Ritstjóri segir lögmann fara vísvitandi með rangfærslur Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2015 16:34 Þær Steinunn Ólína og Kristrún Elsa eru ekki á eitt sáttar og vísar sú fyrrnefnda gagnrýni hinnar síðarnefndu til föðurhúsanna. Kristrún Elsa Harðardóttir skammast í Kvennablaðinu vegna umfjöllunar um albönsku fjölskylduna á Facebooksíðu sinni. Kristrún Elsa er héraðsdómslögmaður hjá Land og lögmenn og eigandi íslensku skjalagerðarinnar en hún vill meina að umfjöllun Kvennablaðsins undir fyrirsögninni „Myrkraverk Útlendingastofnunar náðist á myndband“, um flutning albanskrar fjölskyldu af landi brott sé óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng. Fréttavefurinn mbl.is gerir sér mat úr Facebook-færslu lögmannsins. En þar kemur fram að Kristrún Elsa hafi starfað sem lögmaður hjá Útlendingastofnun við vinnslu hælismála og sé nú, sem sjálfstætt starfandi lögmaður, talsmaður hælisleitenda. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins og henni er ekki skemmt. „Kristrún skilur ekki íslensku – „myrkraverk“ eru framin í skjóli nætur og í umfjöllun Kvennablaðsins er ekki orði minnst á að lögreglan sé „vond“ enda er lögreglan að fylgja fyrirmælum útlendingastofnunnar og finnur þetta ekki upp hjá sjálfri sér. Þannig að gagnrýni Kristrúnar er rugl,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að aðgerðir Útlendingastofnunar séu óvægnar, ófagmannlegar og rangar og vill skila því til föðurhúsanna; gagnrýni Kristrúnar Elsu sé ekki á rökum reist. Og Steinunn furðar sig jafnframt á því að þarna fari talsmaður hælisleitenda. „Ég sendi henni skilaboð sem ég vona að hún fái, svohljóðandi: Sæl Kristrún, í umfjöllun Kvennablaðsins sem þú gagnrýnir á mbl.is er ekki orði hallað á störf lögreglu í þessu tiltekna máli þannig að það er ekki ljóst hvað þér gengur til annað en að fara vísvitandi með rangfærslur sem varla er héraðsdómslögmanni sæmandi.“Mikið er þetta óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng umfjöllun. Sjálf hef ég starfað beggja megin við borðið. Áður sem l...Posted by Kristrún Elsa Harðardóttir on 10. desember 2015 Flóttamenn Tengdar fréttir Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Kristrún Elsa Harðardóttir skammast í Kvennablaðinu vegna umfjöllunar um albönsku fjölskylduna á Facebooksíðu sinni. Kristrún Elsa er héraðsdómslögmaður hjá Land og lögmenn og eigandi íslensku skjalagerðarinnar en hún vill meina að umfjöllun Kvennablaðsins undir fyrirsögninni „Myrkraverk Útlendingastofnunar náðist á myndband“, um flutning albanskrar fjölskyldu af landi brott sé óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng. Fréttavefurinn mbl.is gerir sér mat úr Facebook-færslu lögmannsins. En þar kemur fram að Kristrún Elsa hafi starfað sem lögmaður hjá Útlendingastofnun við vinnslu hælismála og sé nú, sem sjálfstætt starfandi lögmaður, talsmaður hælisleitenda. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins og henni er ekki skemmt. „Kristrún skilur ekki íslensku – „myrkraverk“ eru framin í skjóli nætur og í umfjöllun Kvennablaðsins er ekki orði minnst á að lögreglan sé „vond“ enda er lögreglan að fylgja fyrirmælum útlendingastofnunnar og finnur þetta ekki upp hjá sjálfri sér. Þannig að gagnrýni Kristrúnar er rugl,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að aðgerðir Útlendingastofnunar séu óvægnar, ófagmannlegar og rangar og vill skila því til föðurhúsanna; gagnrýni Kristrúnar Elsu sé ekki á rökum reist. Og Steinunn furðar sig jafnframt á því að þarna fari talsmaður hælisleitenda. „Ég sendi henni skilaboð sem ég vona að hún fái, svohljóðandi: Sæl Kristrún, í umfjöllun Kvennablaðsins sem þú gagnrýnir á mbl.is er ekki orði hallað á störf lögreglu í þessu tiltekna máli þannig að það er ekki ljóst hvað þér gengur til annað en að fara vísvitandi með rangfærslur sem varla er héraðsdómslögmanni sæmandi.“Mikið er þetta óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng umfjöllun. Sjálf hef ég starfað beggja megin við borðið. Áður sem l...Posted by Kristrún Elsa Harðardóttir on 10. desember 2015
Flóttamenn Tengdar fréttir Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31
Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26
Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58