Ritstjóri segir lögmann fara vísvitandi með rangfærslur Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2015 16:34 Þær Steinunn Ólína og Kristrún Elsa eru ekki á eitt sáttar og vísar sú fyrrnefnda gagnrýni hinnar síðarnefndu til föðurhúsanna. Kristrún Elsa Harðardóttir skammast í Kvennablaðinu vegna umfjöllunar um albönsku fjölskylduna á Facebooksíðu sinni. Kristrún Elsa er héraðsdómslögmaður hjá Land og lögmenn og eigandi íslensku skjalagerðarinnar en hún vill meina að umfjöllun Kvennablaðsins undir fyrirsögninni „Myrkraverk Útlendingastofnunar náðist á myndband“, um flutning albanskrar fjölskyldu af landi brott sé óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng. Fréttavefurinn mbl.is gerir sér mat úr Facebook-færslu lögmannsins. En þar kemur fram að Kristrún Elsa hafi starfað sem lögmaður hjá Útlendingastofnun við vinnslu hælismála og sé nú, sem sjálfstætt starfandi lögmaður, talsmaður hælisleitenda. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins og henni er ekki skemmt. „Kristrún skilur ekki íslensku – „myrkraverk“ eru framin í skjóli nætur og í umfjöllun Kvennablaðsins er ekki orði minnst á að lögreglan sé „vond“ enda er lögreglan að fylgja fyrirmælum útlendingastofnunnar og finnur þetta ekki upp hjá sjálfri sér. Þannig að gagnrýni Kristrúnar er rugl,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að aðgerðir Útlendingastofnunar séu óvægnar, ófagmannlegar og rangar og vill skila því til föðurhúsanna; gagnrýni Kristrúnar Elsu sé ekki á rökum reist. Og Steinunn furðar sig jafnframt á því að þarna fari talsmaður hælisleitenda. „Ég sendi henni skilaboð sem ég vona að hún fái, svohljóðandi: Sæl Kristrún, í umfjöllun Kvennablaðsins sem þú gagnrýnir á mbl.is er ekki orði hallað á störf lögreglu í þessu tiltekna máli þannig að það er ekki ljóst hvað þér gengur til annað en að fara vísvitandi með rangfærslur sem varla er héraðsdómslögmanni sæmandi.“Mikið er þetta óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng umfjöllun. Sjálf hef ég starfað beggja megin við borðið. Áður sem l...Posted by Kristrún Elsa Harðardóttir on 10. desember 2015 Flóttamenn Tengdar fréttir Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Kristrún Elsa Harðardóttir skammast í Kvennablaðinu vegna umfjöllunar um albönsku fjölskylduna á Facebooksíðu sinni. Kristrún Elsa er héraðsdómslögmaður hjá Land og lögmenn og eigandi íslensku skjalagerðarinnar en hún vill meina að umfjöllun Kvennablaðsins undir fyrirsögninni „Myrkraverk Útlendingastofnunar náðist á myndband“, um flutning albanskrar fjölskyldu af landi brott sé óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng. Fréttavefurinn mbl.is gerir sér mat úr Facebook-færslu lögmannsins. En þar kemur fram að Kristrún Elsa hafi starfað sem lögmaður hjá Útlendingastofnun við vinnslu hælismála og sé nú, sem sjálfstætt starfandi lögmaður, talsmaður hælisleitenda. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins og henni er ekki skemmt. „Kristrún skilur ekki íslensku – „myrkraverk“ eru framin í skjóli nætur og í umfjöllun Kvennablaðsins er ekki orði minnst á að lögreglan sé „vond“ enda er lögreglan að fylgja fyrirmælum útlendingastofnunnar og finnur þetta ekki upp hjá sjálfri sér. Þannig að gagnrýni Kristrúnar er rugl,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að aðgerðir Útlendingastofnunar séu óvægnar, ófagmannlegar og rangar og vill skila því til föðurhúsanna; gagnrýni Kristrúnar Elsu sé ekki á rökum reist. Og Steinunn furðar sig jafnframt á því að þarna fari talsmaður hælisleitenda. „Ég sendi henni skilaboð sem ég vona að hún fái, svohljóðandi: Sæl Kristrún, í umfjöllun Kvennablaðsins sem þú gagnrýnir á mbl.is er ekki orði hallað á störf lögreglu í þessu tiltekna máli þannig að það er ekki ljóst hvað þér gengur til annað en að fara vísvitandi með rangfærslur sem varla er héraðsdómslögmanni sæmandi.“Mikið er þetta óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng umfjöllun. Sjálf hef ég starfað beggja megin við borðið. Áður sem l...Posted by Kristrún Elsa Harðardóttir on 10. desember 2015
Flóttamenn Tengdar fréttir Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31
Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26
Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58