Norðmenn munu geta vísað hælisleitendum frá á landamærunum Atli ísleifsson skrifar 29. desember 2015 13:13 Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála, og dómsmálaráðherrann Anders Anundsen. Vísir/AFP Norska ríkisstjórnin kynnti í dag nýja stefnu sína í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Ríkisstjórnin leggur meðal annars til að mögulegt verði að visa öllum hælisleitendum frá þegar við landamærin. Er meðal annars vísað til að Svíar hafi þegar tekið upp sambærilegar takmarkanir. Tillögurnar hafa þegar sætt nokkurri gagnrýni og segja talsmenn Kristilega þjóðarflokksins, eins samstarfsflokka stjórnarflokkanna, að tillögurnar muni erfiða aðlögun innflytjenda að norsku samfélagi.Í frétt NRK kemur fram að samkvæmt tillögunum muni hælisletendur fyrst geta hlotið varanlegt landvistarleyfi að fimm árum liðnum, í stað þriggja, líkt og núgildandi reglur kveða á um. Gerð er krafa um að viðkomandi útvegi sér heimili, atvinnu eða skrái sig í nám, auk þess að ná munnlegu prófi í norsku. Stjórnin herðir jafnframt reglur er varða möguleika á að fjölskylda og aðstandendur þeirra sem þegar hafa hlotið ríkisborgararétt flytji til landsins. Vernd sé tryggð öllum þeim sem eru undir átján ára, en aðrir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og þörf þeirra fyrir vernd prófuð. Skilgreining á flóttamanni verður einnig þrengri, sem þýðir að færri eigi rétt á lífeyrisgreiðslum og félagslegum bótum. „Við verðum að sjá til þess að það verði ekki eins aðlagandi fyrir þá sem ekki hafa þörf fyrir vernd að koma til Noregs,“ sagði Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála, í morgun. Norsk yfirvöld áætla að milli 10 og 100 þúsund flóttamenn muni koma til Noregs á næsta ári. „Þetta getur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir norska velferðarkerfið í för með sér,“ sagði Listhaug og bætti við að innflytjendastefna Noregs verði nú ein sú strangasta í álfunni.DN segir að norsk yfirvöld muni taka fingra- og fótaför af öllum þeim hælisleitendum sem koma frá löndum utan ESB og evrópska efnahagssvæðisins og verður upplýsingum ekki eytt fyrr en að tíu árum liðnum. Ríkisstjórnin stefnir einnig á að taka upp verklag sem felur í sér að hælisleitendur fái inneignarkort í stað reiðufés. Þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þeir sendi féð úr landi. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Norska ríkisstjórnin kynnti í dag nýja stefnu sína í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Ríkisstjórnin leggur meðal annars til að mögulegt verði að visa öllum hælisleitendum frá þegar við landamærin. Er meðal annars vísað til að Svíar hafi þegar tekið upp sambærilegar takmarkanir. Tillögurnar hafa þegar sætt nokkurri gagnrýni og segja talsmenn Kristilega þjóðarflokksins, eins samstarfsflokka stjórnarflokkanna, að tillögurnar muni erfiða aðlögun innflytjenda að norsku samfélagi.Í frétt NRK kemur fram að samkvæmt tillögunum muni hælisletendur fyrst geta hlotið varanlegt landvistarleyfi að fimm árum liðnum, í stað þriggja, líkt og núgildandi reglur kveða á um. Gerð er krafa um að viðkomandi útvegi sér heimili, atvinnu eða skrái sig í nám, auk þess að ná munnlegu prófi í norsku. Stjórnin herðir jafnframt reglur er varða möguleika á að fjölskylda og aðstandendur þeirra sem þegar hafa hlotið ríkisborgararétt flytji til landsins. Vernd sé tryggð öllum þeim sem eru undir átján ára, en aðrir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og þörf þeirra fyrir vernd prófuð. Skilgreining á flóttamanni verður einnig þrengri, sem þýðir að færri eigi rétt á lífeyrisgreiðslum og félagslegum bótum. „Við verðum að sjá til þess að það verði ekki eins aðlagandi fyrir þá sem ekki hafa þörf fyrir vernd að koma til Noregs,“ sagði Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála, í morgun. Norsk yfirvöld áætla að milli 10 og 100 þúsund flóttamenn muni koma til Noregs á næsta ári. „Þetta getur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir norska velferðarkerfið í för með sér,“ sagði Listhaug og bætti við að innflytjendastefna Noregs verði nú ein sú strangasta í álfunni.DN segir að norsk yfirvöld muni taka fingra- og fótaför af öllum þeim hælisleitendum sem koma frá löndum utan ESB og evrópska efnahagssvæðisins og verður upplýsingum ekki eytt fyrr en að tíu árum liðnum. Ríkisstjórnin stefnir einnig á að taka upp verklag sem felur í sér að hælisleitendur fái inneignarkort í stað reiðufés. Þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þeir sendi féð úr landi.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira