Markmið að færa fé út á land Sveinn Arnarsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Vigdís Hauksdóttir Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar eru nú til umræðu á þingi í annarri umræðu um fjárlög. Af þeim 8,8 milljörðum króna sem meirihlutinn gerir tillögur um til breytinga munu aðeins rúmar 80 milljónir fara til Vestfjarða. Fréttablaðið fór yfir tillögur meirihluta fjárlaganefndar með það markmið að greina í hvaða landshluta breytingartillögurnar fara. Kom í ljós að af þeim tæpum níu milljörðum sem áætlaðir eru í breytingar meirihlutans er hægt að staðsetja 3,8 milljarða. Einnig eru aðrar 1.172 milljónir sem áætlaðar eru til landsbyggðanna án þess að það sé skilgreint nánar. Á árinu 2014 setti forsætisráðherra á laggirnar nefnd um atvinnuástand og horfur á Norðurlandi vestra. Var nefndinni falið að koma með tillögur til ríkisstjórnar Íslands sem hægt væri að ráðast í til að auka atvinnu á svæðinu. Nefndin, undir forystu oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði, skilaði á fjórða tug tillagna til ríkisstjórnarinnar. Nú er sú nefnd að uppskera ríkulega fyrir landshlutann. 370 milljónir króna leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fari aukalega í landshlutann í hin ýmsu verk. „Við tókum á móti rúmlega fjörutíu sveitarfélögum og landshlutasamtökum auk Sambands íslenskra sveitarfélaga þannig að við reynum að setja fjármagn þar sem mest skortir á,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Þessar breytingartillögur eru að okkar mati landsbyggðarmiðaðar tillögur. Reykjavíkursvæðið er að taka svo stóran part af fjárlögum hvers árs þannig að nú erum við að setja peninga út á landsbyggðina í grunnkerfið þar, hafnir, flugvelli, samgöngur og fjarskipti. Ljósleiðaraverkefnið er gríðarlega mikilvægt til dæmis. Svo setjum við 400 milljónir í hafnarframkvæmdir vítt og breitt um landið, bætum í vegi í dreifðum byggðum og svo erum við að styrkja stöðu Norðurlands vestra sem hefur lengi átt í miklum erfiðleikum.“ Norðurland eystra og Suðurland fá næstum jafn mikið úr breytingartillögum meirihlutans eða um 435 milljónir króna. Lagt er til að um 300 milljónir fari á Austurland og um 200 milljónir á Vesturland. Reykjanesið fær örlítið minna eða um 190 milljónir. Vestfirðir skera sig svo úr með 88,2 milljónir króna. Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri fjórðungssambands Vestfirðinga, fagnar því að bæta eigi í á Norðurlandi vestra og segir sértækar byggðaaðgerðir sem þessar mikilvægar. „Að sama skapi minnum við á Vestfjörðum á það loforð sem gefið var þegar umrædd nefnd var sett á laggirnar, að þegar þeirri vinnu væri lokið ætti að huga að Vestfjörðum. Okkur þykir fjórðungurinn ekki hafa notið sannmælis í fjárlagagerðinni það sem af er,“ segir Aðalsteinn. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar eru nú til umræðu á þingi í annarri umræðu um fjárlög. Af þeim 8,8 milljörðum króna sem meirihlutinn gerir tillögur um til breytinga munu aðeins rúmar 80 milljónir fara til Vestfjarða. Fréttablaðið fór yfir tillögur meirihluta fjárlaganefndar með það markmið að greina í hvaða landshluta breytingartillögurnar fara. Kom í ljós að af þeim tæpum níu milljörðum sem áætlaðir eru í breytingar meirihlutans er hægt að staðsetja 3,8 milljarða. Einnig eru aðrar 1.172 milljónir sem áætlaðar eru til landsbyggðanna án þess að það sé skilgreint nánar. Á árinu 2014 setti forsætisráðherra á laggirnar nefnd um atvinnuástand og horfur á Norðurlandi vestra. Var nefndinni falið að koma með tillögur til ríkisstjórnar Íslands sem hægt væri að ráðast í til að auka atvinnu á svæðinu. Nefndin, undir forystu oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði, skilaði á fjórða tug tillagna til ríkisstjórnarinnar. Nú er sú nefnd að uppskera ríkulega fyrir landshlutann. 370 milljónir króna leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fari aukalega í landshlutann í hin ýmsu verk. „Við tókum á móti rúmlega fjörutíu sveitarfélögum og landshlutasamtökum auk Sambands íslenskra sveitarfélaga þannig að við reynum að setja fjármagn þar sem mest skortir á,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Þessar breytingartillögur eru að okkar mati landsbyggðarmiðaðar tillögur. Reykjavíkursvæðið er að taka svo stóran part af fjárlögum hvers árs þannig að nú erum við að setja peninga út á landsbyggðina í grunnkerfið þar, hafnir, flugvelli, samgöngur og fjarskipti. Ljósleiðaraverkefnið er gríðarlega mikilvægt til dæmis. Svo setjum við 400 milljónir í hafnarframkvæmdir vítt og breitt um landið, bætum í vegi í dreifðum byggðum og svo erum við að styrkja stöðu Norðurlands vestra sem hefur lengi átt í miklum erfiðleikum.“ Norðurland eystra og Suðurland fá næstum jafn mikið úr breytingartillögum meirihlutans eða um 435 milljónir króna. Lagt er til að um 300 milljónir fari á Austurland og um 200 milljónir á Vesturland. Reykjanesið fær örlítið minna eða um 190 milljónir. Vestfirðir skera sig svo úr með 88,2 milljónir króna. Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri fjórðungssambands Vestfirðinga, fagnar því að bæta eigi í á Norðurlandi vestra og segir sértækar byggðaaðgerðir sem þessar mikilvægar. „Að sama skapi minnum við á Vestfjörðum á það loforð sem gefið var þegar umrædd nefnd var sett á laggirnar, að þegar þeirri vinnu væri lokið ætti að huga að Vestfjörðum. Okkur þykir fjórðungurinn ekki hafa notið sannmælis í fjárlagagerðinni það sem af er,“ segir Aðalsteinn.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira