálfstrausti kjósenda. „Þetta þýðir ekkert“ viðkvæðið heyrist æ oftar, vonleysi um nauðsynlegar breytingar tekur við og fólk kýs að grafa sig í fönn og reyna að gleyma með því að skipuleggja kósíkvöld til að lifa af. Þetta er því miður tónninn hjá alltof mörgum þegar í hönd fara tvennar kosningar sem geta skipt miklu um framtíð þjóðarinnar, forsetakosningar 2016 og þingkosningar 2017. Þær fyrri þurfa að vera upptaktur að samfélagsumbótum, velja þarf öflugan málsvara almannahagsmuna sem stuðlar að siðvæðingu og lýðræðisframförum. Nýr forseti á að vera boðberri nýrra tíma og allir flokkar að fá skilboð um að kjósendur vilji kaflaskil. Þess vegna eru forsetakosningarnar mikilvægar. Ég er sammála núverandi og fráfarandi forseta sem sagði í útvarpsviðtali að erindi sitt væri þrotið, þjóðin þyrfti að geta hugsað um framtíðina án sín. Þar er af nógu að taka til að byggja upp jákvæða, framsýna og mannúðlega sjálfsmynd þjóðarinnar og nýkjörinn forseti árið 2016 á að vísa veg til nýrra tíma.Tími til að breyta Margir amast við því að forseti ætli að bjóða sig fram enn og aftur og heimta að hann „stígi til hliðar“. Því er ég ósammála. Ef forseti vill bjóða sig fram hefur hann til þess fullt leyfi og bersýnilega hefur hann um sig hóp sem vill það. Ég ver því rétt frambjóðandans til að komast að niðurstöðu með sjálfum sér, því enginn áhrifamaður í þjóðfélaginu er jafn berskjaldaður gagnvart þjóðarvilja og forseti. Nú er gott tækifæri til að þakka forseta það sem vel hann hefur gert og kveðja fortíðina. Ef forseti þekkir ekki vitjunartíma sinn gerir þjóðin það.Ranghugmyndir Við verðum að greina nokkrar ranghugmyndir um forseta:1) Að forsetinn sé í einhvers konar óleyfi að stefna að þaulsetu. Það er formlega séð rangt og hugmyndafræðilega líka, því kjósendur bera ábyrgð á því hver situr hverju sinni og hve lengi.2) Að ekki sé hægt að fella sitjandi forseta. Í hinu ófullkomna lýðræðiskerfi á Vesturlöndum er höfuðkostur að margoft hafa ríkisstjórnir og forsetar tapað í kosningum og íslenska kerfið býður upp á það sama. Hafi kjósendur til þess sjálfstraust skipta þeir einfaldlega um forseta eins og þeir skipta um forsætisráðherra eða borgarstjóra. Það er heimsins eðlilegasti hlutur að fella forseta í kosningum og vottur um lýðræðislegan þroska.3) Að „staða“ núverandi forseta sé svo sterk að „margt ágætt fólk sem annars myndi gefa kosta á sér“ bla bla þori ekki að undirbúa framboð. Staða forsetans er nákvæmlega jafn sterk og kjósendur ákveða sjálfir. Það sannast með því að meintur styrkur forsetans sveiflast einatt til og frá. Þessi tilbúni fælingarmáttur býr í hugum ráðalausra.4) Goðsagnasmíð: Lágmarksþekking á greiningu gagna um stjórnmálaviðhorf nægir til að sjá að ekki þarf mikla sveiflu til að kjósa nýjan forseta – við réttar aðstæður. Goðsögnin um að forsetinn sé ósigrandi er lífseig vegna þess að hann er slóttugasti stjórnmálamaður sem nú er uppi á Íslandi og keppist við að halda lifandi hugmyndinni um einstakar sigurlíkur sínar. Til þess nýtast húðlatir álitsgjafar og umræðustjórar sem nenna ekki að vinna heimavinnuna og bergmála hver annan. Ekki er við forseta að sakast í því efni.Vandamál þjóðarinnar Ef núverandi forseti og þaulseta hans er vandamál, er það ekki hans vandamál. Forseti er á ábyrgð þjóðarinnar og ef hún aulast ekki til að skilja út á hvað lýðræði og samfélagsleg ábyrgð ganga fær hún bara það sem hún á skilið. Aftur, aftur, aftur, aftur og aftur. Fimm sinnum að lágmarki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Stefán Jón Hafstein Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Traust á valdastofnunum og áhrifafólki er í lágmarki sem er hættulegt í lýðræðisríki, því slíkt grefur undan annars konar trausti sem þarf að vera til staðar: Sjálfstrausti kjósenda. „Þetta þýðir ekkert“ viðkvæðið heyrist æ oftar, vonleysi um nauðsynlegar breytingar tekur við og fólk kýs að grafa sig í fönn og reyna að gleyma með því að skipuleggja kósíkvöld til að lifa af. Þetta er því miður tónninn hjá alltof mörgum þegar í hönd fara tvennar kosningar sem geta skipt miklu um framtíð þjóðarinnar, forsetakosningar 2016 og þingkosningar 2017. Þær fyrri þurfa að vera upptaktur að samfélagsumbótum, velja þarf öflugan málsvara almannahagsmuna sem stuðlar að siðvæðingu og lýðræðisframförum. Nýr forseti á að vera boðberri nýrra tíma og allir flokkar að fá skilboð um að kjósendur vilji kaflaskil. Þess vegna eru forsetakosningarnar mikilvægar. Ég er sammála núverandi og fráfarandi forseta sem sagði í útvarpsviðtali að erindi sitt væri þrotið, þjóðin þyrfti að geta hugsað um framtíðina án sín. Þar er af nógu að taka til að byggja upp jákvæða, framsýna og mannúðlega sjálfsmynd þjóðarinnar og nýkjörinn forseti árið 2016 á að vísa veg til nýrra tíma.Tími til að breyta Margir amast við því að forseti ætli að bjóða sig fram enn og aftur og heimta að hann „stígi til hliðar“. Því er ég ósammála. Ef forseti vill bjóða sig fram hefur hann til þess fullt leyfi og bersýnilega hefur hann um sig hóp sem vill það. Ég ver því rétt frambjóðandans til að komast að niðurstöðu með sjálfum sér, því enginn áhrifamaður í þjóðfélaginu er jafn berskjaldaður gagnvart þjóðarvilja og forseti. Nú er gott tækifæri til að þakka forseta það sem vel hann hefur gert og kveðja fortíðina. Ef forseti þekkir ekki vitjunartíma sinn gerir þjóðin það.Ranghugmyndir Við verðum að greina nokkrar ranghugmyndir um forseta:1) Að forsetinn sé í einhvers konar óleyfi að stefna að þaulsetu. Það er formlega séð rangt og hugmyndafræðilega líka, því kjósendur bera ábyrgð á því hver situr hverju sinni og hve lengi.2) Að ekki sé hægt að fella sitjandi forseta. Í hinu ófullkomna lýðræðiskerfi á Vesturlöndum er höfuðkostur að margoft hafa ríkisstjórnir og forsetar tapað í kosningum og íslenska kerfið býður upp á það sama. Hafi kjósendur til þess sjálfstraust skipta þeir einfaldlega um forseta eins og þeir skipta um forsætisráðherra eða borgarstjóra. Það er heimsins eðlilegasti hlutur að fella forseta í kosningum og vottur um lýðræðislegan þroska.3) Að „staða“ núverandi forseta sé svo sterk að „margt ágætt fólk sem annars myndi gefa kosta á sér“ bla bla þori ekki að undirbúa framboð. Staða forsetans er nákvæmlega jafn sterk og kjósendur ákveða sjálfir. Það sannast með því að meintur styrkur forsetans sveiflast einatt til og frá. Þessi tilbúni fælingarmáttur býr í hugum ráðalausra.4) Goðsagnasmíð: Lágmarksþekking á greiningu gagna um stjórnmálaviðhorf nægir til að sjá að ekki þarf mikla sveiflu til að kjósa nýjan forseta – við réttar aðstæður. Goðsögnin um að forsetinn sé ósigrandi er lífseig vegna þess að hann er slóttugasti stjórnmálamaður sem nú er uppi á Íslandi og keppist við að halda lifandi hugmyndinni um einstakar sigurlíkur sínar. Til þess nýtast húðlatir álitsgjafar og umræðustjórar sem nenna ekki að vinna heimavinnuna og bergmála hver annan. Ekki er við forseta að sakast í því efni.Vandamál þjóðarinnar Ef núverandi forseti og þaulseta hans er vandamál, er það ekki hans vandamál. Forseti er á ábyrgð þjóðarinnar og ef hún aulast ekki til að skilja út á hvað lýðræði og samfélagsleg ábyrgð ganga fær hún bara það sem hún á skilið. Aftur, aftur, aftur, aftur og aftur. Fimm sinnum að lágmarki.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar