Markmið að færa fé út á land Sveinn Arnarsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Vigdís Hauksdóttir Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar eru nú til umræðu á þingi í annarri umræðu um fjárlög. Af þeim 8,8 milljörðum króna sem meirihlutinn gerir tillögur um til breytinga munu aðeins rúmar 80 milljónir fara til Vestfjarða. Fréttablaðið fór yfir tillögur meirihluta fjárlaganefndar með það markmið að greina í hvaða landshluta breytingartillögurnar fara. Kom í ljós að af þeim tæpum níu milljörðum sem áætlaðir eru í breytingar meirihlutans er hægt að staðsetja 3,8 milljarða. Einnig eru aðrar 1.172 milljónir sem áætlaðar eru til landsbyggðanna án þess að það sé skilgreint nánar. Á árinu 2014 setti forsætisráðherra á laggirnar nefnd um atvinnuástand og horfur á Norðurlandi vestra. Var nefndinni falið að koma með tillögur til ríkisstjórnar Íslands sem hægt væri að ráðast í til að auka atvinnu á svæðinu. Nefndin, undir forystu oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði, skilaði á fjórða tug tillagna til ríkisstjórnarinnar. Nú er sú nefnd að uppskera ríkulega fyrir landshlutann. 370 milljónir króna leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fari aukalega í landshlutann í hin ýmsu verk. „Við tókum á móti rúmlega fjörutíu sveitarfélögum og landshlutasamtökum auk Sambands íslenskra sveitarfélaga þannig að við reynum að setja fjármagn þar sem mest skortir á,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Þessar breytingartillögur eru að okkar mati landsbyggðarmiðaðar tillögur. Reykjavíkursvæðið er að taka svo stóran part af fjárlögum hvers árs þannig að nú erum við að setja peninga út á landsbyggðina í grunnkerfið þar, hafnir, flugvelli, samgöngur og fjarskipti. Ljósleiðaraverkefnið er gríðarlega mikilvægt til dæmis. Svo setjum við 400 milljónir í hafnarframkvæmdir vítt og breitt um landið, bætum í vegi í dreifðum byggðum og svo erum við að styrkja stöðu Norðurlands vestra sem hefur lengi átt í miklum erfiðleikum.“ Norðurland eystra og Suðurland fá næstum jafn mikið úr breytingartillögum meirihlutans eða um 435 milljónir króna. Lagt er til að um 300 milljónir fari á Austurland og um 200 milljónir á Vesturland. Reykjanesið fær örlítið minna eða um 190 milljónir. Vestfirðir skera sig svo úr með 88,2 milljónir króna. Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri fjórðungssambands Vestfirðinga, fagnar því að bæta eigi í á Norðurlandi vestra og segir sértækar byggðaaðgerðir sem þessar mikilvægar. „Að sama skapi minnum við á Vestfjörðum á það loforð sem gefið var þegar umrædd nefnd var sett á laggirnar, að þegar þeirri vinnu væri lokið ætti að huga að Vestfjörðum. Okkur þykir fjórðungurinn ekki hafa notið sannmælis í fjárlagagerðinni það sem af er,“ segir Aðalsteinn. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar eru nú til umræðu á þingi í annarri umræðu um fjárlög. Af þeim 8,8 milljörðum króna sem meirihlutinn gerir tillögur um til breytinga munu aðeins rúmar 80 milljónir fara til Vestfjarða. Fréttablaðið fór yfir tillögur meirihluta fjárlaganefndar með það markmið að greina í hvaða landshluta breytingartillögurnar fara. Kom í ljós að af þeim tæpum níu milljörðum sem áætlaðir eru í breytingar meirihlutans er hægt að staðsetja 3,8 milljarða. Einnig eru aðrar 1.172 milljónir sem áætlaðar eru til landsbyggðanna án þess að það sé skilgreint nánar. Á árinu 2014 setti forsætisráðherra á laggirnar nefnd um atvinnuástand og horfur á Norðurlandi vestra. Var nefndinni falið að koma með tillögur til ríkisstjórnar Íslands sem hægt væri að ráðast í til að auka atvinnu á svæðinu. Nefndin, undir forystu oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði, skilaði á fjórða tug tillagna til ríkisstjórnarinnar. Nú er sú nefnd að uppskera ríkulega fyrir landshlutann. 370 milljónir króna leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fari aukalega í landshlutann í hin ýmsu verk. „Við tókum á móti rúmlega fjörutíu sveitarfélögum og landshlutasamtökum auk Sambands íslenskra sveitarfélaga þannig að við reynum að setja fjármagn þar sem mest skortir á,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Þessar breytingartillögur eru að okkar mati landsbyggðarmiðaðar tillögur. Reykjavíkursvæðið er að taka svo stóran part af fjárlögum hvers árs þannig að nú erum við að setja peninga út á landsbyggðina í grunnkerfið þar, hafnir, flugvelli, samgöngur og fjarskipti. Ljósleiðaraverkefnið er gríðarlega mikilvægt til dæmis. Svo setjum við 400 milljónir í hafnarframkvæmdir vítt og breitt um landið, bætum í vegi í dreifðum byggðum og svo erum við að styrkja stöðu Norðurlands vestra sem hefur lengi átt í miklum erfiðleikum.“ Norðurland eystra og Suðurland fá næstum jafn mikið úr breytingartillögum meirihlutans eða um 435 milljónir króna. Lagt er til að um 300 milljónir fari á Austurland og um 200 milljónir á Vesturland. Reykjanesið fær örlítið minna eða um 190 milljónir. Vestfirðir skera sig svo úr með 88,2 milljónir króna. Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri fjórðungssambands Vestfirðinga, fagnar því að bæta eigi í á Norðurlandi vestra og segir sértækar byggðaaðgerðir sem þessar mikilvægar. „Að sama skapi minnum við á Vestfjörðum á það loforð sem gefið var þegar umrædd nefnd var sett á laggirnar, að þegar þeirri vinnu væri lokið ætti að huga að Vestfjörðum. Okkur þykir fjórðungurinn ekki hafa notið sannmælis í fjárlagagerðinni það sem af er,“ segir Aðalsteinn.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira