Norðmenn munu geta vísað hælisleitendum frá á landamærunum Atli ísleifsson skrifar 29. desember 2015 13:13 Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála, og dómsmálaráðherrann Anders Anundsen. Vísir/AFP Norska ríkisstjórnin kynnti í dag nýja stefnu sína í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Ríkisstjórnin leggur meðal annars til að mögulegt verði að visa öllum hælisleitendum frá þegar við landamærin. Er meðal annars vísað til að Svíar hafi þegar tekið upp sambærilegar takmarkanir. Tillögurnar hafa þegar sætt nokkurri gagnrýni og segja talsmenn Kristilega þjóðarflokksins, eins samstarfsflokka stjórnarflokkanna, að tillögurnar muni erfiða aðlögun innflytjenda að norsku samfélagi.Í frétt NRK kemur fram að samkvæmt tillögunum muni hælisletendur fyrst geta hlotið varanlegt landvistarleyfi að fimm árum liðnum, í stað þriggja, líkt og núgildandi reglur kveða á um. Gerð er krafa um að viðkomandi útvegi sér heimili, atvinnu eða skrái sig í nám, auk þess að ná munnlegu prófi í norsku. Stjórnin herðir jafnframt reglur er varða möguleika á að fjölskylda og aðstandendur þeirra sem þegar hafa hlotið ríkisborgararétt flytji til landsins. Vernd sé tryggð öllum þeim sem eru undir átján ára, en aðrir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og þörf þeirra fyrir vernd prófuð. Skilgreining á flóttamanni verður einnig þrengri, sem þýðir að færri eigi rétt á lífeyrisgreiðslum og félagslegum bótum. „Við verðum að sjá til þess að það verði ekki eins aðlagandi fyrir þá sem ekki hafa þörf fyrir vernd að koma til Noregs,“ sagði Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála, í morgun. Norsk yfirvöld áætla að milli 10 og 100 þúsund flóttamenn muni koma til Noregs á næsta ári. „Þetta getur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir norska velferðarkerfið í för með sér,“ sagði Listhaug og bætti við að innflytjendastefna Noregs verði nú ein sú strangasta í álfunni.DN segir að norsk yfirvöld muni taka fingra- og fótaför af öllum þeim hælisleitendum sem koma frá löndum utan ESB og evrópska efnahagssvæðisins og verður upplýsingum ekki eytt fyrr en að tíu árum liðnum. Ríkisstjórnin stefnir einnig á að taka upp verklag sem felur í sér að hælisleitendur fái inneignarkort í stað reiðufés. Þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þeir sendi féð úr landi. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Norska ríkisstjórnin kynnti í dag nýja stefnu sína í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Ríkisstjórnin leggur meðal annars til að mögulegt verði að visa öllum hælisleitendum frá þegar við landamærin. Er meðal annars vísað til að Svíar hafi þegar tekið upp sambærilegar takmarkanir. Tillögurnar hafa þegar sætt nokkurri gagnrýni og segja talsmenn Kristilega þjóðarflokksins, eins samstarfsflokka stjórnarflokkanna, að tillögurnar muni erfiða aðlögun innflytjenda að norsku samfélagi.Í frétt NRK kemur fram að samkvæmt tillögunum muni hælisletendur fyrst geta hlotið varanlegt landvistarleyfi að fimm árum liðnum, í stað þriggja, líkt og núgildandi reglur kveða á um. Gerð er krafa um að viðkomandi útvegi sér heimili, atvinnu eða skrái sig í nám, auk þess að ná munnlegu prófi í norsku. Stjórnin herðir jafnframt reglur er varða möguleika á að fjölskylda og aðstandendur þeirra sem þegar hafa hlotið ríkisborgararétt flytji til landsins. Vernd sé tryggð öllum þeim sem eru undir átján ára, en aðrir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og þörf þeirra fyrir vernd prófuð. Skilgreining á flóttamanni verður einnig þrengri, sem þýðir að færri eigi rétt á lífeyrisgreiðslum og félagslegum bótum. „Við verðum að sjá til þess að það verði ekki eins aðlagandi fyrir þá sem ekki hafa þörf fyrir vernd að koma til Noregs,“ sagði Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála, í morgun. Norsk yfirvöld áætla að milli 10 og 100 þúsund flóttamenn muni koma til Noregs á næsta ári. „Þetta getur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir norska velferðarkerfið í för með sér,“ sagði Listhaug og bætti við að innflytjendastefna Noregs verði nú ein sú strangasta í álfunni.DN segir að norsk yfirvöld muni taka fingra- og fótaför af öllum þeim hælisleitendum sem koma frá löndum utan ESB og evrópska efnahagssvæðisins og verður upplýsingum ekki eytt fyrr en að tíu árum liðnum. Ríkisstjórnin stefnir einnig á að taka upp verklag sem felur í sér að hælisleitendur fái inneignarkort í stað reiðufés. Þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þeir sendi féð úr landi.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira