Fíkniefni upp á milljarð króna: Tólf ára fangelsisdómur virðist óumflýjanlegur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2015 16:15 Tvö risastór fíkniefnamál komu upp í september þar sem efnin voru flutt in með Norrænu. Virði efnanna samanlagt er á annan milljarð íslenskra króna. Vísir/Vilhelm Mál yfir hollensku pari sem sakað er um að hafa flutt fíkniefni í húsbíl að andvirði tæplega eins milljarðs íslenskra króna til landsins verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn. Þau voru handtekin við komuna til Íslands með Norrænu þann 8. september með 209 þúsund e-töflur og 10 kíló af MDMA sem áætla má að framleiða megi um 85 þúsund e-töflur úr. Sé miðað við nýjustu tölur SÁÁ um götuvirði fíkniefna hér á landi er ljóst að söluvirði efnanna er 946 milljónir króna. Fregnir af handtöku fólksins rataði í fjölmiðla daginn eftir. Þar með var möguleiki lögregluyfirvalda til þess að fylgja fólkinu eftir, og veiða stærri fiska, úr sögunni. Grammið af kókaíni kostar nú um 15.750 krónur og e-taflan um 3220 krónur skv. upplýsingum á vef SÁÁ. Svipað mál um páskana Í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir manninum og konunni kemur fram að maðurinn játar að hafa vitað af efnunum í húsbílnum. Hann segist hins vegar vera burðardýr. Konan hefur frá upphafi neitað sök og segir maðurinn hana sömuleiðis ekki hafa vitað af tilvist efnanna. Sambærilegt mál kom upp hér á landi um síðastliðna páska þegar mæðgur frá Hollandi voru stöðvaðar með nægt magn MDMA til að framleiða 85 þúsund e-töflur og 42 kíló af amfetamíni auk minna magns af kókaíni. Virði alls efnsins á götum Íslands, ef miðað er við tölur SÁÁ, er um 440 milljónir króna og vega e-töflurnar og amfetamínið þar langþyngst. Móðirin játaði að hafa vitað af efnunum og sýndi mikinn samstarfsvilja. Hún sagði dóttur sína, sem var sautján ára, ekki hafa vitað um tilgang ferðarinnar til Íslands. Dóttirin sagðist sömuleiðis ekkert hafa vitað. Var móðirin ákærð auk sendisveins sem veitti meintum efnum viðtöku í tálbeituaðgerð lögreglu sem ekki gekk að óskum. Yfirmenn lögreglu líta ekki svo á að mistök hafi verið gerð í aðgerðinni en Vísir hefur fjallað um málið undanfarnar vikur. Hollenska móðirin í dómssal ásamt verjanda sínum. Burðardýr að sprengja refsirammann Móðirin, sem allir voru sammála um að væri burðardýr, hlaut ellefu ára fangelsi í héraði en hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ára fangelsi. Sendisveinninn sem sótti gerviefnin og var handtekinn fékk fimm ára fangelsi. Málinu hefur verið áfrýjað Miðað við þunga dóminn sem hollenska móðirinn fékk og þá staðreynd að hún sýndi mikinn samstarfsvilja auk þess að játa að hafa vitað af efnunum verður afar fróðlegt að fylgjast með máli hollenska parsins. Sjá einnig:Eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslands Um umtalsvert meira magn er að ræða en í tilfelli hollensku mæðgnanna og söluvirði rúmlega tvisvar sinnum meira. Miðað við það ætti ekki að koma á óvart ef hollenski karlinn fengi í það minnsta hámarksrefsingu, tólf ára fangelsi, en eins og áður segir neitar konan sök. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir dómara komna í ógöngur í fíkniefnamálum.Vísir/GVA Dómarar komnir í ógöngur Að þessu sögðu má ljóst vera að refsistefna í fíkniefnamálum er komin út í öfgar þegar burðardýr eru farin að fá hámarksrefsingu. Hvaða refsingu er hægt að veita höfuðpaurum og skipuleggjendum í slíkum málum? Ástríður Grímsdóttir í Héraðsdómi Reykjaness var dómari í máli hollensku móðurinnar en hún þykir afar hörð þegar kemur að fíkniefnamálum. Guðjón St. Marteinsson verður dómari í fjölskipuðum dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur og verður því fróðlegt að sjá hvort dómurinn, sem verður upp kveðinn að lokinni aðalmeðferð á nýju ári, verði á pari við dóm Ástríðar. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur sagði við Vísi á dögunum að dómarar væru komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum. Full ástæða sé til að endurskoða lög yfir þeim sem gerist sekir um brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Með dómafordæmum megi vel réttlæta ellefu árin sem hollenska móðirin fékk. „Það eru fyrri dómadæmi sem eru mjög þungir dómar. Aukning frá því sem menn hafa áður verið með. Búið er að skapa fordæmi og þá geta menn illa farið niður fyrir það. Að sumu leyti er búið að gera þetta og eina rökrétta skrefið að halda áfram með það.“ Lýst var eftir hollenska manninum á Reddit. Fjórir í haldi í öðru stóru máli Annað stórt fíkniefnamál sem kom upp í lok september er enn til rannsóknar lögreglu þar sem tveir Íslendingar og tveir Hollendingar eru í gæsluvarðhaldi. Í því máli var bíl fylgt eftir frá Norrænu og fylgst með í nokkra daga. Fóru handtökur fram þegar reynt var að nálgast bílinn eftir að hafa staðið óhreyfður á bílaplani í nokkurn tíma. Við leit í bílnum fundust 19,5 kíló af amfetamíni og 3,5 kíló af kókaíni. Götuvirði efnanna er á annað hundrað milljóna króna. Málið hefur verið töluvert til umfjöllunar þar sem annar Hollendinganna glímir við þroskaskerðingu. Þá hafa verjendur Íslendinganna verið sakaðir um að brjóta gegn fjölmiðlabanni sem skjólstæðingar þeirra sættu í gæsluvarðhaldi. Annar fyrir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum um málið en hinn að hafa sýnt sakbornini, sem sætti einangrun, úrklippur úr blaðagreinum og þannig koma upplýsingum til hans um gang mála. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu lögreglustjóra um að verjendur yrðu látnir víkja. Mennirnir fjórir eru enn í gæsluvarðhaldi en rannsókn lögreglu í málinu stendur enn yfir. Tengdar fréttir Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn "Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. desember 2015 09:30 Greindarskerti Hollendingurinn mótmælti ekki gæsluvarðhaldi Sagðist ekki treysta sér til að sjá um sig sjálfan hér á landi þangað til hann verður sóttur til saka. 24. nóvember 2015 16:15 Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Mál yfir hollensku pari sem sakað er um að hafa flutt fíkniefni í húsbíl að andvirði tæplega eins milljarðs íslenskra króna til landsins verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn. Þau voru handtekin við komuna til Íslands með Norrænu þann 8. september með 209 þúsund e-töflur og 10 kíló af MDMA sem áætla má að framleiða megi um 85 þúsund e-töflur úr. Sé miðað við nýjustu tölur SÁÁ um götuvirði fíkniefna hér á landi er ljóst að söluvirði efnanna er 946 milljónir króna. Fregnir af handtöku fólksins rataði í fjölmiðla daginn eftir. Þar með var möguleiki lögregluyfirvalda til þess að fylgja fólkinu eftir, og veiða stærri fiska, úr sögunni. Grammið af kókaíni kostar nú um 15.750 krónur og e-taflan um 3220 krónur skv. upplýsingum á vef SÁÁ. Svipað mál um páskana Í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir manninum og konunni kemur fram að maðurinn játar að hafa vitað af efnunum í húsbílnum. Hann segist hins vegar vera burðardýr. Konan hefur frá upphafi neitað sök og segir maðurinn hana sömuleiðis ekki hafa vitað af tilvist efnanna. Sambærilegt mál kom upp hér á landi um síðastliðna páska þegar mæðgur frá Hollandi voru stöðvaðar með nægt magn MDMA til að framleiða 85 þúsund e-töflur og 42 kíló af amfetamíni auk minna magns af kókaíni. Virði alls efnsins á götum Íslands, ef miðað er við tölur SÁÁ, er um 440 milljónir króna og vega e-töflurnar og amfetamínið þar langþyngst. Móðirin játaði að hafa vitað af efnunum og sýndi mikinn samstarfsvilja. Hún sagði dóttur sína, sem var sautján ára, ekki hafa vitað um tilgang ferðarinnar til Íslands. Dóttirin sagðist sömuleiðis ekkert hafa vitað. Var móðirin ákærð auk sendisveins sem veitti meintum efnum viðtöku í tálbeituaðgerð lögreglu sem ekki gekk að óskum. Yfirmenn lögreglu líta ekki svo á að mistök hafi verið gerð í aðgerðinni en Vísir hefur fjallað um málið undanfarnar vikur. Hollenska móðirin í dómssal ásamt verjanda sínum. Burðardýr að sprengja refsirammann Móðirin, sem allir voru sammála um að væri burðardýr, hlaut ellefu ára fangelsi í héraði en hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ára fangelsi. Sendisveinninn sem sótti gerviefnin og var handtekinn fékk fimm ára fangelsi. Málinu hefur verið áfrýjað Miðað við þunga dóminn sem hollenska móðirinn fékk og þá staðreynd að hún sýndi mikinn samstarfsvilja auk þess að játa að hafa vitað af efnunum verður afar fróðlegt að fylgjast með máli hollenska parsins. Sjá einnig:Eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslands Um umtalsvert meira magn er að ræða en í tilfelli hollensku mæðgnanna og söluvirði rúmlega tvisvar sinnum meira. Miðað við það ætti ekki að koma á óvart ef hollenski karlinn fengi í það minnsta hámarksrefsingu, tólf ára fangelsi, en eins og áður segir neitar konan sök. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir dómara komna í ógöngur í fíkniefnamálum.Vísir/GVA Dómarar komnir í ógöngur Að þessu sögðu má ljóst vera að refsistefna í fíkniefnamálum er komin út í öfgar þegar burðardýr eru farin að fá hámarksrefsingu. Hvaða refsingu er hægt að veita höfuðpaurum og skipuleggjendum í slíkum málum? Ástríður Grímsdóttir í Héraðsdómi Reykjaness var dómari í máli hollensku móðurinnar en hún þykir afar hörð þegar kemur að fíkniefnamálum. Guðjón St. Marteinsson verður dómari í fjölskipuðum dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur og verður því fróðlegt að sjá hvort dómurinn, sem verður upp kveðinn að lokinni aðalmeðferð á nýju ári, verði á pari við dóm Ástríðar. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur sagði við Vísi á dögunum að dómarar væru komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum. Full ástæða sé til að endurskoða lög yfir þeim sem gerist sekir um brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Með dómafordæmum megi vel réttlæta ellefu árin sem hollenska móðirin fékk. „Það eru fyrri dómadæmi sem eru mjög þungir dómar. Aukning frá því sem menn hafa áður verið með. Búið er að skapa fordæmi og þá geta menn illa farið niður fyrir það. Að sumu leyti er búið að gera þetta og eina rökrétta skrefið að halda áfram með það.“ Lýst var eftir hollenska manninum á Reddit. Fjórir í haldi í öðru stóru máli Annað stórt fíkniefnamál sem kom upp í lok september er enn til rannsóknar lögreglu þar sem tveir Íslendingar og tveir Hollendingar eru í gæsluvarðhaldi. Í því máli var bíl fylgt eftir frá Norrænu og fylgst með í nokkra daga. Fóru handtökur fram þegar reynt var að nálgast bílinn eftir að hafa staðið óhreyfður á bílaplani í nokkurn tíma. Við leit í bílnum fundust 19,5 kíló af amfetamíni og 3,5 kíló af kókaíni. Götuvirði efnanna er á annað hundrað milljóna króna. Málið hefur verið töluvert til umfjöllunar þar sem annar Hollendinganna glímir við þroskaskerðingu. Þá hafa verjendur Íslendinganna verið sakaðir um að brjóta gegn fjölmiðlabanni sem skjólstæðingar þeirra sættu í gæsluvarðhaldi. Annar fyrir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum um málið en hinn að hafa sýnt sakbornini, sem sætti einangrun, úrklippur úr blaðagreinum og þannig koma upplýsingum til hans um gang mála. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu lögreglustjóra um að verjendur yrðu látnir víkja. Mennirnir fjórir eru enn í gæsluvarðhaldi en rannsókn lögreglu í málinu stendur enn yfir.
Tengdar fréttir Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn "Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. desember 2015 09:30 Greindarskerti Hollendingurinn mótmælti ekki gæsluvarðhaldi Sagðist ekki treysta sér til að sjá um sig sjálfan hér á landi þangað til hann verður sóttur til saka. 24. nóvember 2015 16:15 Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn "Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. desember 2015 09:30
Greindarskerti Hollendingurinn mótmælti ekki gæsluvarðhaldi Sagðist ekki treysta sér til að sjá um sig sjálfan hér á landi þangað til hann verður sóttur til saka. 24. nóvember 2015 16:15
Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent