Innlent

Breskum göngumönnum bjargað í þriðja sinn á innan við mánuði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fyrst var mönnunum komið til aðstoðar á Kópaskeri, síðan inni í Nýjadal og loks í dag þgar þyrla Landhelgisgæslunnar sótti þá inn í Emstrur.
Fyrst var mönnunum komið til aðstoðar á Kópaskeri, síðan inni í Nýjadal og loks í dag þgar þyrla Landhelgisgæslunnar sótti þá inn í Emstrur. Vísir/Böddi
Bresku göngumönnunum sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti inn í Emstrur í dag hefur tvisvar sinnum áður verið bjargað á ferð sinni um landið en þeir ætla sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. Leiðangurinn ber heitið The Coldest Crossing en gönguhópinn skipuðu upphaflega fjórir menn á aldrinum 19-20 ára.

Vísir/Böddi
Í fyrsta skiptið sem mennirnir voru sóttir af björgunarsveitum höfðu þeir komið sér niður á Kópasker. Þá þurftu þeir aðstoð þar sem einn þeirra hafði veikst og þurfti að fara heim. Því héldu þrír leiðangrinum áfram. Var þetta í byrjun desember þegar mikið óveður gekk yfir landið. 

Í annað skiptið þurftu björgunarsveitarmenn frá Hellu svo að koma mönnunum til bjargar þar sem einn þeirra hafði kalið á tánum. Í dag var þeim svo bjargað í þriðja skiptið og í þetta sinn af þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sótti þá inn í Emstrur. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli voru piltarnir orðnir mjög blautir og kaldir en auk göngumannanna voru tveir kvikmyndagerðarmenn með í för. Þá er veðurspáin fyrir kvöldið og nóttina einnig mjög slæm og því var ekki annað í stöðunni að sögn lögreglunnar en að sækja þá. Voru mennirnir mjög ánægðir með það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×