Markmið að færa fé út á land Sveinn Arnarsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Vigdís Hauksdóttir Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar eru nú til umræðu á þingi í annarri umræðu um fjárlög. Af þeim 8,8 milljörðum króna sem meirihlutinn gerir tillögur um til breytinga munu aðeins rúmar 80 milljónir fara til Vestfjarða. Fréttablaðið fór yfir tillögur meirihluta fjárlaganefndar með það markmið að greina í hvaða landshluta breytingartillögurnar fara. Kom í ljós að af þeim tæpum níu milljörðum sem áætlaðir eru í breytingar meirihlutans er hægt að staðsetja 3,8 milljarða. Einnig eru aðrar 1.172 milljónir sem áætlaðar eru til landsbyggðanna án þess að það sé skilgreint nánar. Á árinu 2014 setti forsætisráðherra á laggirnar nefnd um atvinnuástand og horfur á Norðurlandi vestra. Var nefndinni falið að koma með tillögur til ríkisstjórnar Íslands sem hægt væri að ráðast í til að auka atvinnu á svæðinu. Nefndin, undir forystu oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði, skilaði á fjórða tug tillagna til ríkisstjórnarinnar. Nú er sú nefnd að uppskera ríkulega fyrir landshlutann. 370 milljónir króna leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fari aukalega í landshlutann í hin ýmsu verk. „Við tókum á móti rúmlega fjörutíu sveitarfélögum og landshlutasamtökum auk Sambands íslenskra sveitarfélaga þannig að við reynum að setja fjármagn þar sem mest skortir á,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Þessar breytingartillögur eru að okkar mati landsbyggðarmiðaðar tillögur. Reykjavíkursvæðið er að taka svo stóran part af fjárlögum hvers árs þannig að nú erum við að setja peninga út á landsbyggðina í grunnkerfið þar, hafnir, flugvelli, samgöngur og fjarskipti. Ljósleiðaraverkefnið er gríðarlega mikilvægt til dæmis. Svo setjum við 400 milljónir í hafnarframkvæmdir vítt og breitt um landið, bætum í vegi í dreifðum byggðum og svo erum við að styrkja stöðu Norðurlands vestra sem hefur lengi átt í miklum erfiðleikum.“ Norðurland eystra og Suðurland fá næstum jafn mikið úr breytingartillögum meirihlutans eða um 435 milljónir króna. Lagt er til að um 300 milljónir fari á Austurland og um 200 milljónir á Vesturland. Reykjanesið fær örlítið minna eða um 190 milljónir. Vestfirðir skera sig svo úr með 88,2 milljónir króna. Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri fjórðungssambands Vestfirðinga, fagnar því að bæta eigi í á Norðurlandi vestra og segir sértækar byggðaaðgerðir sem þessar mikilvægar. „Að sama skapi minnum við á Vestfjörðum á það loforð sem gefið var þegar umrædd nefnd var sett á laggirnar, að þegar þeirri vinnu væri lokið ætti að huga að Vestfjörðum. Okkur þykir fjórðungurinn ekki hafa notið sannmælis í fjárlagagerðinni það sem af er,“ segir Aðalsteinn. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar eru nú til umræðu á þingi í annarri umræðu um fjárlög. Af þeim 8,8 milljörðum króna sem meirihlutinn gerir tillögur um til breytinga munu aðeins rúmar 80 milljónir fara til Vestfjarða. Fréttablaðið fór yfir tillögur meirihluta fjárlaganefndar með það markmið að greina í hvaða landshluta breytingartillögurnar fara. Kom í ljós að af þeim tæpum níu milljörðum sem áætlaðir eru í breytingar meirihlutans er hægt að staðsetja 3,8 milljarða. Einnig eru aðrar 1.172 milljónir sem áætlaðar eru til landsbyggðanna án þess að það sé skilgreint nánar. Á árinu 2014 setti forsætisráðherra á laggirnar nefnd um atvinnuástand og horfur á Norðurlandi vestra. Var nefndinni falið að koma með tillögur til ríkisstjórnar Íslands sem hægt væri að ráðast í til að auka atvinnu á svæðinu. Nefndin, undir forystu oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði, skilaði á fjórða tug tillagna til ríkisstjórnarinnar. Nú er sú nefnd að uppskera ríkulega fyrir landshlutann. 370 milljónir króna leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fari aukalega í landshlutann í hin ýmsu verk. „Við tókum á móti rúmlega fjörutíu sveitarfélögum og landshlutasamtökum auk Sambands íslenskra sveitarfélaga þannig að við reynum að setja fjármagn þar sem mest skortir á,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Þessar breytingartillögur eru að okkar mati landsbyggðarmiðaðar tillögur. Reykjavíkursvæðið er að taka svo stóran part af fjárlögum hvers árs þannig að nú erum við að setja peninga út á landsbyggðina í grunnkerfið þar, hafnir, flugvelli, samgöngur og fjarskipti. Ljósleiðaraverkefnið er gríðarlega mikilvægt til dæmis. Svo setjum við 400 milljónir í hafnarframkvæmdir vítt og breitt um landið, bætum í vegi í dreifðum byggðum og svo erum við að styrkja stöðu Norðurlands vestra sem hefur lengi átt í miklum erfiðleikum.“ Norðurland eystra og Suðurland fá næstum jafn mikið úr breytingartillögum meirihlutans eða um 435 milljónir króna. Lagt er til að um 300 milljónir fari á Austurland og um 200 milljónir á Vesturland. Reykjanesið fær örlítið minna eða um 190 milljónir. Vestfirðir skera sig svo úr með 88,2 milljónir króna. Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri fjórðungssambands Vestfirðinga, fagnar því að bæta eigi í á Norðurlandi vestra og segir sértækar byggðaaðgerðir sem þessar mikilvægar. „Að sama skapi minnum við á Vestfjörðum á það loforð sem gefið var þegar umrædd nefnd var sett á laggirnar, að þegar þeirri vinnu væri lokið ætti að huga að Vestfjörðum. Okkur þykir fjórðungurinn ekki hafa notið sannmælis í fjárlagagerðinni það sem af er,“ segir Aðalsteinn.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira